Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 51

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 51
Draumar Kindur, burður og hrídir Kæri draumráðandi! Mig langar til að þú ráðir fyrir mig draum. En hann er svona: Mér fannst ég vera ófrísk og alveg komin að því að eiga barnið. Fannst mér ég vera með móður minni (J) og við vorum að láta kindurnar inn í fjárhúsin. Svo fannst mér kindurnar vera svolítið óþjálar og fóru þær hringinn í kringum húsin og vildu með engu móti fara inn. Þá fannst mér ég verða veik því verkirnir voru að byrja. 1 því sendi mamma mig eftir kindunum og hljóp ég eftir þeim á harðaspretti þangað til að þær fóru inn. Er kindurnar voru komnar inn fórum við mamma inn á eftir. Mikið tað var í húsunum og mér fannst vera dálítið hey í jötunum. Svo fannst mér ég segja mömmu að hríðirnar væru að byrja og hún trúði mér. Við fórum að rabba um það að það þyrfti að stinga taðið út og játti ég því. 1 því ágerðust hríðirnar og bað ég hana að keyra mig til spítalans. En hún vildi það ekki. Sagði hún að þegar við kæmum inn í íbúðarhús skyldi hún hringja til föðurbræðra minna á næsta bæ og biðja þá að skutla mér. En það vildi ég með engu móti. Mér fannst ég vera búin að vera í einangrun heima og vildi ekki láta nokkurn mann sjá mig svona á mig komna. Lagðist þetta tal svo niður í bili. I því bar ein ærin tveim lömbum, hrút og gimbur, svörtum að lit. Fannst mér skrítnast að ærin var ekki mörkuð heimilinu. Fórum við mæðgur að hlúa að kindinni. Jukust þá enn hríðirnar svo um munaði. Fannst mér ég sofna. Eg vissi ekki af mér fyrr en ég var lögst á sæng. Mér fannst rúmfötin ogallt herbergið vera mjallahvítt og mér leið alveg dásamlega vel. En ekki fannst mér ég vera búin að ala barnið þegar ég vaknaði. Draumurinn bendir til þess að þú eigir í eða munir í náinni framtíð lenda í smávægilegum erfiðleikum. Bendir margt til þess að samskipti þín og móður þinnar verði svolítið stirð vegna misskilnings eða einhvers deilu- efnis sem erfitt er að útkljá. í draumnum felst viðvörun til þín um að hafa stjórn á skapi þínu og gerðum. Síðari hluti draumsins visar aftur á móti fram á við. Framtíðin virðist vera björt og bera í skauti sér góða heilsu og hamingju. Fyrirhuguð minningarathöfn Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að glugga í draum sem mig dreymdi fyrir stuttu, en hann var þannig: Mér fannst ég alltaf vera að hugsa um gröfina hans afa (en hann dó síðastliðið sumar) og það átti að vera minningar- athöfn við gröfma. Bak við húsið heima var búið að gera stórt beð og fylla það af Ijós- bláum stjúpum, þannig að þetta var eins og blá breiða. Mamma var alltaf að segja við mig: „Þú nærð því að mæta klukkan 1 á morgun. ” Þetta endurtók hún í sífellu. Mér fannst systir mömmu og presturinn okkar vera þarna í garðinum og var presturinn með mikið hár (en er ekki í veruleikanum með mikið hár og það litla sem er er frekar þunnt) sem hann greiddi aftur á höfuðið. Eg fór að biðja mömmu að segja mér hvað ætti að gerast kl. I daginn eftir. Þá dró hún mig afsíðis og fór að segja mér frá afa og við grétum mikið. Þá fannst mér frændsystkini mín koma þarna og vinur þeirra og fóru þau að bjóða okkur sælgæti. . . ogþá vaknaði ég. Þessi draumur hafði mjög mikil áhrif á mig, sérstaklega bláu stjúpurnar, presturinn og hvað við mamma grétum mikið. Eg vona að þú getir lesið eitthvað út úr þessu. Með fvrirfram þökk og von um birtingu. Draumurinn er nokkuð óljós. Fyrir koma tákn sem vita bæði á gott og leitt. Draumurinn stendur í einhverjum tengslum við fjölskyldu þina. Blómin vita á ró og hamingju, sömuleiðis minningarathöfnin fyrirhugaða, ættingjarnir, sælgætið og ekki síst sorgin og gráturinn. Presturinn og gröfin eru fremur tákn um einhver vonbrigði og leiðindi. Sennilega ferðu bráðlega á sögulega samkomu með fjölskyldu þinni þar sem upp kunna að koma gömul deilumál. En þrátt fyrir misklíð er fjölskylda þín traust og samhent og þú átt með henni margar ánægjustundir. XXX Skop 6. tbl. Vikan §1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.