Vikan


Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 17

Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 17
Teikning: Anna Ólafsdóttir Björnsson Framhaldssaga Einhver andskotans fyllibyttan. Thom- son var með góða stjórn á öllu hérna. Maclain. varamaður hans, er verri en enginn. Jæja, ég er hlaupinn. Ég sé þig, Larry.” Ég sat kyrr og horfði út i loftið. Égskal sjá um hann! Fyrst Marsh. núna Thomson. Tveir menn dánir — til að koma fram illgirnis- legri hefnd. Ég mundi hvað Glenda sagði: Hann er djöfull. Ég minntist þess líka að við vorum bæði í lifshættu. Svo hringdi síminn og upp frá því linnti ekki þeim verkefnum sem ég varð aðsinna allan daginn. Litlu verksmiðjunni sem við áttum bakatil í húsinu var lokað klukkan sex. Ég var búinn að ganga frá öllu sem fyrir lá á skrifborðinu mínu, fór niður og gekk inn í stóra herbergið þar sem við geymdum tæki okkar til viðgerða. til- rauna og framleiðslu nýrra tækja. Verk- fræðingarnir mínir þrír voru í þann veg- inn að fara. Frank Dodge. verkstjórinn þarna, leit spyrjandi á mig. „Er það eitthvað sérstakt, herra Lucas?” spurði hann. „Mér liggur ekkert á. Er eitthvað sem ég get gert?” „Það er allt í lagi, Frank,Ég fékk hug- mynd sem mig langar að reyna. Farðu bara.” Þegar þeir voru farnir settist ég á bekkinn. Ég vann til miðnættis. Ég var að setja saman tæki sem gæti rofið símalínuna frá bankanum í Los Angeles að Sharnville bankanum. Þegar ég hætti vissi ég að ég þyrfti ekki að gera annað en að setja tækið í samband við símann í skrifstofu Mansons og þá gæti ég opnað lásana þrjá á hvelfingunni. Ég tók tækið með mér heim. Nú var ég búinn að jafna mig eftir áfallið sem dauði Thomsons var mér. Hann hafði verið hættulegur og ég hafði haft það á tilfinningunni að hann væri mér and- snúinn. Fred Maclain varalögreglustjóri tæki við af honum þar til næstu kosn- ingar yrðu. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af honum. Hann var stór og feit fyllibyttta sem gat ekkert gert nema rifist vfð ökumenn sem brutu af sér. Hann gat ekki fremur ráðið við banka- rán en sex ára gamall krakki. En hættuljósið lýsti. Nú vissi ég að Klaus var algerlega miskunnarlaus maður og að ekkert myndi geta stöðvað hann í að ná sér niðri á Brannigan. Ég var þess fullviss að hann myndi láta myrða mig ef ég kæmi ekki mönnum hans inn i bankann. Ég var líka viss um að hann myndi ekki standa fast á hlær best... hótunum sinum. Ég var búinn að gera honum Ijóst að ef ég yrði handtekinn fyrir morðið á Marsh myndi ég leysa frá skjóðunni og hann vissi fullvel um áhrif Brannigans og.völd. Nú varð hann að hætta við þessa kúgun til að fá mig til samstarfs við sig og hóta þess I stað að drepa okkur Glendu ef ég kæmi mönnum hans ekki inn í fjárhirsluna. Næstu tveir dagarnir liðu hratt. Ég hafði svo mikið að gera á skrifstofunni að ég hafði engan tíma til að hugsa um Klaus, en þegar ég var einn á nóttunni braut ég heilann og gerði áætlanir. Þriðja morguninn hafði ég pottþétta áætlun, ekki bara til að koma mönnum Klaus inn i hvelfinguna heldur líka til að koma þeim burt þaðan með þýfið. Ég gerði líka áætlanir til að þjarga okkur Glendu. Þessa þrjá daga voru heilmikil læti i blöðunum út af dauða Thomsons lög- reglustjóra. Ritstjórinn sagði að þetta væri skammarlegt og spurði hvað lögreglan gerði í málinu. Meira að segja bæjarstjórinn blandaði sér i málið. I blaðinu birtist mynd af feitu andliti Maclain varalögreglustjóra. Hann lýsti því yfir að lögreglan i Sharnville myndi ekki unna sé hvíldar fyrr en hún væri búin að finna drukkna ökumanninn. Enginn drap svo góðan mann sem Thomson lögreglutitjóra og slapp.... innantóm orð. Það voru meira en tvö þúsund manns við jarðarför Thomsons. Allir betri borg- ararnir voru viðstaddir, þar með taldir við Dixon. Þetta var reynsla sem ég mun aldrei gleyma. Það var löng röð af mektarmönnum sem hristu hönd frú Thomsons og samhryggðust henni. Ég gat ekki tekið þátt í því. Ég sagði Dixon að gera það fyrir hönd okkar beggja og ég fór úr röðinni. Hann leit einkennilega á mig, byrjaði að segja að ég ætti að gera það sjálfur, en ég gekk burt. Klukkan níu þetta kvöld var hringt dyrabjöllunni hjá mér. Ég var viðbúinn. Ég tók skjalatöskuna mína, lauk upp og sá Joe bíða við lyftuna. Við fórum niður saman og settumst inn í bilinn hans. Ég setti skjalatöskuna mina á milli okkar. „Á nú að láta til skarar skríða, herra Lucas?” spurði hann og setti bílinn í gang. „Ertu búinn