Vikan


Vikan - 27.11.1980, Page 28

Vikan - 27.11.1980, Page 28
Texti: Jónas Haraldsson — Ljósm.: Ragnar Th. Skriftir eru engin guöleg innspírasjón: „Þetta er andlegt stripptís ” -segir nýr höfundur, Fríða Siguröardóttir „Hvað gerir menn að skáldum? Fjölmiðlar kannski? Þeir geta gert það. Þeir geta blásið fólk út og eyðilagt það. Nú og stundum kannski hjálpað því. En í raun og veru gera þeir þig ekki að alvöruskáldi, heldur fjölmiðlaskáldi og þar er dálítill munur á." ..Smásagan cr lítiö notuð. útgel' entlur segja aö hún seljist ekki.” sagöi Fríða Sigurðardóttir. „Þaö er þvi ekki auðveldasta leiðin að byrja sinn feril sem smásagnahöfundur. Betra væri að klamhra santan skáldsöguræfli. En ég er ekki þar nieð að segja að ég sé góður smásagnahöfundur. En þetta er erfiðari leið. Annars var ég ekki í vandræðum með að korna mínum sögum á framfæri. Ég fór lil Olivers Steins og hann tók þetta strax. Hann er ákaflega traustur maður. Þaðstenst þaðsem hannsegir.” En af hvcrju smásöguformið? „Jú. þú færð hugmynd og formið og hugmyndin passa saman. Önnur 28 ViKan 48. tbl. hugmynd er t.d. leikformið. Efnið kallar á forni. ekki öfugt. En efni smásögunnar má ekki verða of langdregið. Mörgunt þykja minar sntásögur e.t.v. of langar. E11 smásagan er stemmning. hugmynd. sem þú þarft að koma á framfæri. Sntá- söguformið hentar sliku. í annan staö sérð þú kannski leik fyrir þér og sernur leikrit. Meira efni þarfnast skáld- sögunnar. annaðhvort lítillar eða stórr ar." Andlegt stripptís „Ég var eins og fleiri íslendingar ákveðin í þvi að skrifa þegar ég var litil. En fyrst verður ntaðuraðöðlast reynslu. lífsreynslu. Mig langaði til að mennta mig. Það er ómögulegt að mínu mati ef konur liafa ekki starfsmenntun og próf. Ég lét þvi skrifin bíða þar til aðstæður voru fyrir hendi og ég var tilbúin. En það að gerast rithöfundur er eins og að fleygja sér frant af háu bretti i iskalda sundlaug. Sumir geta kannski fengið krampa og drukknað. En maður tekur sénsinn. Þetta er þrælavinna eins og allar skriftir. engin guðleg innspirasjón. En sem sagt. nú er ég tilbúin til að henda mérfram af brettinu. Maður verður að gefa mjög mikið at' sjálfum sér. Þetta er eins og andlegl stripptís hjá þeirn sem gera þetta af alvöru. Stundum hef ég vissulega óskað mér að ég væri laus við þessa þörf. Svo er maður aldrei ánægður. Getur aldrei gert nógu vel. En þrátt fyrir að ég hafi hent mér fram af brettinu vil ég fá að halda mínu einkalifi að svo miklu leyti sem þaðerhægt. Ég segi þaðsemégþarf að segja i sögum mínum og hef engu við þaðaðbæta. Ég tek þetta eins og hverja aðra vinnu og hef alltaf lausan tírna. Ég vinn við skriftir frá kl. 1-5 á daginn. Þess utan er ég húsmóðir. prófarkalesari eða hvað sem til fellur. Ég hef riflegan stuðning frá manni minunt og synir minir eru komnir vel á legg. annar raunar orðinn

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.