Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 4
Texti: Anna Ljósm.: Ragnar Th.
Það liggur í loftinu:
Útvarp Reykjavík í
Ástralíu og Japan
Fæstir áhugahlustaranna
eru radíó-amatörar.
Fólk frá 10 löndum
skrifaði til Ríkisútvarpsins
í desember einum saman!
Þessi lönd eru: Suður-
Afríka, Finnland,
England, Ástralía,
Holland, Belgía, Svíþjóð,
Ítalía, Þýskaland og
Japan.
„Sumir senda segulbands-
spólur. Það eru einkum
Japanirnir og Bandaríkja-
menn. Þeir eru svo tækni-
lega sinnaðir.”
Dagur Vilhjálmsson,
suðurskautsfari sem
getið er í greininni, var
lengi starfsmaður við fjar-
skiptastöðina í Gufunesi.
Hann vann þar áður en
hann fór fyrst til Suður-
skautslandsins og einnig
eftir fyrstu ferðina
þangað. Nú er hann
líklega enn á suður-
skautinu, en fer að koma
til Andrew Elwell hvað
af hverju. Stefán Arndal
sagði okkur að íslenskir
radíó-amatörar hefðu náð
sambandi við Dag á
Suðurskautslandinu núna
í desember.
Það liggur reyndar ekki í loftinu heldur fer með ógnar-
hraða um himinhvolfið. Það sem hér um ræðir eru
útvarpsbylgjursem endasendast um loftin blá og hafna
að lokum í ótal útvarpstækjum um heim allan.
Sagt er að heyrist í íslenska útvarpinu alla leið til
Japan, Suður-Afríku og Ástralíu, og auðvitað fór
Vikan á stúfana til að athuga hvað væri hæft í þessu.
Það var alveg hárrétt og þar með lauk rannsóknar-
blaðamennsku Vikunnar, en sagan er samt ekki öll.
Margt fróðlegt og skemmtilegt er hægt að segja um
þessi útvarpssamskipti okkar við umheiminn. Mannleg
samskipti og ósýnilegar útvarpsbylgjur eru alls ekki
svo óskyld mál.
kynningar (dánarfregnir geta oft verið
engu minni fréttir en þær sem eru lesnar
í fréttatíma), síðan veðurlýsingar um allt
landið — kannski eru einhverjir ættingj-
ar að sóla sig að sumri eða bagsa í snjón-
um að vetri, hver veit? Fréttatíminn á
kvöldin er sá ítarlegasti í 17 tíma út-
sendingu hljóðvarpsins og fréttaaukar
geta haft mikið upplýsingagildi. Þar að
auki getur fólk nú heyrt einn dagskrárlið
að kvöldi, „Á vettvangi”, „Um daginn
og veginn”, „Veistu svarið” eða „Félaga
Don Camillo”, allt eftir því hvenær
vikunnarer hlustað.
Að safna útvarpsstöðvum
En hvers vegna í ósköpunum skyldu
„IVIörg ár eru siðan farið var að
senda út hádegisfréttir á stuttbylgju til
sjómannanna okkar á hafi úti,” segir
Stefán Arndal, stöðvarstjóri i Gufunesi.
Flann er manna fróðastur um þessar
sendingar. „Skip og bátar á siglingu
umhverfis landið hlusta aðallega á Út-
varp Reykjavík á langbylgju, en þó sjálf-
sagt í einhverjum tilfellum á FM-út-
sendingar. Skip sem fjær eru, aðallega
þau sem eru á siglingu til og frá landinu,
hlusta á stuttbylgjuútvarpið. Þarna er
um að ræða skip sem sigla til hafna í
Evrópu og Ameríku og jafnvel til
Nígeriu.”
Undanfarin ár hafa siðan komið fram
óskir frá Islendingum erlendis að njóta
góðs af þessum sendingum. Fládegis-
tíminn hentar flestu þvi fólki illa. Þegar
klukkan er 12 á hádegi á lslandi eru
flestir lslendingar i Evrópu við nám eða
vinnu og fólkið á austurströnd Banda-
ríkjanna að nudda stírurnar úr
augunum, en þeir lslendingar sem
búsettir eru á vesturströndinni enn í
fasta svefni. Til að koma til móts við
óskir þessa fólks, og jafnframt að halda
áfram að þjóna sjómönnum á hafi úti,
ákvað Ríkisútvarpið að færa
útsendingartímann yfir á kvöldfrétta-
tlmann og jafnframt að lengja hann úr
40 mínútum í 1 og 1/2 klukkustund.
Þannig gefst þeim lslendingum sem ná
þessum sendingum kostur á að hlusta á
dagskrá Ríkisútvarpsins frá kl. 18.30 til
kl. 20.00 á kvöldin. Þeir heyra til-
Sei Fukushima frá Tokfó
4 Vikan 6. tbl.