Vikan


Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 19

Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 19
Fjölskyldumál Alltaf heyrist annað slagið í fréttum um að einhverjir sitji t gæsluvarðhaldi vegna gruns um eiturlyfjasmygl. Slík mál upplýsast stundum og í Ijós kemur að viðkomandi aðilar hafa með ein- hverjum hætti komið svo og svo miklu magni af ólögmætri vöru til landsins. Margir hafa þungar áhyggjur af þvi að neysla ýmissa eiturlyfja fari i vöxt og að unglingar ánetjist eiturlyfjum meir og meir. Vitað er að margir unglingar hafa prófað eiturlyf og er hass sennilega algengasta efnið sem þeir neyta. Unglingar geta að sjálfsögðu ekki neytt eiturlyfja nema þeir hafi einhverja möguleika á því að útvega sér efnið. Slíkt er yfirleitt ekki erfitt víða erlendis en ætla má að enn sem komið er þurfi að hafa nokkuð „góð” sambönd til að nálgast eiturlyf á lslandi. Margar rannsóknir erlendis frá vitna um að um helmingur unglinga í elstu bekkjum grunnskóla segist hafa prófað eitthvert eiturlyf og enn fleiri segi að þeim hafi verið boðin eiturlyf. Slíkt er varla til- fellið hér enn sem komið er, þar sem tsland má teljast tiltölulega ungt land þegar eiturlyf eru annats vegar. Eiturlyfjakóngar Skipulagðir eiturlyfjahringir eru til viða erlendis. Þar sitja eiturlyfjakóngar eins og kóngulær í vef sínum og skipu- leggja allt starfið í gegnum smákónga og handlangara sem þjóna þeim í einu og öllu. Eiturlyfjakóngar eru aldrei sjálfir háðir eiturlyfjum, þvi að það gætu þeir ekki verslunarinnar vegna. En „litlu karlarnir” sem selja fyrir þá eru yfirleitt alltaf háðir eiturlyfjum. Þeir fjármagna neyslu siná með því að selja fyrir kóng- ana. Eiturlyfjakóngarnir koma heldur aldrei sjálfir nálægt smygli. Það vinna nánir samstarfsmenn þeirra fyrir þá. Smyglararnir eru heldur ekki háðir eiturlyfjum en þeir græða stórar fúlgur á Unglingar og eiturlyf smyglinu. Það hefur ekki enn heyrst um að skipulagðir eiturlyfjahringir á borð við erlenda finnist hér á landi, þó að ætla megi að einhver skipulögð starfsemi fari hér fram i sambandi viðeiturlyfjasmygl. Af hverju byrja unglingar að neyta eiturlyfja? Unglingar hafa sjálfir ýmis svör við spurningunni. Þeir segja meðal annars að það sé spennandi að prófa eitthvað nýtt, að þeir vilji prófa hvort þetta sé eins dásamlegt og lýst sé, að vinirnir hafi prófað það og þá þurfi þeir einnig að reyna og einnig að þeir vilji sjálfir vita hvort það sé eins hættulegt að neyta eiturlyfja og sagt sé. Margir unglingar segjast verða ánægðari og upplagðari, þegar þeir neyta einhverra efna, og þeim finnst þeir losna við óöryggið, kvíðann og þunglyndið. Sumir segja einnig að þeir taki inn efni til að „finna” sjálfa sig. Eiturlyf geta því verið flótti frá tilfinningum og vandamálum sem unglingar þora ekki eða geta ekki unnið úr sjálfir. Þeir sem hafa rannsakað þessi mál hafa ýmsar útskýringar á því af hverju unglingar ánetjast eiturlyfjum. Þvi er haldið fram að unglingar, sem sæki í eiturlyf, eigi oft við vandamál að etja heima fyrir og slæmt samkomulag sé við foreldra. Unglingarnir beri ekki traust til foreldra sinna, geti ekki talað við þá, séu gjarnan hræddir við þá og finnist úti- lokað að foreldrarnir geti skilið þá. Bent er á að langalvarlegustu eiturlyfjaneyt- endurnir séu unglingar frá mjög erfiðum heimilum, heimilum þar sem miklir árekstrar hafi verið, drykkja, fátækt og ofbeldi. Slíkir unglingar hafi oft