Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 27

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 27
Smásagan ókvenlega inn og skellti hurðinni aftur um leið og hún settist. Hún varð að komast i burtu áður en Derek kæmi og eyðilegði allt. „ Voff," muldraði djúp, dimm rödd í hægra eyra hennar. Kate, sem leit rétt aðeins upp, skelfdist þegar hún sá eitthvað sitja fyrir aftan sig. Það var svart með skuggalegt andlit og sat í aftursæti bilsins. Augu þess loguðu í algjöru myrkrinu og sjálflýs- andi tennurnar skinu bak við heitan andardráttinn. Kate öskraði en það kom: aðeins örlítið hljóð. — Hún sat alveg kyrr, lokaði augunum og baðst fyrir. Þetta var auðvitað skrímsli. Pete settist í bílstjórasætið og kveikti á ljósunum og hringlaði í lyklunum án þess að virðast taka eftir neinu óvenju- legu. Kate opnaði hikandi augun. Ætti hún að láta hann vita? Eða vissi hann það? Ó, nei . . . Hún fylltist skelfingu þegar Pete sveiflaði hendinni kæruleysislega aftur í myrkrið bak við sig. „Góður strákur, Jason. Leggstu niður, við erum að fara af stað. Heyrðu annars, þetta er Kate. Kate, þetta er Jason.” Kate neyddi sjálfa sig til að snúa sér og veita viðtöku slefandi kossi skrimslisins á kalda kinn sína. En hvað hún gat verið vitlaus. Skrímsli? Aðeins Asatian hundur, það var allt og sumt. Heimferðin var kyrrlát og viðburða- laus og Kate vandist við heitan andar- drátt Jasons sem yljaði nakta handleggi hennar. Hún fór á undan upp brakandi stigann að litlu íbúðinni sinni sem var efst uppi í þröngu húsi sem einu sinni hafði verið glæsilegt. „Þetta er ekki stórt,” muldraði hún um leið og hún opnaði dýrnar, „en þetta er heimili. Og það er mitt. Komdu inn, Pete, gerðu svo vel.” Hún sá stór augu sem hvíldu ásakandi á henni og bætti við: „Ó, og auðvitað Jason líka!” Pete leit út fyrir að líða ágætlega þar sem hann sat í stóra hægindastólnum með loðið andlit Jasons hvílandi á út- teygðum fótum sínum. Eitthvað innra með Kate rak hana fram í litla eldhúsið, en ekki fyrr en hún hafði bundið svuntu varlega yfir nýja kjólinn sem undir- strikaði hið nýja líf hennar. „Vinnufötin mín,” sagði hún og glotti til Pete um leið og hún kom fram úr svefnherberginu. „Ekki get ég eldað í gluggatjöldum.” „Eh — get ég — eh — ekki gert eitthvað?” Hann stóð hjálpsamur upp og höfuð Jasons skall á gólfið. „Gert eitthvað?" Kate skildi ekki við hvað hann átti. Derek sat bara alltaf þarna og skýrði frá hugsunum sínum og skoðunum, þegar hún eldaði handa honum. „Eins og hvað?” spurði hún hissa. „Flysjað kartöflur eða þvegið upp matarílátin síðan í gærkvöldi? Eða hvernig væri að ég legði á borð?” Viðkunnanlegt og venjulegt andlit hans geislaði af hlýju þegar hann stóð við hliðina á henni. Svo gerólíkur Derek, hugsaði hún og fékk sting í hjartað. Engin vel sniðin jakkaföt og flekklaus skyrta; hárið ekki lagt og ekki minnsti þefur af rakspíra. Pete var klæddur ópressuðum galla- buxum og peysu sem muna mátti fífil sinn fegri. Jakkinn sat á meðalstórum öxlum og munnurinn var vingjarnlegur, bogadregin lína. Augu hans voru dimm- brún