Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 20

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 20
„Ég heyrði það," sagði ég. Klaus leit á Harry. „Drífðu í þessu, Harry: billinn. einkennisbúningarnir, logsuðutækið og kassarnir. Ég vil að aðgerðir hefjist á laugardaginn eftir viku, klukkan þrjú að morgni. Þú ræðir öll nauðsynleg smá- atriði við herra Lucas annað kvöld. Hvar ætlarðu að hitta hann?" Harry klóraði sér i skegginu meðan liann hugsaði. „Klukkan niu annað kvöld i Golden Rose mótelinu við hraðbrautina til Frisco." Hann leit á mig. „Þekkirðu það?” „Ég finn það." „Spurðu um kofa sex." Hann glotti undirfurðulega. „Þeir þekkja mig þar.” Hann stóð upp og fór út. „Ertu ánægður?" spurði ég Klaus. „Ef Harry hefur ekkert við þetta að athuga færðu greiðsluna eins og um var samið.” Hann dró þykkt umslag upp úr skúffu. Svo opnaði hann umslagið og tók upp skuldabréfin. „Tvö hundruðog fimmtíu þúsund dollarar. herra Lucas. Skoðaðu þau." Hann ýtti bréfunum yfir skrifborðið. „Þau ættu að verða þér hvatning." Ég tók upp bréfin. Upphæðin á þeim öllum var tultugu og fimm þúsund dollarar. Tiu stykki. margir virtust hafa handfjatlað þau. Ég setti þau aftur á skrifborðiðog Klaus tók þau upp. „Þú færð þessi bréf á skrifstofuna þina i næstu viku ef Harry getur full- vissað mig um að það verði engin vand- kvæði á aðgerðinni." Ég tók upp skjalatöskuna rnina og stóð upp. „Engir peningar. . . . engar aðgerðir," sagði ég. „Þú færð peningana ef ekkert er að. Ég býst ekki við neinum erfiðleikum af því að dæma sem þú segir mér. Farðu varlega þegar þú færð bréfin. Ef þú skyldir ákveða að fórna lífi kven- mannsins og stinga af þá skaltu láta það ógert.” Aftur afmyndaðist andlit hans i grettu. „Héðan i frá verður fylgst með þér. Ég hef heilt kerfi á mínum snærum. ekki bara þrjá menn. Þú kemst ekki langt ef þú reynir að stinga af og endalok þín verða ekki skemmtileg.” Dökkgrá augun glömpuðu. „Þeir skera af þér hendurnar. blinda þig og skera úr þér tunguna. Svo verðurðu skilinn eftir og látið blæða út. Svo þú skalt ekki reyna nein brögð, herra Lucas." Þá vissi ég að hann var fullkomlega geðveikur. „Ég heyri til þín," sagði ég og yfirgaf liann. Éggekk fram i anddyrið. Benny stóð við útidyrnar og urraði að mér. „Við sjáumst, skepna,” sagði hann. Ég fór út. Joe sat í bílnum sínum og lék á munnhörpuna. Um leið og ég settist við hlið hans i framsætinu hugsaði ég þakklátur um það að Klaus væri ekki jafnsnjall og Joe sagði hann vera. Ég tók áhættu. Hvorki Klaus, Harry né Joe höfðu hugmynd um að ég væri með segulbandstæki byggt inn i lokið á skjalatöskunni minni og að nú hefði ég segulbandsupptöku af hverju orði þeirra. Joe var þögull meðan hann ók að hraðbrautinni. Ég leit á hann og sá svart og sveitt andlitið í skímunni frá mæla- borðinu. Hann leit út eins og ég hafði vonast eftir, likt og maður t þungum þönkum. Þegar við vorum komnir á hraðbrautina og á leiðinni til Sharnville sagði ég: „Foringinn þinn er ánægður, Joe. Við brjótumst inn i bankann klukk- an þrjú næsta laugardagsmorgun.” Hann rumdi, áhyggjusvipurinn á and- liti hans jókst en hann sagði ekkert. Það var ekki fyrr en við nálguðumst húsið sem ég bjó í að ég sagði: „Komdu inn og fáðu þér sjúss með mér, Joe, eða áttu stefnumót?” Hann starði andartak á mig. Ég sá hvítuna i augum hans. „Ertu að bjóða mér að drekka með þér, herra Lucas?” Það var undrun í rödd hans. „Sjáðu nú til, Joe. Við erum allir i þessu máli. Með heppni verðum við ríkir.” Ég lagði áherslu á orðið heppni. „Hættu þessari þvælu, ekki kalla mig herra .. . kallaðu mig Larry.” Hann staðnæmdist fyrir utan húsið mitt. „Harry hefur aldrei boðið mér að drekka með sér,” tautaði hann. „Svona, komdu nú, Joe.” Ég fór út úr bílnum. „Ekki láta eins og