Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 8

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 8
Þetta er svarkortifl sem þeir i Gufunesi senda til staðfestingar 6 þvi að sending hafi néðst Kvfttun eða QSL-card er það kallað. Frá Rikisútvarpinu eru þessi kort send til staðfestingar ð þvi að viðkomandi hafi náð útsendingu þess. Kanadamaðurinn Kirkland var hrifinn af blómskrúðinu á Þingvölium. Kanada, sendi bréf ekki óáþekkt mörgum þeim upplýsingabréfum sem sífellt berast. Svo þegar hann var búinn að fá svarkortið skrifaði hann aftur, var stórhrifinn af kortinu og islenskum kynningarbæklingum, sem honunt höfðu verið sendir, og sendi mynd af sér með. Og auðvitað hjá tækjunum sínum. Auk þess að vera áhugahlustari er hann líka mikill blómaræktunarmaður í frí- stundunum. Þetta eru nokkur dænti um þau mannlegu samskipti sem geta sprottið af þvi að hlusta á fjarlægar útvarps- stöðvar. Aðeins örlítið brot En hvaðan koma svo sendingarnar? Við lögðum leið okkar upp I fjarskipta- stöðina i Gufunesi, þar sem sending- arnar leggja í loftið. Þessar sendingar eru reyndar aðeins örlítið brot þeirrar starfsemi sem fram fer í Gufunesi. Þar eru tæki í hverjum krók og kima og forvitnilegt að litast um. „Hér er haft samband við allar flug- vélar sem leið eiga yfir Atlantshafið, innan þessara marka," segir Stefán og sýnir um leið linu á korti af íslandi, hafinu umhverfis landið og nágranna- löndin i austri og vestri. Allt, er hlaðið tækjum og tólum og stöðugar sendingar út og inn fara fram á enskri tungu. Fjarskiptastöðin í Gufunesi sér um samband við flugvélar á leið austur og vestur um haf, og þá er kallmerkið Iceland-Radio. Þeir hafa einnig samband við skipin, eru liður í neti strandarstöðva Landsímans, sem oft er getið í útvarpi þegar talað er um tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Þeir sem vinna við strandarstöðvarnar kalla þær aldrei öðru nafni. Kallmerkið til að hafa samband við skipin er Reykjavík-radíó. Og kallmerkið sem flestir tengja fjarskiptastöðinni í Gufunesi, Gufunes-radíó, er svo notað þegar samband er haft við bíla á landi. Sendingar á stuttbylgju En við slítum okkur frá tækjum og kortum, annarlegum kallmerkjum og fleiru fróðlegu og tyllum okkur inn á skrifstofu til Stefáns. Hann ætlar að gera lesendum smágrein fyrir hvaða tæki megna að senda útvarpsbylgjur allar götur suður fyrir höf. Eins og hann hefur þegar upplýst okkur um hófust þessar sendingar fyrir mörgum árum og með þarfir sjómann- anna okkar í huga fyrst og fremst. Sendirinn sem nú er notaður, og stýrt er frá Gufunesi, er á Rjúpnahæð. Við sjáum tækin best á myndunum með þessari grein, bæði þau sem notuð eru við stýringu frá Gufunesi og Marconi- sendinn á Rjúpnahæð. Þessar sendingar eru á stuttbylgju og eru sendar út með 10 kw styrk. Stefán getur þess í framhjáhlaupi að sendi- styrkurinn segi svo sem ekki alla söguna í þessum málum því loftnet og aðstæður allar og móttakari og móttökuloftnet koma hér inn i dæmið. Og tíðnisviðið skiptir mjög miklu máli. Einnig sjálf senditíðnin. Að hún sé hrein, það er að segja truflanafrí, er geysimikið atriði. Talsverðar truflanir eru öðru hverju á tíðni þeirri sem nú er notuð til útsendinga, sem að sjálfsögðu veldur því að sendingarnar nýtast ekki sem skyldi. Unnið er að því að fá sem besta mögu- leika til þess að koma útvarpsdagskránni til þeirra sem ætlunin er að þjóna. Áhugahlustarar eru ekki inni í þvi dæmi, heldur einungis Islendingar erlendis og sjómenn á hafi úti. Þar verður að vinna vel að og fylgst er gjörla með því hvernig þessar sendingar heyrast á íslendingaslóðum eystra og vestra. 8 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.