og djúp og í þeim eitthvað sem örvaði hjartslátt Kate. Hún sneri sér undan, opnaði kæli- skápinn og var ekki með sjálfri sér. „Hnífarnir eru í skúffunni í bókahill- unni,” sagði hún óstyrkri röddu og hlust- aði á hjartslátt sinn. Pete lagði á borð, fann plötuspilarann, bað um leyfi til að velja plötu og setti á uppáhaldsplötu Kate. Hann hallaði sér upp að dyrastafnum og horfði á hana elda og Kate fann sérstaka unun umkringja sig með snarkandi lauklykt- inni og gufunni af kartöflunum. Hún tók fram flösku af ódýru rauð- víni sem hún hafði unnið I happdrættinu á skrifstofunni á páskunum og hafði ekki þorað að sýna sælkeranum Derek. Pete brosti við því og strauk flöskuna með grönnum, viðkvæmnislegum höndum til að hita hana áður en hann drægi korkinn átakalaust og mjúklega úr henni. „Kate,” sagði hann lágt, „ég hef aldrei hitt neina eins og þig áður.” Jason leit ásakandi upp. „Ég meina við höfum aldrei...” Pete brosti glettnislega og Kate fann að hún roðnaði en hrærði kappsamlega í sós- unni. Áður en þau settust til borðs bar Pete diskana inn í setustofuna þar sem allt var í óreiðu. Kate mundi eftir hálf- brunnu kerti I skápnum hjá rafmagns- mælinum og setti það í tóma bjórflösku sem Derek hafði skilið eftir bak við hægindastólinn kvöldið áður. Og Pete hafði tínt rós einhvers staðar — purpurarauða, yndisfagra, sem vermdi hjarta Kate þegar hún sá hana. „Fann hana í blómakassa í glugga þegar ég skrapp út með Jason áðan,” sagði Pete skömmustulegur. „Mig langaði að leggja eitthvað fram.” „Hún er — ó, hún er yndisleg.” Kate fann að hún táraðist. Hvenær hefði Derek tekið þá áhættu að lenda í fangelsi fyrir að stela rauðri rós til að hafa á matarborðinu? Hún deplaði augunum á tárin og setti steikina á diskana. Jason sleikti út um en var rekinn inn í svefnherbergi og dyrun- um lokað. „Þú ert stórkostleg, Kate,” sagði Pete feimnislega þegar hann var að ljúka við aðalréttinn. Kate faldi ánægjubrosið. „Mér fannst baunirnar vera aðeins ofsoðnar —” „Alveg frábært.” Rödd Petes var óskýr og hann skar í jarðarberjatertuna. Nokkru seinna sátu Pete, Kate og Jason hálfdormandi með kaffi og koníak við höndina og ræddu um fréttir, viðhorf sín og bernsku. Draumar og áætlanir voru næst á dagskrá en komust ekki að því að Derek gekk skyndilega inn. „Catherine!” Hann stóð eins og tarfur, hausinn niður, fæturnir eins og greyptir ofan í gólfteppið. „Hvað er á seyði? Ég fór til Pennyjar en hún vissi ekki hvar þú værir og þá mundi einhver eftir að hafa séð þig fara með einhverj- um náunga. Ég flýtti mér í bílinn og hérna er ég. Og hver er þetta?" „Voff.” Jason greip ógnandi fram i. Derek hoppaði aftur á bak. „Guð minn góður! Viltu gjöra svo vel að hafa stjórn á þessu þarna?” Pete stóð upp og Kate hugsaði: Almáttugur, hartn er ailur í uppnámi, hann er ekki eins sterkur og herskár og Derek. Hann er viðkvœmur og mig langarað hugsa um hann og... „Þetta er Jason,” sagði Pete með daufu brosi. „Ég er Pete Richards og...” „Komdu þér út,” skipaði Derek með fyrirlitningu. „Farðu út!” Hann rak augun í autt borðið og augun