Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 36

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 36
hverjum mánuði, svo að enginn líður neitt hér, þó fátækir séu, en þeir eiga náttúrlega betra sem ríkari eru, sem ekki er tiltökumál. Hér eru tré eða eikur í kringum húsin hjá flest öllum, hjá bónd- anum, sem ég er hjá, eru 70 eikur og á þessum trjám vaxa sykursæt epli, stór og smá, sem bæði eru brúkuð í heimahús- um og seld í búðina. Sumir gjörðu hér reikning í haust upp á 3-500 krónur. Af öllu Útahlandi er farið með öll epli i Saltsjöstaden og í nóvember fóru þaðan niður til Staðanna 75 vagnar meðepli og í hverjum vagni voru 20 þús. pund og eftir var nóg í þrjátíu vagna og hvurt pund kostar hér 40 aura, og þar að auki flyst héðan mörg þúsund tunnur af hveiti og öðrum kornmat. Landiðer gott hér og veðursæld yndisleg, hér eru hunangsflugur og silkiormar. Einn gamall bóndi hér á mörg þúsund af hunangsflugum og hann fékk eftir þær í sumar af hunangi 5576 pund, hann á um 40 flugnahús og er mörg hundruð í hverju húsi, þær fljúga allar út um jörðina á daginn, nema ein er alltaf heima i hverju húsi, sú sama, og er stærst og er kölluð flugnadrotning, hinar fljúga út um jörðina og sjúga hunangið úr ýmsum eplum og bera það heim í húsið sitt á fótunum, þær eru á stærð við maðkaflugu nema lítið eitt lengri og mjórri. Pundið af hunangi kostar hér 30 aura. Stúlka ung úr Reykjavík giftist þessum manni, sem á þetta. og margir fleiri eiga hér flugur. Silkiormurinn er líkastur brekkusnigli. Hér eru dýrir hestar og múlar og ösnur, þrjú til fimm hundruð krónur, en naut og kýr og fé álíka dýrt og þar, sem það er vænst á tslandi og dýrast. Hér má búsetja sig hvurrar trúar maður sem er, ef hann er skikkanlegur í mannlegu félagi til orða og verka." Heim í trúboð Nú rennur upp sá tími í ævi Eiriks á Brúnum að hann verður fremur að teljast fyrirmynd að Þjóðreki biskupi heldur en Steinari í Hlíðum. Hann er sem sé sendur heim til tslands að boða þar mormónsku. Hann lætur prenta bók i Kaupmannahöfn með vangaveltum um trúmál og samanburð á trúar- brögðum. Þegar heim kemur er hann að vísu ekki barinn svo teljandi sé eða bundinn við stein en fær misgóðar mót- tökur: Hluti bókanna er af honum tekinn en hann fær þær aftur á konungs- úrskurði og á oft i vandræðum með að fá gistingu. Ekki var það alltaf af því að viðkomandi húsráðendur hefðu sérstaka fæð á honum, eins og eftirfarandi kafli sýnir: Kristilega kærleiksblómin spretta „Líka vil ég geta þess er á dagana dreif, er ég fór upp i Borgarfjörð. Ég fór upp á Kjalarnes og inn með Esjunni, og Bríkáms unga. Smíði er ég kom inn i Melahverfi, sögðu bændur þar að prestur hefði aðvarað fólkið við kirkjuna (sumir sögðu af stóln- um), að ef Eiríkur á Brúnum yrði hér á ferð, þá forbannaði hann bændum að lofa mér að vera, bannaði að kalla á mig inn í húsin og bauð að tala sem minnst við mig. Sums staðar, sem ég kom, var mér boðið að biða eftir kaffi, en ekki boðið inn. Svo kom kaffið út, ég saup það standandi við veggina eða settist á kálgarðinn. Ég varð að skilja bollaparið eftir á bæjarkampinum eða við bæjar- dyraþröskuldinn, því enginn maður sást úti; ég gat ekki þakkað fyrir eða kvatt fólkið, því það hlýddi prestsins skipun. Ég hélt svo áfram með bæjaröðinni. Svo fór að kvölda og dimma. og ég fór að biðja menn um næturgistingu, og var það afsvar, því prestur hafði bannað það. Svo kom nótt og dimma. og var þá komið slökkva stórveður, og hitti ég þá einn bæ, og barði ég á dyr; húsbóndinn kom út og1 spurði, hver maðurinn væri, og sagði ég rétt til min, og beiddi ég hann að lofa mér að vera; hann sagðist ekki mega brjóta prestinn af sér, því hann hefði bannað við báðar kirkjurnar að hýsa mig, ef að ég yrði á ferð. Ég sagðist ekki geta haldið lengra áfram í myrkri og stórveðri; hann sagði litið við þvi. Ég spurði hann að, hvort að ég mætti ekki liggja hér í útikofum, hest- húsið eða lambhúsi? Hann sagði: „Þau lækju öll og öll gólf forug og blaut, en það er ekki langt til næsta bæjar.” Ég sagði: „Ég finn ekki bæinn í dimmunni, og þó ég finni hann, verður mér úthýst þar líka.” Svo beiddi ég hann að lofa mér að standa í bæjardyrunum á milli hurða i nótt. Hann amaðist við því og sagði Séð yfir Salt Lake City í Utah. Allar borgir mormóna einkennast af skýru skipulagi og byggjast upp af sömu gmndvallaratriðum, og em þar með lítið villugjarnar. það ekki gott pláss. Ég sagði. að ég ætlaði þá að sitja við dyrnar hjá honum í, nótt; ég vildi heldur deyja þar heldur en úti á viðavangi. Þá segir hann: „Það er vont úr vöndu að ráða. Ég hef ekki úthýst mönnum, þó það hafi verið bjartara og betra veður en nú er; ég ætla aðskreppa inn og tala viðfólkið.” Hann var nokkuð lengi inni, þar til hann kemur og segist ætla að áræða að lofa mér að vera, en þó með því móti að ég tali sem allra minnst. Svo fór ég með honum inn, og var fólkið mjög þægilegt og gott og gaf mér mat að borða og átti ég þar þægilega nótt, og sagði ég við hann. um leið og ég kvaddi hann og borgaði honum, að þó að hann fengi ávítur hjá presti, þá mundi hann ekki gjalda jress siðarmeir, að hann íofaði mér að vera." Dýrt land í Independence Árið 1889 gafst Eirikur upp á mormónatrú og Utah og hélt heim. Að vísu mun hann hafa reynt fyrir sér með að setjast að í Independence í Missouri, en þar hafði Sveinn sonur hans sett sig niður. Eiríki þótti þar óþolandi heitt og erfitt að fá þar vinnu, þar. að auki var land fágætt „eða ókaupandi. ferhyrningsalin á 6 dollara”. Hann hélt því heim aftur og settist að hjá syni sinu, Skúla úrsmiðá lsafirði. Svívirðing eyðileggingarinnar heitir rit, sem Eiríkur gaf út árið 1891. þar sem hann segir frá því hvers vegna hann lét af mormónatrúnni eða, eins og hann segir, „sýna fram á svart og hvitt í mormóna trúnni í Utah”. Hann segir svo: Þatta hús var vetrarbústaður Brigham Young — hússins hófst 1869 og það var fullgert 1874. 36 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.