Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 7

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 7
t Utvarp Kormákur Kjartansson við stjómtœki útsendingarinnar i Gufunesi. Fjœrst okkur efst til hœgri er aðaltækið. islenskra blaða fyrir nokkrum árum er hann lagði leið sína til Suðurskauts- landsins fyrstur tslendinga. Jólasveinar einn og átta 1 bréfinu sjálfu segir Andrew að hann hafi haft mjög gaman af að ná Rikisut varpinu íslenska. Hann tilgreinir aldur (30) og starf. Það gera margir áhuga- hlustaranna einnig. Síðan segir hann hvað honum hafi fundist um dagskrána og er mjög hrifinn af harmóníkuþættinum sem hann náði að hlusta á. Andrew hlustaði á Rikisút- varpið þann 15. desember síðastliðinn En margt kemur spaugi- legt fram i skýrslunni hans og greinilegt að misskilningur út af tungumálinu getur orðið býsna skemmtilegur stundum. Honum þótti greinilega skrýtið að heyra karlmann syngja „Oh mv darling Clementine” og börn hlæja að. Hvernig á hann líka að vita að það er jólalagið okkar, Jólasveinar einn og átta ...?' Meiri var þó undrun hans þegar siminn fór að hringja í sífellu í dagskránni. Kona talaði kannski smá- stund en var óðar trufluð af símhringingu. Svo voru leikin örstutt brot úr lögum af og til, mjög sundur- laust. Ofsalegt trommulag kom líka við sögu. Það er varla von að Andrew Elwell viti að á sunnudagskvöldum er þátturinn Veistusvaridá dagskrá. Andrew kemur fram ósk um að send verði út dagskrá á ensku þó ekki væri nema einu sinni i viku á auknum styrk. (Margir fleiri hafa látið sömu ósk í ljós.) Hann endar, eins og margir aðrir, á að gefa útsendingunni einkunn og þykir hlustunarskilyrði hafa verið nokkuð góð. Margir hafa lent á góðum útsendingum, en margt kemur auðvitað inn i þá mynd. Veðurfar mun ekki skipta miklu máli en margt annað þeim mun meira, hvort hlustað er á nóttu eða degi og meira að segja sólblettir. Mestu virðist varða að velja rétta tiðni miðað við útsendingartíma, vegalengd og ótal margar aðstæður. En um slík mál skal ekki fjölyrt. Tækin, fjallið og hann sjálfur Margir áhugahlustaranna eru mjög vel búnir tækjum og sumir senda jafnvel greinargóðar lýsingar á tækjunum í smæstu smáatriðum. Allir geta þess á hvernig tæki þeir hafa náð sending- unum, enda er það liður i þeim stöðluðu upplýsingum sem hver og einn gefur. Sumir senda meira að segja myndir af sjálfum sér við tækin eins og hann Gtinther Bonner frá Þýskalandi, sem hefur látið prenta póstkort af sér hjá tækjunum. Og japanskur strákur, Sei Fukushima að nafni, gerir gott betur og sendir eina mynd af sjálfum sér, aðra af tækjunum og þá þriðju — auðvitað — af fjállinu fræga Fujijama. Sumir skrifa oftar en einu sinni. M. Kirkland. ellilífeyrisþegi i Ontario. Sigurður Ólafsson, starfsmaður á Rjúpnahœð, við 10 kw sendinn. Lars Jakobsson stöðvarstjóri útskýrði tækin fyrir okkur, það sem virðist skápur rétt aftan við Sigurð er í raun „hjarta" sendisins. Sumir láta prenta kort. sem þeir senda stöðvunum þegar þeir ná þeim á tækin sín. Það gerði Giinther Bonner frá Þýskalandi. 6. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.