glenntust upp. „Guð minn góður! Þið hafið borðað T-bein steikurnar! Þær voru ætlaðar mér!" Kate stóð upp og var skyndilega róleg og örugg. Hún brosti við Derek, tók um handlegginn á honum og leiddi hann að dyrunum. „Þær voru það einu sinni, Derek,” sagði hún lágt, „en ekki lengur. Þú ert gráðugur og þú ert eigingjarn og ég hef aldrei elskað þig. Ég hélt bara að ég gerði það. Farðu. Og komdu ekki aftur.” Hún sneri sér við, gekk að borðinu og byrjaði að taka saman óhreina diskana. Derek var hvitur af bræði og vantrú. Þögnin hélst i fimm sekúndur, svo hvæsti hann; „Guð minn góður! Þú ert orðin vitlaus! Þú hefur náð í þennan gaur og nú ...” „Og nú vill hún að þú farir,” greip Pete óvænt fram i. Hann stóð fast upp við Derek og Jason var enn nær. Derek þagnaði, ræskti sig, leit á aðstæður og gafst upp. Hann lét að síðustu fjúka eitraða athugasemd áður en hann fór niður tröppumar. „Þú sérð eftir þessu, Catherine. Þú ert veiklunduð og heimsk og kvenleg og það eina sem þú getur er að elda mat. Þú þarfnast sterks manns til að koma þér i gegnum lífið. Ég myndi ekki kalla hann sterkan...” Augnaráðið sem hann sendi Pete var óblandað eitur. Síðan hvarf hann fyrir beygjuna á stiganum og var horfinn. Pete lokaði dyrunum og leit spyrjandi á Kate. Hún brosti. „Þú þarft aðeins að fá nokkrar T-bein steikur I viðbót, elskan,” sagði hún vingjarnlega, „og þú verður sterkur eins og Ijón. Ég verð að gera þig sterkan. Ef þú leyfir mér það?” Augu þeirra mættust yfir borðið en hann hreyfði sig ekki. Kate andvarpaði en ekki óánægju lega. Derek hafði rétt fyrir sér, auðvitað. Hún var búin að ná sér í mann sem hafði til að bera eitthvað annað en aðeins dýrslegt afl. Hugsanirnar þutu um kollinn á henni meðan hún bar diskana fram í eldhús. Hún sneri baki i Pete sem stóð hikandi við borðið og setti fituna af steikunum í bréfpoka. Um leið og hún sneri sér við brosti hún elskulega. „Við skulum ekki þvo upp i kvöld — þú getur komið og hjálpað mér á morgun. Mig langar út núna — mig langar í ökuferð i tungl- skininu. Ó, Pete, má ég aka bílnum þinum?” „Auðvitað — ef þú heldur...” „Ég get það. 1 alvöru. Ég get það. Ég ætla bara að ná í sjalið.” Hann sá ekki þegar hún setti pokann í vasann. Hönd í hönd eltu þau Jason niður brakandi stigann og út í svala og mannlausa nóttina. Pete rétti henni bíllyklana varfærnis- lega. „Hann á til að festast í þriðja. Ertu viss um ...?” „Alveg viss,” sagði Kate og þaggaði niður í honum með brosi. Hún ók fimm kilómetra, að stað sem jDekktur var fyrir skuggsælan skóg og að þar vantaði götulýsingu. Hún stöðvaði bílinn hægt og opnaði afturdyrnar til að hleypa Jason út. „Sjáðu hvað ég er með, Jason karlinn!” Hann teygði úr sér við hliðina á bílnum og tuggði ánægður. „Nú já!” sagði Kate ánægð, starði á bensinmælinn og drap svo á bílnum í flýti. „Þetta er skrýtið! Við hljótum að vera orðin bensínlaus! Hvað eigum við að gera, Pete?” Athöfn dugir betur en orðin tóm. hugsaði hún ánægð um leið og k Pete faðmaði hana að sér. k—i 6. tbl. ViKait 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.