Vikan


Vikan - 05.02.1981, Síða 37

Vikan - 05.02.1981, Síða 37
r Eiríkur á Brúnum og Paradísarheimt Frœgasta bygging monnóna er án afa Tabemade i Sah Laka City. Upprunalega er þetta hof reist til þakkargjörðar fyrir mávager sem barst þarna langt inn i land og bjargaði uppskeru frumherjanna frá algerri eyði- leggingu af völdum engisprettufaraldurs árið 1848. Tabernacle er víðfrœgt fyrir frábœran hljómburð og hvolfþakið er enn hið stærsta í heimi. — Á svarthvítu myndinni er verið að reisa húsið. ískyggilegt orð „Ég var í staðnum Spanish Fork. sem að er álíka stór og Reykjavík. og í honum eru allir mormónar, nema svo sem tíundi partur fólks, sem eru Presbyterianar, Metódistar, Jósepítar, 2 flokkar Lútherana, og þeir kristnu bræður, er sig kalla svo, en þessi flokkar eru mannfáir. Þennan tíma, sem að ég var í Utah, sá ég engin hryðjuverk og heyrði ekki talað um þau. nema tvisvar kom það fyrir að kvenmenn köstuðu út þörnum og hefur það skeð, þæði hér og annars staðar í heiminum, annað komst upp, og var faðir og móðir dæmd í langt fangelsi, en hitt komst ekki upp. Flest- allir mormónar er ég kynntist við, eru skikkanlegir og vænir menn, og viðkynningargóðir, en var þar óhætt að vera á gangi í björtu og dimmu, utan- bæjar og innan, og þó að maður væri þúinn að segja sig úr þeirra trúar- brögðum. En fyrir svo sem 10-20 árum var það í mæli, að þeir hafi ekki þurft að þinda um skeinu, sem þá köstuðu þeirra trú, og sú athöfn var kölluð blóðforsonining, og er það nokkuð iskyggilegt orð. En síðan að fleiri trúar- flokkar komu þangað, hefur ekkert á þvi borið, og ekki vissi ég til að nein gömul kona væri deydd þar, þó það væri sagt hér. En sumstaðar, þegar að yngri konan kom, stukku þær eldri i burtu, eða þá í annað hús, þvi þær gátu ekki verið saman fyrir vonsku og hatri, og sögðu sumar að þær gæti ekki horft á, þegar að maðurinn sinn færi niður undir hjá hinni konunni, en hjá stöku mönnum fór það þó allvel og frið- samlega. þó að þeir ætti 2 og 3 konur; það er ekki meira en sem svarar þriðji partur af mormónum, sem eiga fleiri en eina konu; sumir menn trúa fleirkvæni ekki og sumra konur forþanna það, og sumir fá enga. Það var og er þvi nær almenn trú hjá þeim, að þeir, sem ættu flestar konur, fengi mesta upphefð í guðsríki. og byggja sitt fleir- kvæni mest á Salómon, Davíð. Abraham og Jakob; og Þórði Diðriks- syni tókst að láta mig trúa því um tíma, og það er það eina sem ég tók feil á I bók minni, útgefinni 1882. og sé ég eftir að ég hélt með því i þókinni.” Síðar í ritinu segir hann um fjöl- kvænið: „Á meðan ég var í Utah var fjöldi af fleirkvænismönnum settir I fangelsi. allir, sem þeir náðu til að handsama, en þeir voru mjög varir um sig og sumir flúðu í önnur lönd og voru þar lengi og voru sumar ungu konurnar óánægðar yfir því. Það voru 7 Islendingar, sem áttu fleiri en eina konu, en engan var þúið að setja í fangelsi af þeim nema Þórð Diðriksson, og varðist hann þeim þó lengi, en stjórnarmenn voru útséðir og slægir að veiða þændur, og fengu stór laun fyrir hvern mann, er þeir náðu. Þegar að þeir voru látnir inn í fangelsið, var rakað af þeim allt skegg og hár; allvel hafði farið um þá í fangelsinu, en er þeir enduðu fangelsið, urðu þeir allir að sverja eið að koma aldrei framar nærri nema fyrstu konunni. þó að hún væri afgömul en hinar ungar; en i mæli var það, að það hafi dottið skörð í þann eið hjá sumum og komið nærri þeim yngri.” Annað var þó verra Ekki var þó fjölkvænið það atriði, sem vinslitum olli milli Eiríks og mormóna. heldur það sem Eiríkur kallaði „Adams trúarvilluna”, en það