Vikan


Vikan - 05.02.1981, Page 48

Vikan - 05.02.1981, Page 48
Myndlist okkur vísbendingu um þennan skóla. Við höfðum ekkert fyrir því að sækja um skólavist. Þess í stað héldum við út i óvissuna. Tókum okkur far með Gullfossi i lest og komum til Gauta- borgar að vorlagi. Ég fékk ekki vinnu í mínu fagi, vegna atvinnuleysis hjá prentmyndasmiðum, en við fengum vinnu í grjótmulningsverksmiðju um sumarið. Síðan heyri ég illa. Við sóttum um skólavist í Valland konstskola. 1 september fengum við bréf þar sem okkur var heitið skólavist. Við þökkuðum okkar sæla, en við vorum meðal 10 umsækjenda sem skólavist hlutu af 500 umsækjendum. Arthúr innritaðist í málaradeild, en ég í grafík- deild. Við vorum báðir ráðnir aðstoðar- kennarar. Sú ráðning réðst þó ekki af snilli okkar, heldur af -hinu, að skóla- stjórinn, Thure Anhoff. vissi að við fengjum ekki námslán fyrr en á seinni hluta námstímans. Þess vegna réð hann okkur aðstoðarkennara, á launum. Við Valland var ég svo í 5 ár. Hefðir þú viljað vera lengur? Satt að segja bauðst mér ýmislegt í Svíþjóð, meðal annars kennarastaða, en ég gat ekki hugsað mér að setjast þar að. Ég vildi fara heim. Hvað tók við heima? Ráðinn kennari til Akureyrar Ég byrjaði sem handlangari í bygginga- vinnu í Breiðholti. En jafnframt hafði ég samband við Hörð Ágústsson, þáver- andi skólastjóra Handíða- og myndlista- skólans, og falaðist eftir kennarastarfi. Hann kvað enga stöðu lausa við HM, en hringdi til min nokkru seinna og kvað áhugamenn um myndlist á Akureyri vanta kennara. Og þar með var það ráðið. Síðan ertu Akureyringur? Já, síðan hef ég búið á Akureyri. bráðum í tíu ár. Á ýmsu hefur gengið, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en ég þótti svo háskalegur kommi að ástæða þótti til að vara við mér í leiðara eins Akureyrarblaðsins. Ég kenndi ekki lengi myndlist á Akureyri, en fór þess i stað að vinna við uppskipun, í slippnum og Ofnasmiðjunni. Satt að segja var ég mjög öfgafullur Og þóttir harðsnúinn í pólitíkinni? Já, og var það. Satt að segja var ég mjög öfgafullur. Maður kynntist mjög hráum sósíalisma í Svíþjóð og var undir áhrifum þess i mörg ár eftir heim- komuna. Hins vegar fannst mér margt af því sem ég gerði hér og sagði túlkað á hinn versta veg. Fýsir þig burt frá Akureyri? Nei, síður en svo. Ég hef ekkert að sækja til Reykjavíkur, þó óneitanlega gerist þar margt á listasviðinu. En það er þungt á metunum að hér á Akureyri gefst mér nokkur tími til að sinna minum áhugamálum. Að lokum, Guðmundur. Af hverju gerir þú myndir af fólki? Rembrandt gerði myndir af málsmet- andi mönnum síns tíma. Van Gogh gerði myndir af stritandi mönnum síns tíma. Courbert af stritandi mönnum síns tíma og Daumiere af fagmönnum sins tíma. Ekki vil ég bera mig saman við þessa snillinga, en ég vil gera myndir af dýrlingum okkar tíma. L3 Þessar dúkristur eru úr möppu sem Guðmundur gaf út i 100 tölusettum og árituðum eintökum. Myndirnareru allar úr gamla innbænum á Akureyri. Hlíðarshús og fleiri. Tulinius og Höpfner. Hafnarstræti 33-45. Gudmannsminde, öðru nafni Gamli spítal inn. 48 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.