Vikan


Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 79

Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 79
Pósturinn hárið lagast ekki og þykknar dálitið við þetta er Pósturinn illa svikinn. Freknur er ekki hægt að losna við. Eins og margoft hefur verið sagt hér á síðum Póstsins stafa þær af ójafnri dreifingu litarefna i húð. Sólar- ljósið hefur áhrif á freknurnar þannig að i mikilli sól dökkna þær, en lýsast ef viðkomandi forðast sólskin. Pósturinn á ákaflega erfitt með að skilja hvers vegna fólki er illa við freknur. Þetta er aðeins kjána- leg hégómagirni því freknur eru mjög eðlilegt fyrirbæri og gefa fólki hraustlegt og þar með fallegt yfirbragð. Til þess að grennast þarf fyrst og fremst vilja. Hversu mikið langar þig til að grennast? Ef þig langar í raun og veru mjög mikið til þess ert þú áreiðanlega tilbúin til þess að færa nokkrar fómir. Fyrsta skrefið er að minnka átið. Hætta að mestu eða öllu leyti að borða feitan og sætan mat. Borða mikið af ávöxtum, grænmeti, mögrum mjólkurvörum, fiski og mögru kjöti. Gróft brauð er alveg nauðsynlegt, en ekki í miklum mæli. Borðaðu hægt og rólega og njóttu hvers bita. Drekktu vatn með matnum. Hvers kyns líkamsæfingar eru bráðnauðsynlegar, skokk, sund, leikfimi, boltaleikir, dans og rnargt fleira. Húðin er sígilt vandamál. Til þess að fá fallega húð þarf hvort tveggja, rétt mataræði og góða umhirðu. Hreinsaðu húðina á hverju kvöldi með góðu hreinsiefni. Þvoðu síðan vel á eftir með vatni. Annað slagið er gott að halda andlitinu í dágóða stund (um 10 mínútur) yfir heitri gufu. Við það opnast húðop andlitsins og auðveldara er að kreista og hreinsa húðina. Hvað snertir mataræðið gildir það sama og að ofan hefur verið nefnt í sambandi við hárið og líkamsvöxtinn. Borða hollan mat. Til þess að komast í splitt og spígat þarf bara að æfa sig og æfa þangað til markinu er náð. Nafnið Jódís merkir hesta-dís og Sigrún merkir leyndarmál sigurs, Erla er sennilega dregið af fuglsnafninu maríuerla. Verónika er nafn af erlendum uppruna. Verónika hét kona sem átti að hafa þerrað svitann af andliti frelsarans þar sem hann bar krossinn. Verónika þessi var síðar tekin í dýrlingatölu. Klúturinn sem hún á að hafa þurrkað svita frelsarans með var varðveittur í Róm og átti mynd hans að birtast á klútnum. Talið er að nafnið geti verið dregið af grískri borg Beronike. Að lokum. Hertu upp hugann, gerðu þitt besta í sambandi við útlitið. Mundu þó að hressilegt og glaðlegt viðmót er miklu dýrmætara og varanlegra en fagurt útlit. na, fóstrur og fleira Pósturinn þakkar góðar kveðjur og hressilegt bréf. Vissulega eiga svona mál líka erindi í Póstinn og eru vel þegin ásamt öllum hinum með unglingavandamálunum og ýmsu fleiru. Það er sjálfsagt óhætt að taka undir það að uppeldisstarfið er ákaflega vanmetið meðal okkar, og það fólk sem slík störf innir af hendi fær störf sín ekki launuð sem skyldi. Blessuð börnin hafa svo sannarlega orðið út- undan í „velferðarþjóðfélaginu” og uppeldis- og fósturmál koma allri þjóðinni við. Þróun síðustu ára verður ekki stöðvuð og þaðan af síður snúið við, enda ekki líklegt að margir kærðu sig um það. Nú þegar eru það mörg mikilvæg störf á vinnumarkaðnum unnin af konum að atvinnulífið gæti engan veginn án krafta þeirra verið. Tökum sem dæmi hjúkrunarstéttina, afgreiðslufólk verslana og ýmissa þjónustustofnana, starfsmenn við fiskvinnslu, barnakennara svo