Vikan


Vikan - 18.09.1980, Page 36

Vikan - 18.09.1980, Page 36
Hnýtingar Nokkrar verslanir í Reykjavík eiga nokkuð gott úrval af því sem þarf til hnýtinga. Þar má nefna verslunina íslenskur heimilisiðnaður í Hafnar- stræti, Handíð, Laugavegi og verslunina Virku í Árbæjarhverfi. Auk þess er ekkert sem bannar að nota alls kyns garn og snæri til hnýtinga, én útkomuna ábyrgjumst við á VIKUNNI ekki. Hnýti- garn er nefnilega svolítið sérstakt. VIKAN lagði leið sína í eina þessara verslana, sem leiðþeinandi okkar í þessu blaði, Guðfinna Helga- dóttir, er með en hún hefur farið út á þá þraut að versla mest með vörur til hnýtinga og í bótasaum. Hún sýndi okkur mikið úrval ýmiss konar garns og annars, sem notað er í hnýtingar, en auk þess hefur hún mikið af blöðum og bókum um hnýtingar uppi við sem hægt er að fá keypt og er notað á námskeiðum hennar. Hún sagði að töluvert væri um að fólk utan af landi hringdi eða skrifaði eftir blöðum og pantaði síðan eftir þeim allt til hnýtinga, Hún sendir í póstkröfu allt það sem beðið er um úr verslun hennar (Virku) og sagði hún að fólk sem ekki er alltaf statt í Reykjavík kynni vel að meta það. Hún sagði að mikill og vaxandi áhugi væri á hnýtingum, það sýndu bæði viðskiptavinir og einnig sá fjöldi sem sækti námskeið í hnýtingum. Möguleikarnir eru óendanlegir og það sýnir hún best með því sem hér birtist, en rétt er að taka fram að flóknustu hlutirnir eru ekki á færi annarra en þeirra sem hafa talsverða þjálfun. Hins vegar sagði Guðfinna að mjög fljótlegt væri að hnýta, t.d. gæti verið miklu fljótlegra að hnýta gardínur en t.d. að hekla þær. Aðalþolinmæðisverkið er stundum að klippa niður í verkið og setja upp. Hún hefur þann háttinn á að vefja endana ekki upp, þegar hún hnýtir, eins og víða er kennt og sagði að þeir vildu oft flækjast meira ef þeir væru vafðir upp. Og svo vonum við að lesendur Vikunnar hafi bæði gagn og gaman af því efni sem hér í þessum blað- auka er, uppskriftum, hollráðum og myndum af hnútum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.