Vikan


Vikan - 16.04.1981, Side 57

Vikan - 16.04.1981, Side 57
Viðtal Vikunnar saki, / þótt bila láti mótkveðning,” en kvæðið segir: Dansmennirnir þurfa alls ekki að láta deigan siga þótt sá sem eigi botna gati. Þeir halda áfram að fulluni krafti, með bordún — viðlagið, sem allir syngja. Það þótti meira að segja nokkur skemmtun þegar einhver bilaði á móthendingunni. Þetta er ekki það eina sem ég get sannað með tilvitnunum. Hægt er að sanna tilvist ýmissa hljóðfæra. Maður talar auðvitað ekki um hörpuna, hún er skáldatákn. En það eru ýmis hljóðfæri sem Íslendingar hafa ekki viljað viður kenna að hafi verið til hér, sem er talað um i dönsum og kvæðum. Langspilið er auðvitað viðurkennt og íslenska fiðlan en það eru mörg fleiri til." „Af hverju syngur maður?" „Það er ekkert vafamál að Íslendingar hafa verið syngjandi gegnum aldirnar. Þar sem annað eins hefur verið ort af kvæðum hefur verið mikil sönglist. Það eru skrifaðar fleiri bækur um handritin, um vísurnar, um kveðskapinn, en varla minnst á að þetta hafi verið flutt syngjandi. Af hverju syngur maður? Það er ósköp einfalt mál. Það er til að hefja upp orðin sem við erum að segja. „Passíusálm arnir eru ekki upp- lestrarljóð - þeir eru söngtextar" Nákvæmlega eins og presturinn syngur í kirkjunni. Þetta er ævaforn arfleifð, að hefja orðið upp svo það berist út um allt, hefja taliðupp í tón! Áður fyrr var tónað eftir þessum einradda reglum — það er hluti af gregoríönskum kirkjusöng. Nú orðið er oft tónað eftir klassískum hljómareglum en það er afskaplega hæpið, tónn prestsins er orðinn að hljómabindandi sönglagi. Nú hefur verið stofnað hér félag um gregoríanskan kirkjusöng, eða „Grallar- ans leiða lag”, isleifsreglan, sem vinnur að endurreisn þessa forna söngháttar. Fólk tengir ósjálfrátt þessa gömlu grallaratónlist við einhverjar hörmungar. Þetta er svo innilega rangt. Andlegt lif, jafnvel í byrjun þessarar aldar, var svo miklu ríkara en það er nú í sjónvarpsglápi og munaði. Fjölskyldu- lifið og heimilislífið var auðugra. Ganila fólkið kunni að syngja fyrir börnin, til dæmis heilræðavísur Hallgríms Péturs- sonar og fleiri góð lög, og það hafði tíma. Þetta var hin eiginlega alþýðu tónlist.” „Það sér ekki gullið sem undir glóir" Hvernig ætli viðbrögð fólks yrðu ef allt í einu væri farið að syngja Passíu- sálmana í stað þess að lesa þá? Er hægt að vita hvernig á að syngja þá? Hefur einradda söngur heyrst opinberlega og hvaða undirtektir eru við þeim söng? Allt eru þetta spurningar sem hljóta að vakna. „Söngvarar. sem hafa flutt þessi. gömlu þjóðlög, hafa nær undan tekningalaust flutt þau nteð einhverri absúrd undirleiksútsetningu, sem á ekkert skylt við tónakerfið sem lagið er i. Útkoman er því miður nokkuð hæpin. Klassíska hljómakerfið er auðvitað eitt fullkomnasta tónakerfi sem komið hefur fram í menningarsögu ntannsins. Ef maður elst upp i því og er fastur í þvi þá finnst manni allt sem ekki passar i þaðvera rangt. Annað sem gerir að þessi tónlist hefur verið misskilin er að fólkið, sem kunni að syngja hana og hafði lært hana á heimili sinu í æsku, var yfirleitt ntjög gamalt þegar söngur þess var hljóðritaður og röddin farin að bresta. Mjög gott söngfólk var þá jafnvel orðið mjög óöruggt á tónunum. Síðar var þetta flutt í útvarpiðsem Passíusálmalög og fólk hreinlega lokaði tækjunum og eyrunum. Þvi fannst þetta einfaldlega Ijótt. Það sér ekki gullið sem undir glóir.” „Mæti harðsnúinni and- stöðu" „En ég þekki það lika sjálfur að konti ég með þessi lög og leggi þau fyrir kirkju kórinn þá mæti ég oft harðsnúinni and stöðu ogfordómunt. Ungverjaland — Hjarta Evrópu Flogið annan hvorn föstudag frá 15. maí til 21. ágúst, um Kaupmannahöfn — Þotuflug. Vikuferð um landið — Buda- pest, fallegasta höfuðborg Evrópu. Eger - Mikolc - Pustan (ungverska lágsléttan) Debrecen - Spennandi hrífandi ferð. Dvalist við Balatonvatn - stærsta stöðuvatn Evrópu. Hótel Marina Annabella - Tihany - Aurora við besta stað vatnsins 1 - 2-3 vikur. Einnig er hægt að fá sumarbústaði. Verð 16 dagar 2 manna herbergi kr. 8.060,-. Fullt fæði í ferð og skoð- unarferðir. Hálft fæði Balaton allt 1. fl. hótel. Bað WC. svalir. — í 23 daga kr. 8.771,-. Besta fæði í allri Evrópu. Iðandi músik og fallegt land. Skoðunarferðir frá Balatonvatni þar á meðal til Vínar. í bakaleið er hægt að stoppa í Kaupmannahöfn. Ferð- in má vara allt að mánuði vegna gildi farmiðans. Ferðamanna- gengi. í verði okkar er yfirleitt allt innifalið, sem þarf í ferð- inni. Reynið viðskiptin þar sem þau eru hagkvæm. Við sendum bæklinga. 42» I Ferðaskrifstola KJARTANS ! HELGASONAR | Gnodavog 44 -104 Reykjavik - Simi 86255 16. tbl. Vikan 57

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.