Vikan


Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 10

Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 10
Anna tók saman Páskarnir eru á næsta leiti og frítími hjá flestum í þjóð- félaginu. Kvikmyndahúsin dusta rykið af gömlu teikni- myndunum sínum, því smá- borgararnir (sem eiga hreint ekkert skylt við smáborgara- skap) vilja ólmir fara á bíó. Stundum eru meira að segja glænýjar teiknimyndir á boðstólum. Fæstum blandast víst hugur um vinsældir teiknimynda og sjónvarpið hefur átt sinn þátt í því að gera þær enn vinsælli, ef eitthvað. Tommi og Jenni með öllu sínu ofbeldi, blíði góði Barbapabbi, Herramenn ýmsum ókostum búnir og Tékkarnir Sponni og Sparði eru vinir margra barna. Að láta myndir hreyfast hratt Teiknimyndir eiga eldri rætur en kvikmyndir og strax árið 1831 var farið að gera tilraunir með þess konar lifandi myndir. Joseph Antoine Plateau hét maður nokkur sem fann upp undratækið „phenakistoscope” sem nú er jafnframandlegt og nafnið. Fleiri fylgdu í kjölfarið með endurbætt tæki og öllum var þeim það sammerkt að þau byggðust á aðferðum til að láta myndir hreyfast hratt. Svipað gera krakkar enn í dag, þeir geta teiknað einfaldar myndir, tekið þær í gegn og breytt einföldum atriðum, svo sem stöðu handa og fóta. Með því að brjóta renning saman og láta myndir standast á á efri og neðri helmingi rennings geta þeir útbúið einfalt bíó, frum- stætt að vísu en byggt á sömu hugsun og „alvöru” teikni- myndir. Fyrirmyndirnar úr dagblöðunum Þróun teiknimynda komst verulega á skrið þegar farið var að framleiða teiknaðar kvik- myndir. Mikið var um að teiknimyndahetjur dag- blaðanna væru dubbaðar upp á filmu og þannig látnar öðlast nýttlíf. Walt Disney er sennilega frægastur allra einstaklinga sem fengist hafa við teikni- myndagerð. Hann hóf feril sinn í Hollywood 1923 og gerði teiknimyndir eftir sögunni Lísu í Undralandi og Ástvaldi kanínu. Hann hefur gert ótaldar teiknimyndir þótt rétt sé að geta þess að hann hafði fjölda manns í vinnu hjá sér við að teikna stjörnurnar sínar. Mikki mús er frægastur allra handaverka Disneys þótt geðvonda öndin hann Andrés hafi einhvern veginn náð meiri alþýðuhylli hér á landi. Kannski megi þar greina dönsk „Andrés-blaða” áhrif. Ekki bara barnaefni Teiknimyndir eru löngum taldar barnaefni þótt slíkt sé í rauninni mesti misskilningur. Svona geta teiknimyndir Ifka verið: úr bandarískri verðlaunamynd. Þessi mynd sýnir að ekki er þörf að kvíða þótt ekki séu allar teiknimyndir teiknaðar. Teiknimyndir — eldri rætur en kvikmyndir Fullorðnir sitja alveg jafn- stjarfir yfir ævintýrum Tomma og Jenna á mörgum heimilum og sakna þeirra alveg jafnmikið þegar þeir týnast af skerminum. Walt Disney er einn þeirra sem tekist hefur að skapa klassíska teiknimynd sem fremur verður að teljast eiga erindi við fullorðna. Það er auðvitað Fantasía, þar sem hann leikur sér með sígilda tónlist og teikningar. Hér á landi hefur lítið verið fengist við teiknimyndagerð enda er það allrar kvikmynda- gerðar seinlegust vinna, segja fróðir menn. Þó hefur Þrymskviða Sigurðar Arnar Brynjólfssonar náð að líta dagsins ljós, mest fyrir seiglu höfundar. Tuttugu og fjórar myndir á sekúndu Teiknimyndin hefur verið notuð í auglýsingamyndir í mörg ár og greinilegt að teiknaðar auglýsingamyndir standa í miklum blóma. Framleiðsla teiknimynda er hins vegar svo dýr að farnar hafa verið ýmsar leiðir til að sneiða hjá því að teikna allar þær myndir sem með réttu lagi þurfa að birtast á sekúndu til að hreyfingar allar verði eðlilegar. Hvorki meira né minna en 24 myndir þurfa að renna í gegnum vélina á hverri 10 Vlkan 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.