Vikan


Vikan - 16.04.1981, Síða 78

Vikan - 16.04.1981, Síða 78
Pennavinir Kannveig Gissurardótlir, Akurgerói, Hallormsstað, 701 Egilsstöðum, óskar eftir pennavinum, jafnt strákum sem stelpum, á aldrinum 9-11 ára. Margvis- leg áhugamál. Guðrún Agnes Kriiger, Skólagerði 34, 200 Kópavugi, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 17-20 ára, er sjálf að verða 17 ára. Áhugamál eru sund, hestar, íþróttir, skemmtanir, bréfaskriftir, mótorhjól og bílar. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Hikið ekki við að skrifa. Sigurrós Hilmarsdóttir, Bleiksárlilíð 59, 735 Eskifirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 8-10 ára, er sjálf 9 ára. Áhugamál eru lestur, frimerki og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Skjalg Petterson, Bromstadveien 72, 7000 Trondheim, Norgc, er 24 ára norskur strákur og langar að skrifast á við íslenskar stelpur. Áhugamál eru dýr. stjörnumerkjafræði (fæddur í voginni), mikilvæg samfélagsmál svo sem náttúran og baráttan gegn kjarn- orkuvopnum o.fl. Sendið mynd ef hægt er. Skrifið á dönsku eða ensku. Miss Wendy Taylor, 18 Station Ltake Kd., Lara, Victoria, Austraiia, 26 ára stúlka, hefur áhuga á matseld/ijós- myndun, frímerkjasöfnun, handa- vinnu, pottablómaræktun, lestri. fcrðalögum og að skrifa pennavinunt. Kristbjöm Tryggvason ranglega sagður Ifitinn í viðtali við Sigríði Björns- dóttur í 11. tbl. var Kristbjarn- ar Tryggvasonar getið — að góðu einu — en af slysni bættist orðið heitinn aftan við nafn hans. Sigríður rakst á þessa villu í handriti og leiðrétti að sjálfsögðu, þar sem hún vissi betur. Þessi leiðrétting var síðan í snatri símuð út í prent- smiðju, þar sem blaðið var í vinnslu. Af einhverjum ókunn- um ástæðum komst leiðréttingin ekki alla leið og eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Anna Björnsson blaðamaður. Ekki nóg poppefni Kæri Póstur. Nú ætla ég að skrifa og kvarta svolítið. Mér finnst alls ekki hafa verið nóg af „popp- efni'' í blaðinu að undanförnu. Getið þið til dæmis ekki komið með greinar um einhverjar af þessum hljómsveitum: The Police, Dire Straits, Madness, Clash og fleiri? Það vantar alveg að þessar nýbylgju- hljómsveitir séu kynntar. Með bestu kveðju. Ein sjúk í þessar hljómsveitir. Þetta kann að vera rétt. Margir skrifa og kvarta um að ekki sé gert nóg að hinu eða þessu. Pósturinn kemur óskunum áleiðis og síðan er reynt að verða við þeim eftir bestu getu. Mig langar að spyija þig ... Kæri Póstur Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga. Og viltu vera svo vænn að senda bréfið ekki í þessa frægu ruslakörfu, Helgu. 1. Er til eitthvað til þess að auka hárvöxt? 2. Er hægt að fá eitthvert krem eða eitthvað til þess að losna við að fá þessar unglinga- bólur? 3. Af hverju slitnar hárið á manni svona? 4. Hvernig fær maður hreina og fallega húð? 5. Hvernig losnar maður við freknur? 6. Ég er svo hrœðilega feit, hvað á ég að gera til að grennast? 7. Hvernig getur maður fengið þykkt og fallegt hár? 8. Hvað merkja nöfnin Erla, Sigrún, Verónika og Jódís? 