Vikan


Vikan - 16.04.1981, Page 58

Vikan - 16.04.1981, Page 58
Viðtal Vikunnar Skop En gögnin eru til. Og það er til nóg al fólki sem gæti sungið þetta vel. Þessi gamla arfleifð þarf ekki að týiiast. Nóg er til af upptökum til að fara eftir. Og ég vil absalút ekki láta syngja Passíusálmana „bel canto” af „ítölskum” tenór. Það verður að syngja þetta af einhverjum söngvara sem hefur tilfinningu og þekkingu á því sem hann er að gera." „Þyrfti áreiðanlega færri geðdeildir" „Útlitið er ekki gott eins og sakir standa. Ýmsir eru svo sem að vinna að þessum málum en það vantar alla samvinnu og samhug. Það hefur gildi að hlúa að þessari arfleifð. Það hefur gildi aðsyngja Passíusálmana. Hallgrímur Pétursson hefur verið íslendingum andlegur og trúarlegur leiðtogi i gegnum aldirnar og þeir hafa lært sálmana hans og sungið þá. „Passíusálm- arnir eru ekki upp- lestrarljóð - þeir eru söngtextar Þátttaka nútímamanna i trúarlegu samfélagi er í algjöru lágmarki en ef fólk sinnti því meira þyrfti áreiðanlega færri geðdeildir og færri sjúkrarúm. Það fer óskaplega i taugarnar á mér þegar fólk er að býsnast út af byggingu Hallgríms- kirkju og segir að peningunum hefði verið betur varið í sjúkrarúm. Væri ekki betra ef það þyrfti færri sjúkrarúm? Ef maður hugsar til þess hve gífur- legum verðmætum er sóað I menningar- snauða og menningarspillandi hluti, sem örugglega eiga sinn þátt i hvernig sálar- heill þjóðarinnar er komið. þá er það síst of mikið sem lagt er til þessarar byggingar. Hún er reist að mestu fyrir söfnunarfé og mun í framtiðinni verða ein helsta menningarmiðstöð á Islandi. Þar mun fara fram uppbyggileg list- sköpun samhliða kristilegu trúarlífi i' anda Hallgríms Péturssonar og mun hún verða verðugur minnisvarði um hann.” Ég reiði mig á að einhver verði búinn að finna upp lækningu á lungnakrabba þegar ég verð tuttugu og eins árs. Jæja? Og ef þú ert að segja satt, hvers vegna horfirðu þá beint í augu mér? Ha. vil ég hvað? Fyrirgefðu, ég hevrði ekki hvað þú sagðir. SSVlkan 16. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.