Vikan


Vikan - 05.02.1981, Side 13

Vikan - 05.02.1981, Side 13
Inni á Manhattan aést ekki mikið af börnum. En á útimarkaði eru þau með í ferðum og setja sinn afslappaða, fjölskyldulega blœ á „samkomurnar". ► Blússur eins og Grace prinsessa gangur í og peysur eins og Bo Derek notar, sjampó eins og Diana Ross < notar og .... ◄ Hann var kátur þessi surtur og þeegilegur við viðskiptavinina. Lengst tíl hægri er „gjaldkerinn" hans, sennilega litíl döttír, og hún er öfeimin að telja dollarana frammi fyrir öllum, þött fölki sé tekinn vari fyrir að láta sjá að það eigi nokkum pening. Vikan kynnir stórborgir Hvítir leggja sitt af mörítum En hinn eðli hvíti stofn hefur ekki látið sitt eftir liggja í glæpunum. Gjarn- an er hann þó í þægilegri stjórnunar- aðstöðu og lætur ræflalýðinn mislita vinna skítverkin fyrir sig. Svo eru líka eiturlyfjaneytendurnir, sem skarta öllum litum mannkynsins og fremja sín afbrot af margvíslegu tagi, bæði til að afla sér fjár til að geta haldið áfram að komast yfir gúmúlaðið og einnig af handahófi í þvi óráðsæði sem á þá rennur undir áhrifum eiturefnanna. Enn aðrir finna upp lymskulegt skálkaskjól og meira að segja spaugilegt: Ekki er ýkja langt síðan komst upp um skipulagt símavændi sem rekið var af starfs- mönnum líkhúss í borginni. Þjónustu- simi fyrirtækisins var sími líkhússins. Sem sagt: ef einhvern vantaði lúxus- mellu var ekki annað að gera en hringja i líkhúsið og þá fékk maður verslunar- vöruna heimsenda. Líkhús þótti svo ólíklegt í þessu sambandi að starfsmenn- irnir komust upp með þetta svo árum skipti áður en yfirvöldin duttu ofan á miðstöðina af tilviljun. Snýr lítt að ferðafólki Venjulegur gestur í New York verður ekki var við þetta — ekki beinlínis. Hann verður var við strangt eftirlit í búðum og hann verður var við þjófa- varnarkerfi í húsum, og hann er varaður við ýmsum hlutum, svo sem að fara ekki í ákveðin hverfi nema með sérstökum viðbúnaði, vera ekki á ákveðnum stöðum eftir ákveðinn tima að kvöldi. 6. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.