Vikan


Vikan - 27.11.1980, Side 43

Vikan - 27.11.1980, Side 43
Þjóðlegur f róðleikur Svo margvíslegum telags- störfum hefur Steindór sinnt um ævina að hér verða aðeins nefnd nokkur dæmi. Hann sat lengi í bæjarstjórn á Akureyri og á Alþingi. fyrir hönd Alþýðu- flokksins, en í þeim flokki hefur hann gegnt ýmsum trúnaðar- stöðum. Steindór var formaður Ferðafélags Akureyrar. formaður Norræna félagsins á Akureyri. Ræktunarfélags Norðurlands. Sálarrannsókna- félagsins á Akureyri og Skógræktarfélags Evfirðinga. Þannig mætti lengi telja. Daníel Bruun hét mað- ur sem var einn fyrsti höfundur leiðarlýsinga á íslandi. Skömmu eftir síðustu aldamót komu út eftir hann tvö hefti. en aðalút- gáfan af verkum hans kom út um 1920. Steindór Steindórsson samdi lýs- ingu á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur í þann mund er hún var orðin fær bílum. Leiðarlýsing Steindórs. sem kom út 1936. var sú fyrsta sem gefin var út eftir að aðalútgáfa verka Daníels Bruuns kom út. Örlygur Hálfdánarson fékk Steindór síðar til að sernja textann fyrir Vegahandbókina. sem út kom árið 1973. Kveðst Örlygur hafa fengið hugmyndina að þeirri bók eitt sinn er þeir voru samferða norðan úr landi ,.og Steindór samkjaftaði ekki um þá staði sem fyrir augu bar". Breyttur ferðamáti Allt frá heimkomunni að loknu námi hefur Steindór stundað gróðurrannsóknir víðs- vegar á íslandi. Hann átti þátl í gróðurkortagerð á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins í hátt á annan áratug og ferðaðist sökum þessa um hálendið þvert og endilangt. Fyrir seinni heimsstyrjöldina var að sjálfsögðu einvörðungu ferðasl á hestbaki og gist í torl' kofum í óbyggðum. Þetta voru gangnakofar og í þeim var -hæfilegur draugagangur" að sögn Steindórs. -Það er ákaflega mikið l'ariö af sjarmanum yfir hálendinu. I'rá bvi hætt var að ferðast á gamla niátann," segir Steindór. Hann r p Sft! 1 - ■Tj 1 wmsmuam Æk v,, rri Landið þitt í 8000 uppsláttarorðum Steindór Steindórsson frá Hlöðum er mörgum kunnur sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri í sex ár. Margir þekkja einnig þýðing- ar hans og ritverk, þar á meðal annað bindi bókarinnar Landið þitt. Steindór fæddist að Möðruvöllum árið 1902, en ólst upp á Hlöðum í Hörgárdal og kennir sig við þann bæ. Hann nam náttúrufræði og_ grasafræði við háskólana í Kaupmannahöfn og Osló og hóf kennslustörf við Menntaskólann á Akureyri að loknu námi haustið 1930. Þar lauk hann langvarandi fræðslustarfi sínu sem skóla- meistari árin 1966 til 1972. segir að viða sé búið að spilla náttúrunni úr hófi l'ram. til dæmis sé búið að stórspillu Landmannalaugum. Ferðamátinn breyltist upp úr stríðslokum. Steindór l'ór fyrstu ferðina með grasarannsókna- mönnum árið 1955 og var sú ferð öll farin á hestum. El'tir það var bíll hafður með í ferðinni, og um 1960 var hesturinn alveg úr sögunni. Steindór hætti þátt töku í gróðurrannsóknaferð unum árið 1967 er hann tók við skólameistarastöðunni. Steindór kveðst ekki mundu hafa lagt i að skril'a annað bindið af ritinu Landið þitt el' hann hefði ekki ferðast svo mikið um hálendið. Hin mikla vfirferð gerði Steindóri kleift að sjá svo til alla staði sem nefndir voru í bókinni. Um það leyti er Steindór var að taka við stjórn Mennta skólans á Akureyri bað Þorsteinn Jósepsson hann að líta I vrir sig yfir vissa hluti í handriti að bókinni Landið þitt. Þorsteinn gekk frá þeirri bók i kapphlaupi við dauðann og kom hún út árið 1966. 48. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.