Vikan


Vikan - 05.02.1981, Side 21

Vikan - 05.02.1981, Side 21
Framhaldssaga OLUTION »***t r»*«k INNOXA „Ég vildi að ég ætti það líka. Saman gætum við — þú og ég — séð um Benny ef hann ætlaði að reyna eitthvað.” Joegapti. „Hvað meinarðu, maður?” „Hvorugur okkar þyrfti að hafa áhyggjur af Benny ef ég ætti byssu. Ég gæti fylgst með honum meðan þú gerir þitt og þú gætir fylgst með honum meðan ég geri mitt.” Hann ranghvolfdi augunum meðan hann velti þessu fyrir sér. „En Harry myndi fylgjast með hon- um.” „Ég ætla að tala við Harry, Joe. Ef við fylgjumst allir þrír með Benny hefur hann enga möguleika á að svíkja okk- ur.” Hann hugsaði lengur, kinkaði svo kolli. „Já, það er rétt.” Hann stakk hend- inni í rassvasann og dró upp .38 lög- reglubyssu. „Taktu þessa, maður. Ég á aðra heima. Já, ef við erum þrír um Benny getum við séð um hann.” Ég tók við byssunni og trúði naumast að þetta væri svona auðvelt. „Ennþá eitt, Joe: Ekki treysta Harry í blindni. Þetta eru miklir peningar. Harry gæti kálað Benny. Hann gæti líka kálað okkur tveimur.” Joe ranghvolfdi aftur augunum en hristi svo höfuðið. „Égfila þaðekki... ekki Harry.” „Þetta er mikil fúlga.” Hann hugleiddi það og kinkaði svo kolli. „Já, það er það sannarlega.” „Sjáðu nú til, Joe, þú verður að gæta þín sjálfur. Þrjár milljónir dollara! Þú verður að vera viss um að fá þinn hlut. Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Eins og ég sagði þér var ég búinn að taka minn skerf fyrirfram en þú þarft að hafa áhyggjur af Benny og Harry. Ég fylgist með þér og þú með mér. Ekki segja neitt við Harry. Maður veit aldrei.” „Einmitt.” Hann hristi höfuðið. „Hver veit svo sem nokkuð? Veistu nokkuð, maður? Ég er búinn að drekka of mikið.” Hann var reikull á fótunum þegar hann stóð upp. „Ég ætla heim.” „Viltu að ég aki þér, Joe?” Hann slagaði fram að dyrum, stað- næmdist og leit á mig. „Mundirðu gera það?” „Við erum samstarfsmenn, Joe. Ég kæri mig ekki um að einhver lögga taki þig fastan. Ég skal keyra þig heim.” „Takk, maður. Sjálfsagt var sjúss- inn ...” Ég hjálpaði honum að lyftunni og niður að bílnum. „Hvert viltu fara?” spurði ég þegar við vorum sestir inn í bílinn. „Beint áfram. Tíundu til hægri. Númer 45,” tautaði hann og höfuðið féll niður á bringu. Eftir tíu mínútna akstur staðnæmdist ég fyrir utan fjölbýlishús, hristi Joe og vakti hann. „Við erum komnir, Joe.” Hann strauk á mér handlegginn. „Þú ert sannur vinur, maður,” tuldr- aði hann. „Taktu bílinn. Ég sæki hann á morgun. Maður lifandi! Þetta var sko sjúss I lagi!” Þegar hann gerði sig líklegan til að fara út greip ég í handlegg hans. „Joe ... hvar er Glenda?” Hann horfði á mig drukknum augum. „En hjá foringjanum, maður. Hvar hélstu? 1 notalegheitunum með Benny andandi á hálsinn á sér.” Hann slagaði út úr bílnum og yfir gangstéttina. Ég horfði á hann opna úti- dyrnar og hverfa. Svo dró ég djúpt að mér andann. Mér virtist sem spilin ætluðu að fær- ast yfir á mína hönd. „Bíllinn verður tilbúinn i næstu viku,” sagði Harry. „Ég er búinn að bjarga einkennisbúningunum.” Við sátum I kofa númer sex i Golden Rose mótelinu. Herbergið var þægilega búið húsgögnum, með hjónarúm við vegginn fjærst dyrunum, fjóra hæginda- stóla, sjónvarp og vínskáp. Við vorum báðir með viskísjússa og sátum hvor gegnt öðrum. „Ég sæki bílinn um miðnættið til Frisco,” hélt Harry áfram. „Það er ekk- ert mál. Ég er með tvo náunga sem verða verðirnir.” Framh. í næsta blaði. FJÖLSKYLDA BÖLUMORÐINGJANS Solution 41, sem oft hefur verið nefndur „Bólumorðinginn", tyrir þann eiginleika að ,,drepa” bólur. Solution 41 áJíka góða ættingja, sem eru allar vörur frá Innoxa merktar 41. Innoxa 41 vörurnar eru sérstakiega gerðar fyrir táninga og aðra þá sem hafa mjögjeita húð og bólótta. Innoxa 41 eru sótthreinsandi vörur. Skin shampoo 41 Clompexion milk 41 Medicated soap 41 Moisturistng milk 41 Ante acne cream 41 Solution 41 Face mask 41 Foundation 41 Cover Stick 41 Hair shampoo 41 Spray deodorant 41 INNOXA medicated soap tínted foundatioo • THE MHrfCT MATT UAKÍ-Uf . ÖRÉASY OtffiCWSKiNS i tnoisturislng milk complííjc/oö miík amtHáajadruft proteín coodtriootng hair shampoo skin shampoo INNOXA Innoxa 41 er framleitt fyrir alla sem vilja stemma stigu við hinu alkunna húð- yandamáli. Heildsölubirgðir KRISTJÁNSSON HF. Sími: 12800, 14878. Leitið nánari upplýsinga í snyrtivöruverslunum og aþötékum. 6. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.