Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 62

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 62
Kæri Póstur. Vildirðu vera svo yndislega vænn að svara hér tveimur spurningum sem mér þætti vænt um að fá svar við: 1. Hvers konar nám þarf maður að ganga í gegnum ef maður ætlar í sálarfræði? 2. Hvernig stendur á því að ekki hefur ennþá komið plakat af besta fótboltaliði heims: bikarmeisturunum 1979 og 1980 — FRAM? Siggi sálarflækja Þú þarft stúdentspróf til að fara í sálarfræði og það er hægt að taka eftir ýmsum leiðum, í mennta- og verslunar- eða fjöl- brautaskólum. Síðan getur þú farið í nám í sálarfræði við Háskóla íslands og lokið BA- prófi í sálarfræði. Það er 3 ára nám. Það er illt með Frammarana. Pósturinn skal koma þessari ábendingu alvarlega á framfæri við ritstjórn og svo skulum við sjá hvað setur. Ef maður kyssir stráka Kæri Póstur! Ég vona að þú getir frætt mig svolítið. Rifnar meyjar- haftið ef maður kyssir stráka? Ég vona að Helga sé södd en hún fær bréfið ekki fyrr en búið er að birta það. Vikan er besta blaðið á sölumarkaðinum, eða þannig sko. ??? P.S. Hvað lestu úr skriftinni (ég er eldri en 12 ára)? Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að meyjarhaftið rifni þó þú kyssir stráka. Hins vegar getur kossaflangs leitt til þess að stelpur og strákar fari að sofa saman og þá er meyjarhaftið í hættu. Þú ættir endilega að reyna að fræðast meira um þessi mál. Þú getur spurt um bækur um ungt fólk og kynlíf á bóka- söfnum, því best er að vera vel fróður um þessi mál. Pósturinn er alveg hjartanlega sammála þér um Vikuna og les hana alltaf. Úr skriftinni les Pósturinn óþolinmæði og dálitinn barna- skap en reglulega gott skap. Dægurlagasöng- nám Kæri Póstur! Við erum hérna tvær sem langar til að læra dægurlaga- söng en vitum ekki hvert við eigum að snúa okkur til að komast að hvort við höfum hæfileika og yfirleitt hvort hægt er að ,,læra” dægurlaga- söng. Og svo kemur gamla rullan. Góðar fréttir Goggi! Hún Stina okkar er búin að trúlofa sig! Kynsjúkdómar og tíðahringurinn Halló, kœri Póstur, og gleðilegt ár. Ég ætla aðeins að spyrja þriggja spurninga. 1. Er hægt að fá kynsjúkdóma án þess að hafa haft samfarir? 2. Hvenær er svokallaða ,,örugga" tímabilið í tíðahringnum (þ.e.a.s. fyrir eða eftir tíðir)? 3. Er óeðlilegt að hafa ekki reglubundnar tíðir ef maður hefur haft tíðir í tvö ár? Jœja, ég vona að þú svarir þessu bréfi. Með fyrirfram þökk ef þetta bréf birtist á síðum Vikunnar. P.S. Vikan er gott fjölskyldublað og Pósturinn alveg ágætur. S Langalgengasti kynsjúkdómurinn hér á landi er lekandi. Því næst kemur sárasótt eða sýfilis. Báðir þessir sjúkdómar smitast með sýklum. Lekandasýkillinn getur aðeins komist inn í líkamann gegnum tilteknar slímhúðir, það er að segja í þvagrás, leghálsi, endaþarmi og augum. Talið er því sem næst óhugsandi að kvenfólk geti smitast af lekanda öðruvísi en við kynferðislegar samfarir. Hins vegar er fræðilegur möguleiki á að karlmenn geti smitast af klósettsetu ef lekandasjúklingur hefur setið þar skömmu áður og skilið eftir graftardropa með sýklum. Sárasóttin smitast einnig yfirleitt við samfarir. Bakterían sú getur hins vegar komist hvar sem er inn í líkamann og dæmi eru til þess að sárasótt hafi smitast með kossum og öðru nánu samneyti við sárasóttarsjúkling. Bæði lekanda- og sárasóttarsýkillinn þurfa raka til þess að geta lifað og deyja fljótt ef þeir þorna. Þess vegna er smitun með öðrum hætti en við samfarir svo til óþekkt hjá fólki sem ■ býr við heil- brigða lífshætti. Notkun gúmmíverju (smokks) er allgóð vörn gegn lekanda ef gætilega er farið. Langbest er að forðast samfarir við fólk sem maður þekkir ekkert til en skárra en ekkert er að þvo sér vandlega með sápu og vatni strax eftir samfarir ef grunur leikur á að rekkjunauturinn hafi kynsjúkdóm. 2. Því miður er varla hægt að tala um öruggt tímabil á tíða- hringnum. Það stafar af því að egglosið fer ekki alltaf fram á sama tíma á tíðatímabilinu og það ekki síst ef blæðingar eru óreglulegar. Egglosið á sér venjulega stað tveim vikum eftir byrjun blæðinga. Eggið getur frjóvgast allt að 24 tímum eftir að það losnar úr eggjastokk, en ekki lengur. Til öryggis er bætt við tveimur til þremur dögum hvorum megin við egglosið þannig að „hættulega” tímabilið er frá 12. til 16. dags ef tíðahringurinn er 28 dagar. (Tíðahringurinn er reiknaður frá 1. degi blæðinga til 1. dags næstu.) „Örugga” tímabilið ætti þannig að vera frá 1. til 11. dags og frá 17. til 28. dags. En eins og áður sagði er þetta mjög ónákvæmt og útilokað með öllu að reiða sig á það sem getnaðarvörn. 3. Blæðingar eru yfirleitt óreglulegar fyrstu árin. Það er einstaklingsbundið hve langur tími líður áður en regla kemst á. Ekkert er óeðlilegt við að blæðingar séu óreglulegar fyrstu þrjú til fjögur árin. Einnig getur blætt mismikið frá einum tíðum til annarra. Segja má sem svo að líkaminn þurfi góðan tíma til að venjast þeim gífurlegu breytingum á starfsemi sinni sem eiga sér stað við kynþroska. 62 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.