Vikan


Vikan - 27.11.1980, Síða 2

Vikan - 27.11.1980, Síða 2
Margt smátt Dagskrá á dagskrá Andlátsorð á aftöku- stað 1. Mary Blandi var stúlka ein nnfnd í Englandi á 18. öld. Hún var hengd fyrir að drepa föður sinn á arseniki. Hennar andlátsorð voru: „Ekki hengja mig hátt, herrar mínir, svo allt siðlæti verði virt." 2. Þegar Sam V/ilkindon, morðingi frá Nýja-Englandi, var tekinn af lifi tók hann eftir að fjölmenni var sam- ankomið í tilefni dagsins. Honum varð að orði: „Hverjir eru nú þetta? Já, blaðamenn auðvitað. Ég vona að við hittumst aftur, ég skal halda einu horninu heitu fyrir ykkur." 3. William Harper var morðingi frá New York. Þegar lögregluforinginn var að fitla við virana á rafmagns- stólnum varð honum að orði: „Hvað er að, foringi, ertu taugaóstyrkur?" 4. Þegar böðullinn sagði Cipiore, frönskum afbrotamanni, að vera rólegur, svaraði hann: „Þú værir vist rólegur i mínum sporum?" 5. Frægur breskur fangi, Palmer, hörfaði i upgerðarhræðslu þegar hann sa hlerann fyrir neðan gálgann: „Herra minn trúr, ætli hlerinn haldi?" 6. Danton, einn þriggja aðalmanna frönsku byltingarinnar, sagði hjá faiiöxinni: „Sýnið fólkinu höfuð mitt á eftir. Þetta er höfuð sem er þess virði að horft sé á það." 7. Pat Carrigan var bófi frá Georgíufylki. Hann drap kærustuna sina af þvi að hann var hræddur um að hún vissi of mikið um myrkraverk hans. Þegar hann sat i rafmagns- stólnum og straumurinn var rétt að koma á sagði hann: „Hættið, ég er ekki nærri eins hugrakkur og ég þykist vera!" 8. Cherokee Bill, illmenni að „westan": „Ég kom hingað til að deyja, ekki til að halda ræðu." 2 Víkan 48. tbl. Alltaf öðru hverju er dagskrá á dagskrá. Þar er að sjálfsögðu um dagskrá ríkisfjölmiðlanna svonefndu að ræða. I blöðunt og föstum útvarps- þáttum er rætt um dagskrána fram og aftur, eflir á. Minna er gert að þvi að ræða dagskrána fyrirfram. hvað gera eigi og hvað hægt sé að gera. Dagskrárgerðarmenn þinguðu fyrir skemmstu og héldu námskeið með vinnuhópasniði til að reyna að bæta úr þessu. Tæknimenn útvarps sáu unt greinargóða kynningu á tæknimögu- leikum og nýjungum i sambandi við stereoútsendingar. Siðan var fjallað um blandaða þætti. frétta- og fræðsluefni og barnaefni í vinnuhópum og niðurstöður kynntar með greinargerðum. Þálttaka var stórgóð. því 40 manns sóttu námskeiðið. 106 manns eru i Dagskrá. I'élagi dagskrárgerðarmanna. HAREM Réttilega nefnist harem á islensku ..kvennabúr". Það er liins vegar megnasti misskilningur að |rar búi ein- vörðungu eiginkonur. arabískra fjöl- kvænismanna. Á arabisku merkir harem einfaldlega ..griðastaður afsiðis (eða aflokaðurl". Þetta er sá hluti heimilis múhameðstrúarmanns þar sem konurnar búa. Stundum gelur það átt við móður, systur, þjónustustúlkur, mágkonur og aðeins eina eiginkonu. Ljóst er að möguleikar á fjölbreyttri dagskrá, einkum í útvarpi, eru miklir. Til þess að hægt sé að vinna slíka dagskrá þarf að vera vakandi áhugi og skoðana- skipti, þar sem hver getur lært af öðrum. Íslenska útvarpsdagskráin er bæði löng (18 timar á sólarhing) og margbreytileg. ekki síst vegna þess að fjöldi þeirra sem við hana vinna er ótrúlegur. Fastráðnir dagskrárgerðarmenn við útvarp hafa til skamms tíma aðeins verið tveir, Jónas Jónasson og Páll Fieiðar Jónsson. Drjúgur hluti dagskrárinnar er þvi unninn í lausamennsku. Það hefur kosti oggalla. Kostir: fjölbreytni. Gallar: takmarkanir sem fylgja því að þeir sem dagskrána vinna hafa oftekki möguleika að nýta sér til fulls tæknimöguleika i útvarpsmennsku. Einhvern tíma kemur ugglaust að þvi að mótuð verður markviss stefna i dagskrármálum, ádur en dagskrá verður til. Námskeið og kynning á þvi sem hægt er að gera er bráðnauðsynlegur þáttur i því að gera dagskrána vel úr garði. Sem betur fer er úrvalsfólk í því að sntala efni i útvarpsdagskrána viku eftir viku. það fólk heitir dagskrárfulltrúar og hefur verið ótrúlega ötult í sinu starfi. Það er nefnilega ekkert grin að útbúa 18 klukkustunda, útvarpsprógram 365 og stundum jafnvel 366 daga á ári. Sjónvarpsdagskráin byggist enn að mestum hluta á erlendu efni. Margt er Stefán Jón Hafstein er sposkur á svipinn þegar hann útskýrir töfra frétta- og fræösluefnis fyrir Borgþóri S. Kjærnested og öðrudagskrárfólki. gott að fá erlendis frá en framtiðin hlýtur samt að krefjast meiri fjölbreytni i innlendu efni. Þar hefur ekki strandað á dagskrárgerðarfólki heldur peninga- valdinu. Sjónvarpsdagskrá er snöggtum dýrari i framleiðslu en þessi sem bara er framleidd fyrireyrun. Dagskrá var á dagskrá eina helgi i lok október, þegar dagskrárfólk skeiðaði til náms. En hún er það oft á dagskrá manna á meðal að efnið verður að vera i stöðugri framför ef það á ekki að staðna. ÓNANISMI Hérlendis þykir fint að sletta erlenda orðinu „ónanera", þegar átt er við sjálfs- þægingu. Gallinn er sá aðerlenda orðið. sem fengið er úr bibliunni, hefur alls ekki þessa merkingu þar. Onan varðekki uppvís að sjálfsþægingu. hann hætti samförum áður en honum varð sáðfall (sem heitir coitus interruptus á latínu). Orðabækur viðurkenna yfirleitt þessa siðari merkingu á onanisma. en telja þó fyrstnefndu merkinguna útbreiddari. Rómversk-kaþólsk túlkun bibliunnar telur hinsvegar onanisma ekki það sama ogsjálfsþægingu. \

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.