9. Svo er ein spurning fyrir vinkonu mína. Hvað getur maður gert til að komast í splitt og spígat? Jæja, elsku Póstur minn, þú ert sennilega orðinn leiður á þessum eilífu spurningum. En ég vona að þú svarir mér eins fljótt og mögulegt er því ég er svo lítil.feit og Ijót. Ein for-forljót. P.S. Þakka mjöggott blað með góðu efni. Eitt hið besta ráð til að auka hárvöxtinn er að klippa hárið reglulega. Þetta kann að hljóma nokkuð þversagnarkennt en er alveg satt. Þetta kannast þeir við sem vilja hafa stutt hár eða stuttan topp. Því oftar sem þeir klippa sig þvi hraðar virðist hárið vaxa. Þetta stafar í stuttu máli af því að hvert hár er eins og rör i laginu, það er að segja holt að innan. Þegar hárið eldist slitnar það og klofnar og þar með lokast fyrir opið og hárið getur ekki vaxið meir. í smásjá lítur slitið hár svipað út og tóg sem hefur núist í sundur. Ef menn klippa sig oft, þó ekki sé nema lítið í einu, koma þeir í veg fyrir að hárið nái að slitna. Ef menn ætla að safna hári eins og kallað er verður þó að gæta þess að klippa minna en sem svarar 1 cm á mánuði, en það er meðalvaxtarhraði hársins. Sömuleiðis getur permanent, mikil notkun krullujárns og heitra rúlla, mikil sól og sjóböð og of tíð hárburstun slitið hárinu. Til þess að koma í veg fyrir þetta hvimleiða slit er því best að fara varlega í ofan- greindum atriðum, klippa hárið oft, borða B-bætiefnaríkan mat og nota hárnæringu, að minnsta kosti annað slagið. Ef Orð í belg um uppeldi ba Kæri Póstur. Nú er ég svo reið að ég œtla að láta til mín heyra um mál sem mérflnnst lesendum Vikunnar koma við, ekkert síðuren uppáferðir unglinga ogafleiðingar þeirra. Mitt mál er kaupþrætur við fóstrur sem nú standa yfir. Það er skömm að þessu máli vegna þess aðfóstrur ættu að réttu lagi að vera í hæsta launaflokki. Það eru þær sem annasl og ala upp börnin meðatt mæður þeirra flykkjast út á vinnumarkaðinn til þess að ,,auka tekjur heimilanna" og „vinna þióðfélaginu gagn". En það telst víst ekki til gagns fyrir þjóðfélagið að sjá um börn. Það sést vel á því að fjöldi kvenna hefur látið tíðarandann telja sér trú um aö húsmóðurstarfið og barnauppeldið sé eitthvað sem er lítils virði og brevta samkvæmt því, ogfóstrur eiga víst að láta skammta sér skít úr hnefa fyrir að vinna störf mœðranna. Hvernig væri að snúa þessu við og mæðurnar sæju sjálfar um börnin sín þessi fáu ár sem það tekur þau að verða sjálfbjarga og fóstrurnar tækju við þeirra störfum á vinnu- markaðnum fyrir boðleg kjör? Mér flnnsl atvinnumál kvenna að ýmsu leyti talsvert öfugsnúin. En hvað sem því líður er alltaf fjöldi mæðra, já foreldra ætti ég víst að segja, sem ekki á annars kost en að vinna úti hörðum höndum fyrir börnum sínum og láta þau í hendur ókunnugra á meðan. Það verður alltaf þörf J'yrir góðar fóstrur og þær eiga allt gott skilið, enda trúi ég því ekki að til sé móðir sem ekki skilur hvers virði góð fóstra er. Og látum svo útrætt um það. Af því að ég er nú að létta á hjarta mínu á annað borð varpa ég hér fram spurningu, ekki bara til Vikunnar heldur allra fjölmiðla. Af hverju er almenningur úti á landi aldrei spurður álits um stórmál sem eru á döflnni? Tökum til dœmis virkjunarmál og togarakaup. Við hér ,.á landsbyggð- inni" höfum okkar skoðanir og þessi mál koma okkur sannarlega við. Já, líka fóstrumál! Með kveðju til Póstsins sem mér flnnst hafa farið mikið fram í starfl á síðari árum. Ein spurning til gamans í lokin. Hvað segir skriftin? Heimakær húsmóðir fyrir norðan 78 Vikan Ifc. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.