var þegar postular mormóna ákváðu að taka upp trúnað á Adam sáluga sem væri hann guð. Það var hiti sem Eiríkur gat ekki kyngt. Sömuleiðis voru æðstu prestar mormóna með einhvers konar innsta hring sem iðkaði laumuathafnir I leynihúsi. ein- hvers konar launhelgar. Ekki kemur fram í þessari Sögu Eiríks á Brúnum hvernig þeim hefur verið háttað, en þó virðist hann hafa haft veður af því og haft skömm á: „Musteri þeirra og vígslu- hús eru ekki annað en háskólar, þar sem mönnum gefst kostur á að læra guðlast og afguðadýrkun og landráð, sem er að sverja á móti sínum landstjórum. í vígsluhúsunum troða menn undir fótunum allt heilagt, göfugt og hreint... Verst og skaðlegast er þó af öllu, að þeir sverja þessa mörgu og heimskulegu eiða og með þeim bjánalegu fingraflækjum í þessum vigsluhúsum . . . Eða hvenær hefur guð skipað að skera menn á háls, slíta úr þeim tunguna, skera þá á kviðinn og taka innýflin úr þeim (þetta eru launin, ef þeir segja frá nokkru, er í þessu óheilaga húsi gjörist).” Samt mun Eiríkur ekki hafa verið óðfús að stökkva frá Utah, því þar var lífvænlegt og veðursælt: Besta uppskeruland í Banda- ríkjunum „Lítið eitt vil ég tala frekar um Utah. Og byrjar þá fyrst á Brigham. Það var í almæli um Ameríku. að hann hafi verið einhver hinn mesti stjórnfræðingur í öllum veraldlegum framförum, og engum mundi hafa gengið betur en honum að uppfæra mormóna til eflingar og auðsuppsprettu í eyðimörkinni, og allir segja að Utah beri hans fyrir- skipuðu menjar á meðan veröld stendur, til mikillar uppbyggingar, og hann hafði verið ráðhollur og vænn við þá, er hlýddu honum, en strangur og miskunn- arlaus við þá, er ekki vildu trúa honum og hlýða. Utah er nú eitt besta uppskeru- pláss I Bandarikjunum. Það er óhætt að fullyrða það, að menn græða þar á tá og fingri, hvaða stands eða stöðu sem eru og nokkur ráðdeild er í. Margir landeignar- bændur þar leggja fyrir í banka l til 2 þúsund dollara um árið. Þar er fjöldi manna, sem á í kringum 10 þúsundir sauðfjár. Ég og margir fleiri íslendingar klipptum fyrir einn ógiftan enskan mann, Elliot. 13 þúsundir sauða og að auki 260 hrúta afbragðs fallega, allir hvítir; hann sagðist mundi fá fyrir sína ull 50 þúsundir dollara. hátt upp í 200 þúsund króna. Þó eiga sumir fleira fé. allt að 20 þús. Þar þvær enginn sína ull. Þar er ekkert pund látið í búðir, öll seld í faktorí, fyrir 'peninga út í hönd. Þar er hún þvegin, kembd, spunnin og ofin. Þar er engin ær skorin, allar deyja sjálfar út af í elli, upp á, fjölgunina, en sauðir hundruðum saman sendir á vögnum dl stórstaðanna, á 3 dollara hver. I Utah er allt af yndisblíðu veður og sjaldan vetur, nema 2 mánuði. janúar og febrúar. Nautpeningur gengur þar úti. máske fleygt rudda í sumt, en mjög margt er horað og holdlaust á vorin. Margir eiga frá 5 til 100 og líka margir frá 100 til 500 nautkindur. Þarerenginn kálfur skorinn. Þeir ganga með kúnum eins og dilkar, nema fáar kýr heima að mjólka. Mér þótti plássið þar víðahvar skemmtilegt og mér leiddist þar aldrei. Þaðan fór samt fjöldi mormóna suður til Mexikó og líka norður til Kanada." En þrátt fyrir þetta var ekki yndi að festa vestur þar. Atferli og kenningar æðstu presta mormóna voru sá höggormur sem gerði Edensgarð óbyggi- legan þessum einlæga og sjálfum sér samkvæma bónda úr Rangárþingi. Hann hélt heim til lslands og var trúr því sem honum þótti best úr lúthersku og mormónsku, eignaðist konu sem var 47 árum yngri en hann og lést í Reykja- vik árið 1900. Þá hefur hann vonandi heimtsína paradís. 6. tbl. Vikan 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.