Vikan


Vikan - 16.04.1981, Page 20

Vikan - 16.04.1981, Page 20
Framhaldssaga eftir Margit Sandemo EITRI BIANDIIM AST Svona! Nú er útséð um, að þú komist til baka. Og reyndu bara að halda áfram yfir brúna. Reyndu það bara! æpti hann og hló svo illkvittnislega, að hún var ekki í vafa um, að þar biði hennar ekkert annað en bráður bani. Hvað var hun eiginlega að vilja þarna? Hvers vegna hafði hún tekið i mál að fara með þessum kappsama. ábyrgðariausa jarðfræðingi? Hann var sannkallaður prófessor, sem sást greini- lega lítt fyrir í ákafa sínum. — Hér verðum við að hoppa yfir. sagði Pedersen, þegar þau komu að breiðum læk. Hann ætlaði augljóslega ekki að gefast upp. Að óreyndu hefði hún ekki búist við slíku hugrekki hjá þessum miðaldra, þéttvaxna manni. Hún blygðaðist sín fyrir eigin rag- mennsku. Lindu var farið að svíða í augun. og henni var orðið afar heitt í þykku peys- unni sinni. Gufan settist á fötin og þétt- ist í stóra dropa, sem brátt mundu þrengja sér gegnum þau. Pedersen var þegar kominn yfir á hinn bakkann á sjóðheitum læknum. Hún taldi í hljóði upp að þremur og stökk á eftir honum. 1 þetta sinn höfðu þau þétta, brúna jörð undir fótum. Guði sé lof! — Hvar er blágræni flekkurinn núna? hrópaði hún til að yfirgnæfa hvæsið i pyttunum allt í kringum þau. — Beintframundan. — Drottinn minn! Við komumst ekki yfir hérna. — Jú, vissulega. Þetta er smáspölur. og þarna fyrir handan er skorpan traust. Svo langt gat hún ekki séð. Hún sá aðeins, að framundan var jarðvegurinn gulhvítur með ryðrauðum flekkjum og allt annað en árennilegur yfirferðar. Svona hlýtur jörðin að hafa litið út. þegar hún var í mótun, hugsaði hún. Öll jarðskorpan eitt hvæsandi helvíti. — Fylgdu bara fast á eftir mér. Þetta er ekki eins langt og það sýnist. Hún hlaut að komast þetta, úr því að hann hikaði hvergi, þótt hann væri miklu þyngri og allt annað en lipurlega vaxinn. Hún elti hann í blindni og forðaðist að líta alltof mikið i kringum sig. Hún neri augun og sá. að nú voru þau stödd á öðrum hólma með þéttum, brún- um jarðvegi. Þaðan varð aðeins komist eftir örmjórri steinbrú áfram inn á hið eftirsótta svæði. — Sérðu ekki blágræna litinn þarna við hinn enda brúarinnar? hrópaði Pedersen í eyra hennar. Þau stóðu svo þétt saman, að hún fann lyktina af rak- vatninu hans, sem blandaðist einkenni- lega brennisteinsþefnum í vitum hennar. Linda starði. Hana sveið í augun af óloftinu. — Nei. — Við verðum að fara út á stein- brúna. Þá sérðu þetta betur. Komdu! — Nei, nú gefumst við upp! Ég fer ekki feti lengra, hrópaði hún eins hátt og hún gat, þvi nú þurftu þau að yfirgnæfa háværan hvin úr örmjórri sprungu, sem var rétt hjá þeim. Ár eftir ár spjó jörðin þessum örmjóa kraftmikla gufustrók með hvínandi hávaða upp í loftið. Ótrúlegt um að hugsa! — Hvaða vitleysa, sagði Pedersen sannfærandi. — Þú mátt fara á undan. ef þér finnst óþægilegt að fá þessa gufu- kanónu i bakið. — Og eiga svo eftir að feta sig allt þetta aftur til baka? Nei. takk, ég held ég láti það vera. — Eftir alla þessa fyrirhöfn? Það væri synd! Linda. sem alltaf hafði átt bágt með að gera öðrum á móti skapi, andvarpaði og byrjaði að feta sig út á steinbrúna. Svo mjó var brúin, að viða var hún aðeins ein fótbreidd. Hún var komin um það bil hálfa leið yfir. þegar hún stansaði og velti fyrir sér, hvort hún ætti heldur að reyna að skríða. Þá fann hún allt í einu tekið um háls sér aftan frá. Hún æpti upp yfir sig. reikaði í spori og reyndi að snúa sér við. Hún rétt náði að sjá í augu Pedersens, sem nú höfðu algjörlega glatað barnslegum ákafa sínum. Úr þeini skein aðeins sigri hrós- andi illska. 1 hendinni hélt hann á bauk, og úr honum skvetti hann af miklum krafti beint framan i hana svo örsnöggt. að hún náði ekki einu sinni að depla augunum. Linda veinaði af sársauka og greip höndunum fyrir augun. Með naumind- um náði hún jafnvæginu á brúnni á nýjan leik, en það mátti engu muna. Og hún mátti sig ekki hræra, enda sá hún ekki glóru. Duftið, sem hann hafði kastað framan í hana, olli henni sárum, þungum hósta. Og í gegnum hóstann og gufuhvininn heyrði hún rödd hans: — Loksins hef ég fundið þig. Linda lngesvik. Ég hef leitað þin í þrjú ár. — Surtur? kveinaði hún. — Einmitt! En vita skaltu. að Surtur fremur aldrei morð, ekki með eigin höndum. Ég hef bara komið því svo fyrir, að þú hafir enga möguleika á að komast af. Það er ekki morð. Það er að leyfa náttúrunni að hafa sinn gang. Hún heyrði rödd hans fjarlægjast, þegar hann fetaði sig aftur yfir brúna og skildi hana eina eftir á þessari örmjóu fótfestu, sem engin leið var að feta sig eftir, án þess að geta séð niður fyrir fæturna. KLUKKAN var orðin sjö. og Johannes hafði ráfað inn og út af hótelinu hvað eftir annað. Næturvörðurinn var farinn heim, og í stað hans var komin ung stúlka i móttökuna. Hann sat á bekk úti fyrir hótelinu. Nokkrir gestanna voru komnir á fætur og höfðu brugðið sér í gönguferð, morgunhressir og kátir. Hol- lendingar, hélt hann. Hann gekk aftur niður að vatninu. gat ekki farið neitt lengra frá til þess að missa ekki af því. ef Linda kæmi út. Hann heyrði i bíl, sem kom að austan, en það kom honum ekki við. Hann heyrði bílhurðinni skellt aftur, og skömmu síðar heyrðist smellurinn í úti- dyrum hótelsins. Lögreglufulltrúinn leit til öryggis eftir því, hvort Linda kæmi út um leið, en það var ekki að sjá. Hann var orðinn óþolinmóður. Snemma á fótum! Ætlaði hún kannski að lúskrast á fætur síðust allra? Þegar klukkan átti eftir fimmtán mínútur i átta, kom herbergisfélagi Lindu niður í morgunmat. Johannes reis strax á fætur úr sófanum í móttökusaln- um. — Er ungfrú Ingesvik ekki ennþá vöknuð? spurði hann fljótmæltur, án þess að gefa sér tíma til að bjóða góðan dag. Konan lyfti brúnum í undrun. — 20 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.