einhver hvít- ingjasleikja.” Ég gekk yfir gangstéttina og bað þess að hann elti mig. Þegar ég var i þann mund að ýta upp glerhurðinni í and- dyrinu slóst hann í för með mér. Við fórum upp I lyftunnk Ég aflæsti útidyr- unum og steig til hliðar svo hann kæmist framhjá. Hann tvísté méðan ég lokaði og læsti. „Viskí og kók, er það í lagi?” sagði ég og gekk yfir að vínskápnum. „Flott, maður.” Hann litaðist um i herberginu og strauk svita af andlitinu með handarbakinu. „Ég næ þessu ekki. Til hvers viltu endilega gefa mér sjúss?” „Vertu ekki með þrælslund, Joe,” sagði ég óþolinmóður. „Þú ert maður eins og ég og við eigum að vinna saman. Sestu niður, í almáttugs bænum!” Hann tuldraði eitthvað við sjálfan sig, settist í hægindastól og hvíldi olnbogana á hnjánum. Ég blandaði handa honum sjúss sem hefði getað rotað múlasna. Ég gætti þess að snúa við honum baki, hellti kóki í glas Sá hlœr best... handa sjálfum mér en sleppti viskíinu. Ég rétti honum glasið hans og settist gegnt honum. Ég sagði honum kæruleysislega frá því hvernig við myndum brjótast inn i bankann, sagði honum frá öllum tækj- unum og hvernig Harry væri að útvega bíl til að komast undan í. Ég fræddi hann á öllum smáatriðum og hann hall- aði sér fram og hlustaði af athygli meðan hann saup sjússinn sinn. „Þannig er það, Joe,” lauk ég máli mínu og tók eftir því að glasið hans var næstum orðið tómt. „Ef heppnin er með verðurðu kannski ríkur næsta mánu- dagsmorgun.” Hann pírði augun. „Sagði ég þér ekki að ég er aldrei heppinn, maður? Ég er búinn að vera að hugsa um það sem þú sagðir. Ég er ekki einu sinni viss um Harry lengur.” „Svona, láttu ekki svona, Joe. Þú sagðist geta treyst Harry.” „Já." Hann lauk við sjússinn og gretti sig. „Við Harry vorum i sama klefa í þrjú ár. Það er skrambi langur tími. Okkur samdi vel. Hann kom mér í sam- band við foringjann.” „Fyrir hvað sat hann inni, Joe?” „Harry? Kallinn pabbi hans var einn besti skuldabréfafalsari sem uppi hefur verið. Harry sá um skuldabréfin fyrir hann. Harry sagði mér að kallinn hefði ekki verið nógu gætinn og að þeir hefðu nappað hann og Harry. Harry fékk sex ár.” Skuldabréfafalsari! Það kom heim og saman. Ég skildi hvers vegna Klaus hafði samþykkt að borga mér með skuldabréf- um. Nú var ég þess fullviss að faðir Harrys hefði falsað bréfin! Eg leit á Joe og sá að vínið var farið að hafa sín áhrif. Nú var hann orðinn sljólegur til augnanna og strauk sér óþarflega oft um munninn með handar- bakinu. „Mér líst ágætlega á Harry,” sagði ég, „en ég er hræddur við Benny. Ég hef það á tilfinningunni að hann drepi mig um leið og peningarnir eru komnir i bíl- inn. Hann gæti líka drepið ykkur Harry.” Joe hristi höfuðið eins og hann væri að reyna að hugsa skýrar. Hann starði á mig. „Já, maður, ég fíla Benny ekki neitt.” „Áttu byssu, Joe?” „Auðvitað á ég byssu.” NolVöll IÝSGÖTU I SÍMI-10450 PÓSTHÓLF-1071 REYKJAVÍK ICELAND. MARK 10 Sjónvarps- og útvarpsloftnet fyrir skip og báta, með og án magnara. — Sænsk gæðavara. PearlcorderSD Pearlcordcr, smásnældu-upptökutækið frá Olympus. er sannkallað undratæki og vitnisburður frábærrar tækni. Model „SD" getur tekið upp ýmist 60 minútur (tíðnisvið 300—7.000 Hz) eða upp í 120 minútur (tíðnisvið 300— 4.000 Hz) og er þvi sérlega hentugt til að taka upp löng sam- töl, ræður, fyrir- lestra, umræður, o.fl. Fjölda aukahluta er hægt að fá með tækinij Allir möguleikar fyrir hendi. Komið og skoðið Pearlcorderinn i verslun okkar, og þér munið sannfærast um gæði tækisinsog notagildi. Hirsthmann LJtvarps -og sjónvarpsloftnet fyrir litsjónvarpstæki, maénarakerfi oé tilheyrandi' loftnetscfni. Ódýr loftnet og gód. Aratuga reynsla. Heildsala- Smasala. Sendum l póstkröfu. 20 Vikatt 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.