Vikan


Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 61

Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 61
A- Skemmtanamöguleikar eru | óteljandi í báðum þýsku ríkjunum og ekki síst í Berlín. dalnum, sem oft hefur verið nefndur vagga þýskrar menningar. Kynning Vikunnar á Þýskalandi hefst þvi í Rínar- löndum, síðan lítum við á Berlín og i lokin höfum við spurnir af austurhlut- anum, sem nú er sjálfstætt ríki — Þýska alþýðulýðveldið. Rínarlönd Germanir hlutu nafn sitt úr keltnesku og merkir „germani” nánast „nágranni”. Keltar bjuggu við Rin frá 100 f. Kr.. og Germanir blönduðust þeim sem og öðrum þjóðum þar um kring. Ofstækis- kenningar, sem Þjóðverjar lögfestu á árunum 1933 til 1945, breiddu meðal annars yfir þessar staðreyndir. Höfuðborg Vestur-Þýskalands (eða Sambandslýðveldisins Þýskalands, eins og það heitir opinberlega) heitir Bonn og hún liggur inni á milli hárra hlíða við ána Rín. Bonn var eitt sinn rómverskt virki og siðarmeir aðsetur Kölnarhirðar- innar. Af þeim sökum getur að lita margar- fallegar gamlar byggingar og kastala í Bonn. Tónlistarlíf er fjölbreytt í Bonn. Þar fæddist Ludwig van Beethoven í fallegu grænu og gullbronsuðu húsi árið 1770. Húsið hefur að sjálfsögðu verið varðveitt i upprunalegri mynd og þénar nú sem safn til minningar um Beethoven. -Ný tónlistarhöll í Bonn heitir í höfuð þessa mikla tónskálds og er það hús listasmíð mikil. Bonn er ekki fjölmenn borg á evrópskan mælikvarða. Þar búa nær 300.000 manns og hefur borgin fremur rólegt og æsingalaust yfirbragð. Vestur- þýska þingið og ríkisstjórnin hafa aðsetur i Bonn og þvi er þar fjöldinn allur af erlendum sendiráðum og embættismönnum. Andrúmsloftið í Bonn hæfir vel vestur-þýskum stjórn málum. Iðjusemi, ósérhlífni og sjálfsöryggi einkenna hvort tveggja. Reyndar var það í Bonn sem fyrst var mótmælt í Vesturheimi stjórnarháttum fyrrverandi Íranskeisara, Resa Pahlevi. Árið 1967 kom hann í opinbera heim sókn til Vestur-Þýskalands og flykktust þá róttækir námsmenn út á göturnar til að mótmæla komu keisarans. Mörkuðu þessi mótmæli straumhvörf í stjórnmála- afskiptum evrópskrar æsku. 16. tbl. Vikan 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.