Vikan


Vikan - 27.11.1980, Qupperneq 25

Vikan - 27.11.1980, Qupperneq 25
Við ráðhúsið og Uffizi-safnið: Antico Fattore Þetta er veitingahúskt Antico Fattore. (Ljósmynd KH) hvíta þurrku á öxlunum skeiða frani og aftur, meðstanslausum talanda. Það var líka kostulegt að sjá nokkrar ómerki- legar myndir á hvítmáluðum veggjun- Hér var það maturinn einn, sem skipti máli. Súpan frá í gær Við fengum okkur í forréit „Pappo al pomodoro", eins konar graut úr tómötum, þrauði, sieiktum lauk. lárviðarlaufi og osti, þar sem tómatarnir voru mest áþerandi í oragðinu. Þetta var skemmtilega óvenjulegur réttur og kostaði aðeins 1.000 lírur. Grautur „gœr- dagsins ” á krá horfins tíma leituðum við að veitingahúsinu Antico Fattore og fundum það í þröngu sundi. sem áreiðanlega var ekki hinn þröngi vegur dyggðarinnar. En alténd var ekki og er ekki auðvelt að finna það. Frá Piazza della Signorina er hægt að ganga niður sund hægra megin við Loggia dei Lanzi og beygja síðan lil vinstri inn annað sund, sem heitir Via Lambertesca. Á horninu. þar sem sú gata beygir niður að ánni. er Antico Fattore á númer 1. Einnig er hægt að fara þessa leið úr hinni áttinni, frá árbakkanum Lungarno Midici. Og loks er hægt að smeygja sér inn Via Lambertescaf frá Via por Santa Maria, sem liggur beint á brúna Ponte Vecchio. Antico Fattore er skrítinn staður. sem fáir vita um nema heimamenn. Hann er alltaf fuilur af fólki á matmálstimum, enda býður hann fyrsta flokks matreiðslu fyrir óheyrilega lágt verð. Sérgrein hússins eru fornir réttir Toscaníu, sem ekki er hægt að fá á öðrum stöðum. Þetta er jarðbundið veitingahús, sem býður þykka, riflega. bragðgóða og ilmandi rétti. Antico Fattore er svo fomlegt, að þar fæst ekki nýmóðins dót eins og kaffi! Stanslaus talandi Veitingahúsið er í tveimur sölum eða herbergjum, sem rúma um 30 manns hvort, þegar vel er troðið. Við sátum mjög þröngt I innra herberginu og þóttumst heppin að hafa pantað. Frammi stóð fólk og beið eftir, að borð losnuðu. Elskulegur þjónninn sagði brandara. sem við skildum ekki. og var dálitið ýtinn, þegar hann vildi fá okkur til að komast að niðurstöðu. Við næsta borð var hópur af ungu fólki, sem vildi líka hjálpa til, svo að allt gekk þetta nú að lokum. Við vorum frentur seint á ferð, klukkan hálftiu að kvöldi. Þá var sumt búið af þvi, sem okkur hafði langað i. Þess vegna tók nokkurn líma að setja saman pöntunina. Ekki bætti úr skák, að handskrifaður matseðillinn var illa læsilegur. í bestu veitingahúsum Italiu er litið um fastamatseðla, eins og við þekkjum þá. Matseðill dagsins er hins vegar mun ýtarlegri en hér og býður upp á meiri en nóga fjölbreytni fyrir misjafnan smekk viðskiptavinanna. Þannig var lika matseðill dagsins i Antico Fattore. Kostulegt var að sjá þjónana i galla- buxum, á skyrtunni. með bláa svuntu og Hinn forrétturinn hér „Ribollita". sem upprunalega táknar „Súpan frá í gær". Sú fortíð er löngu gleymd og ítalskir kokkarvandajafnmikið til sinnar einu réttu Ribollila og franskir kokkar vanda til sinnar einu réttu kæfu hússins. Ribollitan i Antico Fattore var grautur úr hvítum baunum. brauðmylsnu og brokkáli, sérkennilegur matur og góður á aðeins 1.000 lirur. Á endurreisnartímanum borðuðu menn i Flórens grauta af þessu tagi. JHinn sögufrægi réttur Flórensmanna. vambimar, „Trippa alla fiorentina" var uppseldur. Sama var að segja um blönduðu sjávarréttina, „Fritto misto". Hvort tveggja á að vera mjög vel gert I Antico Fattore. Ekkert hliðarjukk Við prófuðum í aðalrétt „Vitella nostrale al forno" á 4.800 lirur. Það voru þunnar kálfakjötssneiðar, Ijúfar og góðar á bragðið. Ekkert meðlæti var á disknum og mættu islenskir veitinga- menn gjarna læra þaðaf ítölskum. Hvcr þarf að fylla magann af jukki, |regar menn hafa aðgang að meira en nógu góðmeti? Það skal þó tekið fram, að gott spínat var borið frani á sérdiski með kálfasneiðunum. Hinn aðalrétturinn var „Polpettone con sederi”, aflangar kjötbollur, bragð niiklar, jóðlandi í mauki úr baununt. tómötum og olífuoliu, hressandi réttur á 3.500 lírur. í eftirrétt fengum við köku hússins. „Castagnaccio". heita og bragðgóða valhnetuköku með rúsínum, steikta i olíu. Hún kostaði 1.000 lírur. Og vin hússins var ágætur C'hianti á 4.000 lírur. Að fastagjaldi og þjónustugjaldi meðtöldu ætti þriggja rétta veisla með víni að kosta innan við 6.500 krónur á mann í Antico Fattore. Ódýrari getur slik veisla ekki orðið, auk þess sem þctta var einslakt tækifæri til að kynnast gömlum réttum frá endurreisnar- timanum. Hrísgrjón með rósailmi Ef ykkur list ekki á Antico Fattorc. kentur veitingahúsið með skritna nafninu til greina. Það heitir I Che C'E C’E og er á númer 11 við Via Magalotti. Gengið er meðfram Palazzo Vecchio inn Borgo dei Greci og þar er Via Magalotti önnur þvergata til hægri. Það er ekki nafnið eitt. sem er sérkennilegt i I Che C'E CE. Allt er þar af miklu ímyndunarafli, húsgögn. innréttingar og matreiðsla. Þetta er santl ekki gert fyrir túrista. þvi að staðurinn er sóttur af Flórensmönnum einunt. Frægt er rósa-risotto með raunveru legum rósailmi og önnur hliðstæð risotto nteð hinum og þessum ilnti úr sveitinni. Veislan í 1 Che C’E C'E ætti að kosta unt 8.000 krónur. Það fer vel á. að báðir þessir sérkenni legu staðir eru i hjarta borgarinnar. rétt við ráðhúsiðog Uffizi-safnið. Jónas Kristjánsson (Antico Fattore da Luigi L'C'oco. Via Lambertesca I, simi 26 12 15. lokuð laugardaga og I ágústl II Che C’E C'E, Via Magalotti 11 r. simi 26 28 67, lokað sunnudagskvöld og mánudagal. 1 næstu Viku: Dino 48. tbl. ViKan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.