Vikan


Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 8

Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 8
Cecil keypti bróður sinn þó fljótt út úr fyrirtækinu, kona Arthurs taldi þaðekki sæma heiðursmanni að vera bruggari! Edward stjórnaði Guinness á siðustu áratugum nítjándu aldar og gerði að þeim risa sem það er í dag. Árið 1886 varð Guinness svo opinbert fyrirtæki og höfuðstöðvarnar fluttar til London, þó Dublin sé auðvitað á sinn hátt miðpunktur veldisins. Edward var fyrsti „Lord Iveagh". Frá Iveagh í Ulster kom Guinness-ættin upphaflega. Hann er líka höfundur orða ,sem þykja nokkurs konar heimspeki Guinness. I þeim felst sú stefna að ágóðinn eigi að fara aftur til uppsprett- unnar — að minnsta kosti að hluta: „Þú getur ekki búist við að græða á öðrum ef þú ert ekki við því búinn að láta aðra græða á þér." Með mildari orðunt: „Ef Guinness hefur gert Dublinarbúum gott þá hafa Dublinarbúar gert Guinness gott." Nú er þriðji „Lord lveagh" forstjóri Guinness, Arthur Francis Benjamin Guinness, sjötti í beinan karllegg frá Arthur Guinness hinum fyrsta. Guinness stækkar líka og eflist. Arthur (I) hefur vitað viti sinu þegar hann skrifaði undir leigusamning á landi undir bjórgerð til 9000 ára með 45 punda ársleigu! Á leiöinni í gerjun Það hljómar ósköp einfalt að segja að í Guinness sé bygg, humlar, vatn og ger. En það er bara eitthvað meira. Eitthvað sem enginn getur með góðu móti skýrt. Aðferðin við bjórgerðina er ekki svo frá- brugðin bjórgerð annars staðar — og þó. Kannski er einhvers staðar leyndarmál i framleiðslunni, kannski er það bara Dublin sjálf sem er kryddið sem þarf! Eitt er víst: Guinness er öðruvísi — með þetta hvíta froðuhöfuðog þetta lítiðeitt ramma bragð sem er þó sætt! Það er annars tilgangslaust að reyna að lýsa því sem ekki er hægt að lýsa, bara reyna! lrskir bændur sjá Guinness fyrir byggi. Meira en 28 þúsund hektara lands þarf fyrir bjórgerðina. Bygginu er siðan breytt i malt með þvi að láta það spíra og kornið þurrkað í ofni. Maltið heldur áfram í brugghúsið þar sem í það er bætt örlitlu af brenndu byggi til litunar. Þetta hráefni fer i nokkurs konar hakkavél, „kieves", kramið þar og blandað vatni. Með síun verður til úr þessu sætur vökvi og tveim fyrri stigum framleiðslu- ferilsinser lokið. Á þriðja stigi koma humlarnir til sögunnar, þetta undur bjórgerðar- mannsins. Það er engu líkara en skaparinn hafi ætlað jurtinni „humulus lupulus” þennan hlut í bjórgerð frá fyrstu tíð, svo mikið á bjórinn jurtinni að þakka. Guinness hefur frá upphafi sótt humla sína til Englands þar sem skilyrði eru einkar góð fyrir jurtina. Hún þrífst svo sem á írlandi, sú breska er einfaldlega betri og það er ameriski humallinn líka, enda sækir Guinness sömuleiðis þangað. En hvað gerir humallinn fyrir Guinness? Jú, hann gefur bjórnum þetta sérstaka beiska bragð sem er með öllu ómissandi. Geymsluþolið er honum sömuleiðis að þakka. Á þessu þriðja stigi eru humlarnir soðnir í nokkra klukkutíma með blöndunni sem áður var fengin. Eftir aðra síun er loks komin hin endan- lega bjórlögun, sú sem fer í gerjunar- tankana. Mikil lifandis býsn af bjór! Þeir sem áður hafa aðeins þekkt til bjórgerjunar í 25 lítra kút undir eldhús- bekk finna til smæðar sinnar i gerjunar- húsi Guinness. Þar duga engin smáílát. Einn gerjunartankanna i St. James’s Gate er stærstur i heimi. 1 honum eru bruggaðar 2.304.000 enskar pintur í einu, hvorki meira né minna! 1 gimaldinu berst úrvals Guinness ger, jafngamalt fyrirtækinu. harðri baráttu við að breyta sykrinum í löguninni í vínanda og „carbon dioxide”. Efst i tankinn safnast þykkt froðulag, nokkurra metra jafnvel, sem er skilið frá hinum gerjaða bjór eftir að gerjun lýkur. Gerjunin tekur aðeins tvo til þrjá daga, gerlarnir kunna líka orðið vel til verka eftir öll þessi ár — svo fá þeir vitanlega alltaf rétt hitastig sem ekki er lítið mikil vægt. Verði þeir einhvern tima lasnir og geti ekki farið í vinnu þá eru varabirgðir geymdar á rannsóknarstofunni og í peningaskáp forstjórans! Greinarhöfundur var svo lánsamur að hitta á þá stund í framleiðslunni að þrír gerjunartankanna voru opnir og gerjun að Ijúka. Inn um kýrauga gat að líta brúna froðuna. Ég vildi sjá sem mest, stakk höfðinu inn og andaði djúpt að mér. Dvölin inni þar varð þó styttri en til stóð, gasið sá fyrir því! Ég stóð á öndinni drjúga stund. Billy leiðsögu- maður Porter (!) brá á það ráð til að berja á kvefinu sem hann var að fá að fara að dæmi mínu. Honum leið strax betur á eftir! Þó hinn eiginlegi Guinness-bjór sé nú fenginn er ekki öllu lokið þar með. Áður 8 Vikan 16. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.