Vikan


Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 11

Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 11
Kvikmyndir sekúndu til að hreyfingar verði eðlilegar. Þess vegna ber oft á því að rykkjóttar og skrykkjóttar teiknimyndir birtist á skjánum, hálfteiknaðar myndir og alls konar útfærslur af teikni- myndum sem flestar eiga það sammerkt að vera heldur lítið spennandi. En það er ekkert skrýtið að menn veigri sér við að teikna 14.400 myndir til að búa til 10 mínútna teiknimynd. Auðvitað er til alls konar tækni til að létta þessa vinnu, en það er samdóma álit allra sem nærri þessum málum koma að vinnan að baki góðri teikni- mynd sé gífurleg. Bjartsýnn á f ramtíðina Samt sem áður er mikið gert af teiknimyndum í heiminum. í kvikmyndahand- bók fyrir árið 1981 er mikill fróðleikur um það sem verið er að gera og er í bígerð hjá teikni- myndafrömuðum. Greinar- höfundur þar, John Halas, er bjartsýnn á framtíðina, hann telur auglýsendur, sem fjár- magna sjónvarpsefni vestur í henni Ameríku og víðar, heldur jákvæða gagnvart teiknimynd- um, almenning einnig og auk þess sé ný tækni, videovæðing heimilanna, teiknimyndum mjög hagstæð. Hann heldur Þetta er sjátfsagt ekki það sem manni dettur fyrst í hug þegar talað er um teikni- mynd. Úr frœðslumynd. því meira að segja fram að ekki sé nærri nóg framboð á teikni- myndum þessa stundina og búast megi við að mikil gróska sé framundan í greininni. Teiknimyndaaðdáendur bíða víst áreiðanlega og vona að hann hafi lög að mæla. Nýjar aðferðir í kvikmyndaárbókinni kemur ennfremur fram að hug- takið teiknimynd hefur verið víkkað út og táknar nú orðið allar hreyfimyndiraðrar en þær sem byggjast á myndatöku lif- andi vera eða umhverfis. Einföld teiknimynd. BrjótiO langan renning í miðju. Teiknið einfaldan kall FAST á efra blaðið. Notið síðan farið sem kemur á neðri helminginn til að marka miðj- una á kallinum en breytið stöðu handleggja, fóta eða hatts. í þessu dæmi er hægra fæti og báðum höndum breytt. Rúllið efri helmingn- um utan um blýantinn og hreyfið hann síðan hratt fram og til baka eins og örvarnar sýna á myndinni. Best er að teikna myndina nær brotinu. Greinilegt er að möguleikarnir til að gera nýjar teiknimyndir eru gífur- legir þótt ekki hafi allt verið traustvekjandi sem á fjörur sjónvarpsins okkar hefur rekið. Haldn’ar eru kvikmynda- hátíðir sem eingöngu taka fyrir teiknimyndir og er kvikmyndahátíðin í Zagreb í Júgóslavíu talin sú besta. Þar voru á síðasta ári sýndar 300 nýjar teiknimyndir. í sambandi við kvikmynda- hátiðirnar eru ýmiss konar verðlaunaveitingar og gaman er að sjá myndir úr þessum verðlaunakvikmyndum, þær eru ótrúlegar fjölbreyttar. Það er greinilega engin goðgá að ætla teiknimyndum langt og gott líf meðan jafn- margt er að gerast og um þessar mundir. Og hver veit nema einhver krakkinn, sem dundar sér við að láta kalla taka ofan hattinn með frumstæðustu gerð teiknaðra hreyfimynda, eigi eftir að glima við fleira í framtíðinni. 16. tbl. Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.