Vikan - 05.02.1981, Blaðsíða 14
taka ekki undir við þá sem vilja fara að
skrafa við hann á götunum. Og vissu-
lega hefur komið fyrir til dæmis að
greipar hafa verið látnar sópa á hótel-
herbergjum, og þar er vissara að vera
ekki með mikil verðmæti, og stöku
aðilar hafa verið rændir til dæmis á
gangi í Central Park. En flestir ferða-
menn, sem haga sér nokkurn veginn
skynsamlega, komast blessunarlega
óbarðir, órændir, ónauðgaðir og ómyrtir
frá þessari merkilegu borg.
Ég minntist á strangt eftirlit í búðum.
Það er ekki sist fólgið í speglakerfi,
lokuðu sjónvarpskerfi og varðmönnum
við dyrnar. Oft á tíðum eru plast-
klemmur á varningnum í búðunum sem
teknar eru úr við kassann þegar borgað
er. Ef einhver fer með svona klemmur í
pússi sinu út um ákveðin hlið viðdyrnar
fer þjófavarnakerfi í gang og viðkom-
andi er gripinn. Að öðru leyti er starfs-
fólk búðanna oft merkilega áhugalaust
um kúnnann. Ég hef hvergi annars
staðar séð afgreiðslu- og/eða kassafólk
gefa sér tíma til að skrafa saman, fá sér
kaffisopa eða kók, meðan viðskiptavinir
bíða eftir afgreiðslu allt í kring.
Byssur með flötu vinkilhlaupi
1 bönkum er eftirlitið jafnvel enn
meira áberandi. Afgreiðslan er þannig
að sá sem kemur inn verður að ganga í
krókum og hlykkjum milli kaðalgirðinga
sem liggja eins og völundarhús uns
komið er að hliði sem er á annan metra
frá afgreiðsluborði. Inn fyrir það má
ekki stíga fyrr en gjaldkeri kallar á
næsta og ekki nema einn í einu til hvers
gjaldkera. Fyrir enda og úti við dyr
standa öryggisverðir eða póliti grá fyrir
járnum, og yfir öllu afgreiðsluborðinu er
þrælskothelt gler og viðskiptum við gjald-
kera þannig háttað að þau fara nánast
fram í vinkil, annaðhvort í v- eða u-laga
skoru undir glerið eða hliðhallt inn milli
tveggja glerja sem liggja vel sköruð.
Skotvopni væri sem sagt ekki hægt að
koma við nema kannski með flötu
vinkilhlaupi.
Ekki er samt að sjá að hinn almenni
maður á götunni, i búð, banka eða á
veitingastað sé neitt óskaplega stress-
aður. Ekki verður heldur sagt að hinn
almenni maður á götunni sé neitt
óskaplega hræddur við að vera
ávarpaður. Spyrjir þú til að mynda til
vegar færð þú alla jafna góðlátleg og
greið svör. En þegar komið er út fyrir
Manhattan, eins og til dæmis á útimark-
aðina i Queens, er þó stressleysið ennþá
meira áberandi.
Skoöa, þukla, þreifa, skrafa
1 Queens eru feiknamiklar veðhlaupa-
brautir, og eins og búast má við í þessu
dekurlandi bílsins eru bílastæðin við
þessa skeiðvelli firnaviðáttur malbiks.
Nú eru hins vegar ekki veðhlaup nema
suma daga svo stjórnendur skeiðvall-
anna hafa tekið upp á því að leigja bíla-
stæðin út ákveðna daga til að halda þar
útimarkaði. Þeir sem eitthvað hafa að
selja leigja sér þar ákveðin stæði, koma
þangað að morgni með vörur sínar i
bílum, slá upp borðum eða köss1 m og
beiða út varninginn, sem síðan er seldur
á spottprís. Söluplássin eru skipulega
upp sett I raðir svo götur myndast á milli
þeirra, og þarna stendur fólkið og fal-
býður vöru sína en viðskiptavinirnir
slangra á milli, skoða, þukla, þreifa,
skrafa og jafnvel prútta. Margar vörur
eru þama þær sömu og eru í búðunum
en á talsvert lægra verði, og þar við
bætist að upp er gefið rétt verð — það er
að segja að söluskatti er ekki bætt við á
eftir eins og andskotanum upp úr súru.
Það sem sagt er kosta 10 dollara kostar
lOdollaraenekki 10,80.
Sölufólkið er glaðlegt og kankvist,
sumir hrópa hástöfum um kosti þess
sem þeir eru að selja: Þetta eru blússur
eins og Grace prinsessa gengur í. Ég veit
ekki hvaða Grace prinsessa, ætli þær séu
til fleiri en ein? Eða: Úrvals sloppar á
aðeins 20 dollara. Kosta 48 dollara hjá
Macy’s og Gimbels. Fyrsti kaupandi
dagsins fær sloppinn á 19 dollara.
Rætnar tungur segja að talsverður hluti
þess, sem til sölu er á útimörkuðunum,
sé stolinn; vist er um það að stundum er
heilum vörubílsförmum stolið i einu,
jafnvel bílunum með. En það hefur jafn-
vel hvarflað að fólki hvort ekki muni
einhverjir vita upp á hár hvaðan varan
þeirra er komin, úr því þeir gefa svo
nákvæmlega upp verslun og verð niðri á
Manhattan. 1 öðrum tilfellum er þarna
fólk sem rekur fastar verslanir annars
staðar og ef þig vantar eitthvað sem ekki
fæst hjá því á útimarkaðnum, eða þú
þarft að fá skipti á keyptri vöru, er allt
eins víst að þér sé visað á búðina og
boðið að koma þangað til að greiða úr
því sem ekki gengur upp á úti-
markaðnum.
Seðlar undir fæti
Og kostaboðin halda áfram. Fínar
karlmannaskyrtur á 8 dollara, tvær fyrir
14 dollara. Sportsokkar á dollar parið,
sex pör á fimm dollara. Og þegar líður á
daginn og fer að kólna gengur þú fram
hjá standi með karlmannasokkum sem í
morgun kostuðu dollar en eru nú
komnir niður í 69 sent.
Já, þarna er ekki streitan. Það er
hvasst og kaupmennirnir hafa sett lóð
ofan á það sem er í fokhættu, erf*þú
Einn stærsti íitímarkaðurinn er
eflaust á Roosevelt Raceway. Aðrir
markaðir sem heimsóttir voru i þess-
ari ferð voru Belmont Raceway og
Aquaduct Fjölmennið fer eftír ýmsu,
svo sem veðri og hitafari, tíma dags
og öðru. En jafnvel þegar grúinn er
hvað mestur er enginn æsingur og
allir geta komist sinna ferða og
skoðað það sem þeim sýnist
lyftir lóðinu og skoðar það sem þig lystir,
velur þér peysu eða handklæði eða
eitthvað annað. Það kostar 7 dollara. Þú
átt ekki minna en 100 dollara seðil og
réttir sölumanninum, sem er úlpuklædd-
ur og trefilreyrður. Hann tekur við með
vinstri hendi og dregur peningavöndul
upp úr vasanum með hægri hendi. Hann
missir væna fúlgu þegar hann byrjar að
telja þér til baka, en lætur sér nægja að
Ária morguns á Belmont Sölufólkið er rátt að koma sér fyrir.
I4Vikan6. tbl.