fengið þá tilfinningu að öllum sé sama um þá og það skipti þvi ekki máli hvað þeir geri. Þeir leita því burt frá ömurlegri tilveru yfir i aðra sem þeir finna augna- bliksfróun í. Eiturlyfjaneysla er oftast bæði háð ytri félagslegum áhrifum og innri sálfræðilegum áhrifum. Víxlverkun þessara þátta er oft mjög flókin. Heimilisaðstæður, félags- og efnahags- leg staða foreldra og skólaganga skipta unglinga máli þegar eiturlyf eru annars vegar. Unglingar sem sækja í eiturlyf eru oftast óánægðir með alla hluti, heimilið, skólann, kennarana og jafnvel félagana. Þeir hafa oft þá tilfinningu að þeir lifi vonlausri tilveru, sem ekki sé hægt að breyta. Ýmiss konar tauga- veiklunareinkenni geta gert vart við sig. Eirðarleysi, óróleiki, erfiðleikar með svefn og hræðsla eru algeng. Eiturlyfja- neysla unglinga endurspeglar oft viðhorfið: „Enginn skilur mig.” Hassneysla og eiturlyfja- neysla Margir foreldrar eru áhyggjufullir ef þeir vita að börn þeirra hafa prófað hass. Sumir halda aðef hass er neytt nokkrum sinnum geti unglingurinn orðið eitur- lyfjaneytandi. Slik hræðsla var algeng um 1970 þegar fjöldi af unglingum viðsvegar um heini byrjaði að neyta hass og fór siðan yfir i sterkari eitur- lyf. Það er hins vegar ekki beint samband á milli þess að neyta hass og verða eiturlyfjaneytandi. Fjöldamargir unglingar hafa neytt hass nokkrum sinnum og hætt siðan og þeim aldrei dottið i hug að neyta sterkari efna. Hass telst hins vegar opinberlega til eiturlyfja og hefur því gjarnan stimpil í hugum almennings sem eiturlyf. Skaðsemi hass Menn greinir á um skaðsemi hass. í þvi sambandi er oft bent á að hass hafi verið notað öldum saman bæði í Austur- löndum og Afríku og þar hafi menn litið hass svipuðum augum og við höfum litið á áfengi. Dr. Olav Branden, sem er forstöðu maður eiturlyfjastofnunar Sameinuðu þjóðanna i Washington, kom með opin bera yfirlýsingu frá rannsóknarstofnun inni um hass upp úr 1970. Þessi yfir lýsing kom í kjölfarið á stóraukinni hass neyslu ungmenna. Olav Bránden sagði að almennt ríkti sú skoðun meðal vísinda manna að kannabis (hass og maríhúana) væru hættuleg efni. 1 þessu sambandi sagði hann að nú hefðu menn sannanir fyrir að kannabis innihéldi miklu fleiri efni en áður hefði verið álitið og þar kæmu að minnsta kosti um 50 efni við sögu. Þessi efni væri ekki enn búið að einangra og rannsaka. Upp úr 1970 voru cinnig birtar niðurstöður í erlendum tímaritum þess efnis að hægt væri að verða háður hassi. Með þessu var átt við að maður sem neytti hass reglulega myndi stöðugt þurfa meiri og meiri skammt til þess að ná vímukenndum áhrifum. Rannsóknir með dýr höfðu sýnt fram á að þessu var svona varið og minnti verkunin á verkun áfengis. Margt fleira athyglisvert hefur komið fram i skýrslum. ekki sist frá Sameinuðu þjóðunum, um hass, meðal annars að mikil hassneysla geti valdið heila sköddun. Vísindamenn eru hins vegar ekki á eitt sáttir um skaðsemi hass og segja sumir að hassneysla unglinga geti aldrei orðið neitt svipuð að magni til eins og það sem pumpað hefur verið í dýr i tilraunaskyni. Þess vegna sé útilokað að unglingar geti orðið fyrir sömu skaðsam- legu áhrifunum. En skýrslur frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna hafa hins vegar mikil áhrif á afstöðu margra þjóða til hass og valda þvi mcðal annars að hass er enn bannað á Vcsturlöndum og taliðeiturlyf. 16. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.