að eitthvað sé nefnt. Þessar stéttir eru að mestum hluta skipað- ar konum. Leiguhúsnæðisþörfinni er engan veginn fullnægt neins staðar á landinu og því er það oft af illri nauðsyn að for- eldrar kornungra barna hella sér út í óhemju vinnu til þess að kosta íbúðarkaup. Algengt er að ung hjón í íbúðar- kaupum vinni 100 klst. á viku til samans og jafnvel þar yfir, þannig að ekki er mikill tími eftir fyrir blessuð börnin þó svo að margir foreldrar vildu fegnir vera heima hjá þeim. Vegna þessarar óhóflegu vinnu koma háir skattar og fyrr en varir er fólk komið í vítahring sem erfitt er að losna úr og oft eru lífsgæðin sem fólkið hefur upp úr þessu af skornum skammti. Einnig má ekki gleyma því að það eru grundvallar mannréttindi að fá að velja sér ævistarf og það á jafnt við um konur og karla. Fólk (einkum kvenfólk) sem tekur sér „fri” frá störfum utan heimilis til þess að annast barnauppeldi á yfirleitt erfitt með að koma sér áfram í starfi eins og það er kallað. Það dregst aftur- úr og fær þar af leiðandi ekki sömu möguleika til tekjuöflunar og ábyrgðar í starfi. Þannig refsar þjóðfélagið þvi fólki sem vill sjálft annast uppeldi þarna sinna. Börnin eru ekki ósjálfbjarga í langan tíma af ævi foreldranna. Ef miðað er við að ungarnir fljúgi almennt úr hreiðrinu um tvítugsaldurinn og að börn í fjölskyldu séu tvö til þrjú með fárra ára millibili eru margir foreldrar lausir allra mála í mesta lagi eftir fimmtán til tuttugu ár. En þá vill vinnumarkaðurinn fólk ekki, nema þá í erfið og illa launuð störf. Uppeldi og heimilisstörf eru einskis metin. Því er heldur ekki að neita að margir finna ekki starfs- og félagsþörf sinni fullnægt innan veggja heimilisins, sérstaklega eftir að börnin eru komin á legg og farin að hafa minni þörf fyrir stöðuga umönnun foreldra sinna. Besta lausnin á þessum vanda er sennilega einhvers konar meðalvegur sem byggist á því að foreldrar skipti með sér vinnu utan og innan heimilisins og að til séu vel búnar dagvistunarstofnanir til að annast börnin einhvern tíma á degi hverjum. Einstæðir foreldrar þyrftu á sama hátt að geta unnið skemmri vinnudag. Foreldrar sem kynnst hafa dagvistunarstofnun og þeirri starfsemi sem þar fer fram gera sér ljóst að góðar fóstrur og góðar stofnanir eru gulls ígildi og þjóðarhagur. Að lokum má nefna að þetta „svar” við bréfi þínu er byggt á samræðum við ýmsa um þessi mál en verður þó að skrifast á reikning Póstsins. Svarið (eins og bréfið) skoðast sem innlegg í þessa umræðu en alls ekki sem neinn stóri sannleikur. Varðandi seinni hluta bréfsins er það að segja að þar getur Pósturinn ekki annað en verið sammála. Of lítið er gert að þvi að leita álits fólks utan Stór-Reykjavíkursvæðis- ins. (Það er þó alltaf gert þegar um skipulagðar skoðana- kannanir er að ræða.) Þetta stafar af því að flestir stærstu fjölmiðlar landsins hafa aðsetur sitt hér á suðvesturhominu og skortur á fé og mannafla meinar mönnum tíðar ferðir út á landsbyggðina. Fjölmiðlar, svo sem útvarp, sjónvarp og dagblöðin, hafa fréttaritara á stærri stöðum þannig að ef til vill er hægt að bæta hér úr ef vilji er fyrir hendi. Pósturinn er alveg hættur að lesa úr skrift bréfritara, en svona til að gera smáundantekningu er það að segja að skriftin er vel læsileg og sterkmótuð, bendir til að bréfritari sé nokkuð örgeðja en staðfastur undir niðri. 16. tbl. Vikan 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.