Vikan


Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 26

Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 26
 Fimm mínútur meö Willy Breinholst Þýö.: Anna ríA&'] M 525? 1 \wj k Könnun geimsins Eg hitti af tilviljun gamlan skólafélaga í bænum og bauð honum í mat heim til mín. Ég hugsa gott til glóðarinnar að fá tækifæri til að spjalla við þennan gamla skólafélaga því hann er magister í stjörnu- fræði. Ég get varla ímyndað mér neitt áhugaverðara umræðuefni en könnun geimsins, stjarnanna og plánet- anna. í raun og veru eru það stjörnufræðingarnir sem vita meira en nokkrir aðrir um leyndardóminn: uppruna lífs- ins. Og í dag, þegar menn hafa stigið fæti sínum á tunglið, þá erum við nær því að skilja þennan leyndardóm en nokkru sinni fyrr. Er nokkur furða þótt ég brynni í skinninu af til- hlökkun að hitta þennan mann sem þekkti staðreyndirnar? — Hugsaðu þér aHt sem við getum fengið að vita, sagði ég við Mariönnu, meðan hún var að hjálpa mér að binda þverslauf- una, — svona nokkuð eins og ljósár, sem ég hef aldrei skilið almennilega . . . — Og ég skil ekki hvers vegna þú getur aldrei lært að binda þverslaufu sjálfur. Svo kom hann, við settumst til borðs og ég spurði: — Svo við vikjum að öðru, Ijósár. . . . hvernig útskýrir þú ljósár almennilega? — Ljósár, endurtók hann ákafur, — Ijósár er vegalengdin sem ljósgeisli fer á heilu jarðnesku ári, með öðrum orðum um það bil níu trilljónir kílómetra, þar sem ljósgeislinn fer með 300.000 kílómetra hraða á sekúndu og . . . — Það er ég viss um að ökufanturinn gerði líka, sem var næstum búinn að keyra mig niður þegar ég ætlaði að fara yfir til grænmetissalans eftir sveppum! greip Marianna fram í. — Já, er það ekki ótrúlegt hvað fólk getur keyrt gáleysis- lega? Síðan talaði Maríanna í tuttugu mínútur um alla þá tillitslausu ökumenn sem höfðu í gegnum tíðina næstum náð henni í gáleysislegum akstri. Loks tókst mér að koma nýrri spurningu að við magisterinn: — Vetrarbrautin, sagði ég, — er nokkuð vitað hvað hún er stór í raun og veru . . . svona nákvæmlega? — Vetrarbrautin, endurtók magisterinn áhugasamur. — Þetta er áhugaverð spurning. Sjáðu til, langflestar stjörnur í alheiminum eru hluti af vetrar- brautum. Hinar einstöku stjörnur í vetrarbrautunum eru mjög langt hver frá annarri, það er að segja um það bil 45 trilljón kílómetra, og þvermál vetrarbrautarinnar okkar er 100.000 ljósár. Þú skalt ekki halda að vetrarbrautin okkar sé sú einasta! Risastjörnukíkirinn á Wilsonfjalli við Los Angeles Stjörnuspá llnilurinn 2l.m;ir\ 20.;i|in! Þú hefur nóg að gera þessa dagana og líklegt að þú farir viða til að sinna öllu því sem liggur fyrir. Mannleg samskipti eru með besta móti og reyndar samskiptin við hitt kynið, ekki síst fyrir þá sem áhuga hafa. Þú átt til að vera meinlegur i tali og ættir að gæta þess að særa engan. Þú hefur óvenju mikið að gera og ættir að skipuleggja tímann og jafnvel að létta af þér verkefnum sem þér þykja lítið spennandi. Yiuíift 21. ipril 2l.ni;ii Jákvæðar ytri aðstæður og jákvæður hugur þinn leggjast á eitt að gera þessa viku eftir- minnilega. Þú ættir aö gera sem flest af þvi sem liggur fyrir og þér finnst skemmtilegt og leyfa öðrum að taka þátt i. Fréttir úr fjarlægð gætu breytt miklu um þina hagi. Þú stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun og nokkuð liggur á að fá ntálin á hreint. L.áttu aðra ekki blanda sér um of i þessi mál að sinni. T\ihururnir 22.ni;ii 21. júni Í lifinu skiptast á skin og skúrir og segja tná að farið sé að rofa til i flestum þínum málum. Einkum er það allt sem viðkemur rómantík og ást, sem er að skána, og peningamálin fylgja fast á eftir. Hogm;iAurinn 2l.no\. 2l.úc\ Þessi vika er ekki rétti timinn til að ráðast i of margt nýtt. Þú munt þurfa allan þinn tima til að sinna tilfinninga- málum sem ekki þola bið. Kr.'hhínn 22.jiini 2T. jtili Þú ert beðinn um að leysa úr óvenjulegri deilu og ekki verður annað séð en þér farist það prýðilega. Æskilegt er að þú fylgir þessu eftir þvi fólkið sem í hlut á þarf sannarlega á því að halda. Brátt kemur að þvi að þú látir til skarar skríða i einhverju vandasömu máli. Þú getur gert eitt og annað til að létta róðurinn ef þú hefur augun vel hjá þér. L.áttu aðra ekki gjalda heimsku sinnar. l.joni)> 24. juli 24. l Glaðværð og ábyrgðar- leysi einkenna skap þitt um þessar mundir. Ekki kunna allir jafn- vel að meta þetta og þú hefur hag af að hlusta á sumar gagnrýnis- raddirnar. Farðu varlega nálægt vélum og stórvirkum tækjum. \aln\hcrinn 2l.jan. l'Tfvht. Reyndu að vera eins þægilegur og stima- mjúkur i umgengni og þér er nokkur kostur. Þú þarft ekki að smjaðra til að vera þægilegur og það getur orðið öllum til góðs ef þér tekst vel upp. Þér er trúað fyrir leyndarmáli og meiru varðar að þú þegir en þig kann að gruna í fyrstu. Þessi mál gætu allt eins varðað þig persónulega þó ekki komi það strax i ljós. Neitaðu ekki eldri manni um bón. Ki\karnir 20.fchr. 20.mar\ Synd væri að segja að þú hraðaðir þér við það sem þú ert að gera núna. Láttu ekki reka of mikið á eftir þér, þú þarft ekki að gera hlutina í snarhasli. Þú færð heimsókn eða símhringingu sem er þér mikils virði. 26 Vikan 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.