að kippa þessu í lag?” „Ég væri ekki hér ef ég væri ekki búinn að því,” sagði ég. „Einmitt. maður. Bráðum verðum við komnir i feitt. Maður lifandi! Þetta skiptir mig miklu! Það er stúlka sem bíður eftir mér. Við getum farið burt saman. Ég er búinn að pæla þetta allt út. Við verðum með allt á hreinu það sem eftir er.” „Drap Benny lögreglustjórann?” Hann kinkaði kolli. „Hvort hann gerði. Eiginlega kann ég ekki við Benny en hann er pottþéttur í starfi. Djöfuls löggustjórinn var eins og kýli á rassinum á mér. Veistu nokkuð, herra Lucas? Ég var að keyra i róleg- heitum þegar tíkarsonurinn benti mér að stoppa. Hann vildi vita hvað ég var að gera í Sharnville. Ég fann það á lyktinni að hann hataði svart fólk. Ég sagði honum að ég væri bara á ferð í gegnum bæinn og hann sagði mér að halda þvi áfram.” Joe flissaði. „Hann var of sniðugur. Þegar svoleiðis gaurar verða of sniðugir sér herra Klaus fyrir þeim og hann sá sannarlega fyrir þessum tíkar- syni.” Það varð þögn, svo hélt hann áfram: „Ertu með allt málið á hreinu, herra Lucas?” „Já, en það gæti samt mistekist. Þú gætir engu að siður fengið tuttugu ár, en þaðer þitt mál.” „Auðvitað, maður,” hann hló stutt og hvellt, „en það er líka þitt mál.” Hann ók bilnum út úr umferðinni i bænum og út á þjóðveginn. „Foringinn segir að það séu þrjár milljónir þarna í hvelfingunni. Ég sef ekki á nóttunni fyrir tilhugsun- inni um alla þessa seðla.” Þetta gaf mér tækifærið sem ég beið eftir. „Af hverju heldurðu að þú fáir eitthvað af þeim. Joe?" spurði ég. Ég gat séð svart andlit hans i ljósinu frá mælaborðinu. Vöðvarnir herptust saman undir húðinni. „Hvað sagðirðu, herra Lucas?” „Ég var bara að hugsa upphátt. . . gleymdu því.” „Hvað varstu að segja um að ég fái ekki minn hlut?” Rödd hans var hálfgild- ings urr. „Gleymdu því. Ef þú ert heppinn færðu þinn skerf... ef þú ert heppinn.” Hann ók þegjandi nokkra stund. Ég kveikti mér í sígarettu. Ég hafði ekki eytt siðustu nóttum til einskis við að gera áætlanir og velta öllu fyrir mér. Loks sagði hann kvíðinn: „Hvað áttu við með heppinn?” „Ertu heppinn, Joe?” Hann velti þessu fyrir sér og var áhyggjufullur á svip. „Heppinn? Trúlega ekki. Ég hef aldrei verið heppinn. Ég er búinn að vera mest- alla ævina i fangelsi. Ég geri öll skit- verkin fyrir foringjann. Nei, ég er sjálf- sagt ekki heppinn.” „Þrjár milljónir dollara!” Ég flautaði lágt. „Það er gras af seðlum. Ég veit ekki hverju þeir lofuðu þér, Joe. Kannski hálfri milljón. Það eru miklir peningar fyrir svartan vikapilt, en kannski ertu heppinn.” Hann hægði á bilnum og ók í útskot við veginn. Hann sneri sér og starði reiðilega á mig. „Hvað ertu að reyna að segja?” spurði hann og rödd hans var hræðsluleg. „Ég er bara að segja hvernig málin standa, Joe. Þetta eru miklir peningar. Hvað getur varnað Benny frá því að setja kúlu í gegnum hausinn á þér þegar hann er búinn að klófesta þýfið?” Hann starði á mig með uppglennt augu og það fóru kippir um þykkar var irnar. „Harry myndi ekki leyfa honum það! Hvaðertu aðsegja?” „Ég er bara að vara þig við, Joe. Ég skal segja þér nokkuð. Ég hef áhyggjur af Benny. Hann er morðingi. Ég lagði á öll ráðin fyrir ránið. en ég fæ borgað fyrirfram. Ég er öruggur en það crt þú ekki. Hugsaðu þig nú um, Joe. Heldurðu að morðingi eins og Benny láti svartan vikapilt labba burt með fimm hundruð þúsund dollara? Spurðu sjálfan þig.” Hann svitnaði. „Harry gætir mín." Hann sló kreppt um hnefum á stýrið. „Ég treysti Harry.” „Það er gott og blessað en þetta eru fréttir fyrir mig. Ég vissi ekki til þess að nokkur svartur maður gæti treyst nein um hvítum manni þegar um miklar fjár- hæðir er að ræða. Ef þú treystir Harry til að gæta þín þá hefurðu ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég var bara að hugsa upphátt. Svona, höldum nú áfram.” Hann strauk svitann af andliti sinu meðhandarbakinu. „Ertu að reyna að leika á mig. herra Lucas?” „Þetta eru miklir peningar. Hugsaðu um það. Þetta er ekkert vandamál ef þú gelur treyst Harry.. . með smáheppni. Við skulum fara. . . foringinn þinn biður." „Ef Benny reynir eitthvað,” tautaði hann, „þá tek ég til minna ráða.” Ég var búinn að sá fræi efans í huga hans og það var þaðsem ég ætlaði mér. „Auðvitað. en þú skalt fylgjast með honum, Joe. Þegar þið þremenningarnir náið fengnum, snúðu þá ekki við honum baki. Förum nú.” Hann sat lengi og tautaði við sjálfan 6. tbl. Víkan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.