Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 23
I
0*
á ferli hérna uppi í hlíðunum. Þeir eru á
leiðinni að ofan. Þið ættuð að spyrja þá.
Johannes var svartsýnn á að það bæri
árangur, en þeir dokuðu þó við eftir
mönnunum og gengu á móti þeim
síðasta spölinn.
Mennirnir litu hver á annan og veltu
vöngum yfir spurningu þeirra. Loks
sagði einn þeirra ihugandi: — Viðsáum
að visu engan bíl á ferð. En við sáum
i einn.sem stóðkyrr.
— Hvar? spurði Johannes með
vonarglampa í augunum.
— Það var nokkuð langt héðan.
svaraði annar. — Hann stóð á götu-
slóða, sem yfirleitt er aldrei ekinn. Það
varljósjeppi.
Johannes dró andann djúpt og fann,
að hann skalf af æsingi. — Stendur hann
þarennþá?
— Nei. við sáum bilinn reyndar
aðeins i svip. þegar hann bar á milli hóla.
Þegar við sáum þangað næst, var hann
horfinn.
Nú sagði þriðji maðurinn eitthvað á
íslensku og Johannes vildi fá að vita.
hvað hann hefðisagt.
— Hann segist hafa séð mann á
hlaupum að bilnum. Hann kom frá
Djöflapyttum.*
Johannes þorði vart að spyrja frekar.
— Hvenær var þetta?
Þeir ráðfærðu sig hver við annan.
— Einhvern tíma á bilinu frá sex til
sjö I morgun. Við getum ekki sagt nánar
til um timann.
Það gat þá hafa verið sami bíllinn og
Johannes sá koma að hótelinu litlu eftir
klukkan sjö.
— Hvareru Djöflapyttir?
— Ég þekki staðinn. sagði Árni. —
Hann er hér uppi í hæðunum. og nær
helvíti verður vart komist.
— Ökum þangað undir eins. Við
megum engan tíma missa.
Hann var frávita af ótta. Vafalaust
voru þeir mörgum klukkustundum of
seint á ferð.
Þeir þökkuðu mönnunum upplýsing-
arnar og báðu þá að láta hótelið vita um
ferðir sinar. Svo óku þeir. eins og
skrjóðurinn komst, eftir illfærum vegin-
um upp í hæðirnar. Loks komu þeir að
slóðinni, sem lá í áttina að Djöflapytt-
um.
— Hér hefur nýlega verið bíll á ferð.
sagði Árni.
— Jeppi?
— Já. þaðþyrði égaðhengja mig upp
á.
Johannes fann magavöðvana herpast
saman og höfuðverkurinn magnaðist.
OLA náði sambandi við Osló frá Akur-
eyri. Að loknu símtali sneri hann sér að
Ellinor.
— Samkvæmt upplýsingum ferða-
*Vegna ókunnugra er rétt aö taka fram. að Djöfla-
pyuir cru algjöri hugarfósiur skáldkonunnar. Þýð.
Framhaldssaga
EITRI
BLANDIN
ÁST
skrifstofunnar í Osló var það jarð-
fræðingur. sem keypti lausa sætið með
leigufluginu. Hann heitir Folke Peder
sen.
— 0. nei! kveinaði Ellinor. — Hann
sat einmitt hjá okkur í flugvélinni og
sagðist ætla beinustu leið til Mývatns.
Við höfum ekki séð hann síðan. Linda
hefur áreiðanlega engar grunsemdir
gagnvart honum. 0. þetta er skelfilegt.
Hvaðgetum viðgert?
Ola starði á hana. — Svo að hann
ætlaði beint til Mývatns. Þar hefur hann
væntanlega ætlað að undirbúa einhver
andstyggileg vélabrögð. Surtur hefur
nefnilega það orð á sér. að hann fremur
aldrei beinlínis morð. Hann vill ekki ata
hendur sínar blóði. Hann fer krókaleiðir
að settu marki. lætur ekki hanka sig á
neinu. og oftasl lætur hann aðra um
skitverkin. Hann léti aldrei dæma sig
fyrir morð.
— En Folke Pedersen var ekki
dökkur, hann var satt að segja mjög Ijós
yfirlitum. hárið ljósrauðleitt og húðin i
samræmi við það.
— Uppnefnið þarf alls ekki að vera i
neinu samræmi við útlitið. Það er til
dæmis alvanalegt. að stór maður fái auk-
nefnið Lilli eða eitthvað þvíumlíkt.
Komdu nú. Ellinor! Við verðuni að
komast til Mývatns eins og skot!
Hann fann sárt til vanmáttar síns.
Enn var langt til Mývatns og ekkert
hægt aðaðhafast.
ÁRLA þennan morgun hafði Folke
Pedersen, eins og hann kallaði sig. þótt
hann í rauninni bæri allt annað nafn.
staðið öruggu megin við steinbrúna og
horft sigri hrósandi á Lindu Ingesvik í
sinni vonlausu aðstöðu. Öðru hverju
huldisl hún gjörsamlega gufumekki. en
svo blés vindurinn honum til. svo að
Linda kom i Ijós. þar sem hún stóð hokin
á örmjórri steinbrúnni með hendurnar
fyrir augunum og þorði sig hvergi að
hræra.
Þessi litla tík hafði ínryndað sér. að
hún gæti falið sig fyrir Surti! Hrokafulla
stelpuræksni!
Hann beit saman kjálkunum af heift.
Loks var honum létt eftir þriggja ára
óvissu. Hún hafði vitað nafn hans og
simanúmer — ef til vill án þess að gera
sér grein fyrir þvi. En Arild Lange. sá
óáreiðanlegi heimskingi. hafði viður
kennt að hafa skrifað það einhvers
staðar hjá sér og mundi svo ekki. hvar
hann hafði geymt upplýsingarnar!
Menn Surts höfðu komist inn i hús
l.indu í Siljar og leitað i hverjum króki
og kima. En árangurslausl. L.inda Inges
vik hlaul að hafa orðið fvrri til og hafa
þaðeinhversstaðar með höndum.
Þess vegna varðaðlosna viðhana.
Þrjú ár hafði hann leitað hennar.
Vonað. að hún hefði hafl döngun í sér lil
að svipta sjálfa sig lifi. beðið þess að lesa
frétl þess efnis. trúað því til hins síðasta.
Svo hafði einn manna lians vakið al
hygli hans á greininni um horfnu vefn
aðarmunstrin. sem skotið höfðu upp
kollinum i Vanningshavn. Hann hal'ði
(-------
Nýkomin
belgísk leðursófasett
'BóUtvWmn
Hverfisgötu 76 — Sími 15102
16. tbl. Vikan 23