Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 63
Af ferðalögum
Kíbenhavn-Gedser
Warnemíipde - Berlin
Malmo - Trelleborg
Sassniti- Berlin
Krus2 - Hamburg
K^benh.-Rddby-Hamburg
Hamburg- Hannover- Bérlin
Til Niirnberg
5 ferja
= járnbraut
= þjóðveguT
= br'au.'t
Virkilega fjölbreytt og skemmtileg ferðaáætlun gæti litið svona út. Tekinn
á leigu bíll í Kaupmannahöfn. Ekið um Austur-Þýskaland til Berlínar,
áningarmöguleikar eru margir. Síðan frá austurhlutanum til Vestur-
Berlínar. Þaðan suðvestur á bóginn til Rínarlanda og svo aftur til baka
um Jótland.
Áhugamenn um léttvín heimsækja
auðvitað vínbúgarða í Rínarlöndum
og fá að prófa framleiðsluna. Við
Mosel og Rín er hvítvínspressan
þarfaþing.
Worms sem Marteinn Lúther hóf sigur-
för sína gegn kaþólsku kirjunni. árið
1521.
Nú væri kjörið að ferðast með ferju
eftir Rín, til dæmis frá Worms til
Koblensz: Siglingin eftir Rín er
afskaplega rómantísk í sjálfri sér. en
viðkoma í nokkrum þorpum við Rin, til
dæmis Eltville, Östrich og Rtides-
heim — er eiginlega boðorð fyrir þá
sem vilja leyfa sér þann munað að prófa
nokkrar af þeim ágætu víntegundum
sem þar eru á boðstólum.
Að lokinni bátsferð eftir Rin — og
auðvitað væri hægt að fara þennan spöl
á nokkrum dögum — komum við aftur
til Koblenz. Nafn þeirrar borgar er ekki
langsótt, það er dregið af latnesku
rótinni confluentes, sem merkir ármót, í
þessu tilfelli mót ánna Mosel og Rinar.
Vegna legu sinnar var Koblenz og er
mikilvægur verslunarstaður. sérlega
fyrir vínhéruðin i nágrenninu. Þarna eru
því margar gamlar byggingar, sem stóðu
eftir heimsstyrjöldina, og ýmsar minjar
um liðna tíð.
Til Berlínar
Fyrir síðari heimsstyrjöldina var
Berlín höfuðborg Þýskalandsríkis. Núna
er borgin táknræn fyrir skiptingu þýsku
þjóðarinnar í tvær fylkingar, og í raun
skiptingu alls heimsins I andstæðar
fylkingar.
Berlin er inni i miðju Þýska alþýðu-
lýðveldinu (eða Austur-Þýskalandi, eins
og það er almennt nefnt). Vesturhluti
borgarinnar tilheyrir ekki Vestur-Þýska-
landi. hann er enn i dag hernámssvæði
Vesturveldanna. Þar ráða Bretar.
Bandaríkjamenn og Frakkar. Þessi
vesturhluti nefnist almennt Vestur-
Berlín og hinn margumtalaði
Berlínarmúr umlykur hann. Múrinn var
reistur umhverfis Vestur-Berlín. hann
markar landantærin milli austurs og
vesturs.
Ferðamenn geta farið á milli austur-
og vesturhlutans að vild. Og þótt
Vestur-Berlin hafi fyrr á árunt þénað
sem nokkurs konar útstillingargluggi til
að laða fólk vestur á bóginn er austur
hlutinn orðinn það glæsilegur að hann
þénar allt eins vel sem útstillingargluggi
fyrir Alþýðulýðveldið. Þvi er sjálfsagt að
menn skoði báða hluta Berlínar. ef þeir á
annað borð gera sér ferð þangað.
Þótt Vestur-Berlín sé umgirt múrnunt
þýðir það ekki að þrengt sé að íbúunt
þar. Það. er helst hægt að fá
innilokunarkennd i einu af nýjum íbúða
hverfum Vestur-Berlínar, nokkurs konar
risablokk sem hýsir um 50.000 manns.
En vesturborgin nær yfir stórt svæði.
þar eru stöðuvötn. stórir skemmti
garðar og jafnvel sveitabæir.
Menningarlíf blómstrar I báðum
hlutum Berlinar þótt með ólikum hætti
sé. 1 Vestur Berlin er fjöldinn allur af
leikhúsum, tónlistarhöllum, lista
söfnum, kvikmyndahúsum og sögu-
frægum byggingunt. Sá sem vill fylgjast
með því sem nýstárlegast er i listum í
Evrópu verður ekki fyrir vonbrigðum i
Vestur-Berlin.
Menningarlif er með nokkuð öðrum
hætti í austurhluta Berlínar en arfurinn
er sameiginlegur báðum þýsku rikjunum
og þess vegna er margt líkt með vestri og
austri. Til dæmis er leiklist i blóma
báðum megin og rétt að líta á leik
sýningu í Berliner Ensamble leikhúsinu í
austurhlutanum. Sá víðfrægi og rómaði
höfundur Bertolt Brecht starfaði þar um
árabil, eftir heimsstyrjöldina siðari.
Leikrit hans þykja sigild I Vestur-
Þýskalandi líka og ekki sjaldan verið að
sýna sama Brechtleikritið bæði fyrir
austan og vestan.
Hægt er að finna óendanlega margt að
gera og skoða í báðum hlulurn Berlinar.
Mönnum bjóðast útsýnisferðir með
áætlunarbílum eða bátum, ýmiss konar
sögusöfn (til dæmis Pergamon-safnið í
austurhlutanum, sem hýsir minjar frá
öldunum fyrir Kristsburðl og ekki síst
skemmtana eða næturlífið.
Austur-þýska efnahagsundr-
ið
Oft er talað um að viðreisn Vestur-
16. tbl. Vikan 63