Vikan


Vikan - 18.09.1980, Side 57

Vikan - 18.09.1980, Side 57
Þegar þeir halda til baka til herbúðanna segir Gawain reiður: „Kóngurinn sendi okkur hingað til að hjélpa Karran að hrekja vikingana á brott fró eyjunni. En Karran er miklu meiri óvinur. Hann hneppir frjálst fólk í ánauð." „Þegar ég var hár í fyrri leiðangri mínum sá ég engin merki um víking- ana nema á norðurhluta eyjarinnar," segir örn. „Safnaðu þá liðs- foringjunum saman. Við leggjum strax af stað," segir Gawain. í dögun fer Gawain fyrir hópi riddara og hermanna en trússahest- ar reka lestina. i illil Ferðin sækist seint gegnum skóga og yfir kletta og klungur. Á þriðja degi sjá þeir niður í dalinn þar sem vikingarnir hafast við. Mikið öskur kveður við þegar víkingarnir uppgötva návist hermannanna. Þeir grípa nærtækustu vopn og æða af staö á móti óvinunum ... Þeir hlaupa eftir einstigi sem liggur upp klettana og enginn hestur getur fylgt þeim eftir. ... en aðeins til að sannfærast enn einu sinni um að víkingarnir eru þeim miklu fremri hvað vopnaburð og bardagafimi varðar. Það blikar á sverð og lensur. Að lokum leggja vikingarnir á tryllingslegan flótta undan ofureflinu. ©1980 King Features Syndicate, inc. World rights reserved. I-2.0 næstu Viku: Bardaginn

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.