Vikan


Vikan - 18.09.1980, Side 34

Vikan - 18.09.1980, Side 34
Einfalt hengi í eldhúsið: Þetta fallega hengi er byggt upp á einum hnút, flötum hnút, en auk þess er beltishnútur notaður við gerð þess. Efni: 1 hnota af garni (grófu amerísku nælongarni). Ef þið viljið frekar nota bómullargarn þá er það ekki til svona gróft og hengið verður minna en það gerir kannski ekkert til. T résleif. 2 hringir í mismunandi stærðum, fyrir hand- klæðin. 1 trékúla. Leiöbeiningar: 1. Klippið niður 10 bönd, 4.40 m á lengd, hvert um sig, og eitt sem er 90 cm á lengd. 2. Beygið band'ð í miðju. Festið með lykkjuhnút, hvert um sig, á trésleifina. 3. Merkið spottana númerunum 1-20, til að geta fylgt uppskriftinni. Hnýtið fimm raðir af flötum hnútum, eins og sýnt er á myndunum. 4. Til að V-laga mynstrið myndist skulið þið fara svona að: Hnýtið áfram 4 raðir af flötum hnútum en leyfið tveim böndum að vera kyrrum í hverri umferðhvorum megin. 5. Rennið trékúlunni upp bönd nr. 10 og 11. Bindið flatan hnút umhverfis hana með böndum 9-12, til að halda henni fastri. 6. Til að mynda V-mynstur á hvolfi bætið þið alltaf tveim böndum í mynstrið í hverri röð í fjórar raðir. Byrjið á að hnýta 2 flata hnúta. 7. Hnýtið 4 raðir af flötum hnútum eins og í 3. umferð. 8. Smeygið böndunum nr. 5-8 og 13-16 yfir minni hringinn og hnýtið áfram eina umferð. 9. Hnýtið áfram 3 umferðir af flötum hnút. 10. Gerið eins og í 8. umferð og notið stærri hringinn. 11. Hnýtið 3 umferðir af flötum hnútum. Endur- takiðsíðan 4. umferð. 12. Leggið fyrsta bandið (nr. 1) niður eftir skálín- unni (fremri hluta V- mynstursins) og hnýtið beltishnútá það (nr. 1) með næsta bandi (nr.2). Leggið band 2 samsíða bandi nr. 1 og endurtakið beltishnútinn utan um bæði böndin, með bandi 3. Leggið band 3 samsíða 1 og 2 og hnýtið beltishnút með bandi 4 utan um öll þrjú. Haldiðáfram á sama hátt með böndum 5- 10. Gerið eins frá vinstri hlið og byrjið á því að leggja band 20 niður eftir V-inu og vinnið inn að miðju. Takið 90 cm bandið og vef jið vafningshnút utan um böndin. 13. Klippið kögrið í hæfilega lengd og gangið frá endunum með rembihnútum. í ; Þiö getiö auðvitaö notað bambus eöa plasthringi í stað tréhringja.. Gætiö þess aö bönd- in séu jafnlöng j beggja vcgna. = . . •* ' - * - ..... m Bak viö hand- ktæöið eru end- arnir látnir mynda tagl. , 38. tbl. Vlkan 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.