Vikan


Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 7

Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 7
Vikan í brugghúsi «* Patricia Guinn- as&, annað af tveim bjórflutn- ingaskipum Guinness, á Uffey fijótinu. Myndin er raunar tekin af skut hins, Lady Mirande. Tank- bilarnir sjá um afl ferja bjórinn Úr bjórgerflinni til skips. Arthur Guinness Árið 1756 hefur Arthur fest kaup á bjórgerð í Leixlip í County Kildare. Hann sá fljótt að þar var engin framtíð fyrir stórveldi og flutti því til Dublinar 1759. Það ár markar upphaf Guinness- bjórs sem ekki aðeins hefur sett sinn óafmáanlega stimpil á lra og írskt þjóðlif heldur meira og minna á fjölmargar aðrar þjóðir. Það var auðvitað byrjað smátt, enda við ramman reip að draga. Iðn- bylting í fullum gangi yfir á Englandi. Irar þekktu lítið annað en fátækt og áttu allt sitt undir kartöflunni. Sveitafólkið drakk viskí og gin og var sælt með það. Samt var bjórgerð á írlandi talsverð og raunar arðvænlegasti iðnaðurinn þar. Gæðin voru hins vegar ekki að sama skapi merkileg — og svo nutu enskir bjórgerðarmenn skattfriðinda á lrlandi. Slíkt gerði írskri bjórgerð erfitt fyrir. Þessi enski bjór var aðallega „porter" frá London. Þannig var írskum bjórmálum háttað þegar Arthur Guinness reið fáki sinum inn á bjórmarkaðinn. Hann barðist hatramlega gegn friðindum enskra og hótaði að byggja verksmiðju i Norður- Wales til að framleiða fyrir Dublinar- markaðinn ef réttlætinu yrði ekki fullnægt. Þvi var fullnægt 1795 en þá var hætt að skattleggja innlendan bjór. Og Arthur þurfti aðberjast við fleiri. Frá upphafi hafði hann tekið vatnið í bjórinn úr skurði rétt við St. James's Gate. En borgin óx og þurfti á þvi svæði að halda. Úr þessu varð deila milli borgarstjórnar og Arthurs. Ákveðið var að fylla upp í skurðinn og borgarstjórinn mætti með flokk manna til að fylgja ákvörðuninni eftir. Þeir hittu fyrir Arthur Guinness í vígahug. Hann greip öxi af einum verkamannanna og hrópaði ókvæðisorð. Við það glúpnuðu komumenn og hurfu á braut. 1 það skipti varð ekkert úr samningum. 1785 var hins vegar skrifað undir samning um vatnsréttindi. Hann fól i sér 10 punda leigugjald á ári. Vatnið skyldi nú tekið nokkru fjær verksmiðjunni, úr stiflum 5 og 8. Þetta hélst fram á sjötta áratug þessarar aldar. Síðan er vatnið tekið úr síðarnefndu stiflunni. Þannig hefur sama uppsprettan, St. James’s Well i County Kildare, þjónað Guinness allt frá upphafi. Arthur Guinness stjórnaði fyrirtæki sínu í 44 ár. Vegna afnáms bjórskattsins og svo auðvitað vinsælda bjórsins tókst honum að brjóta veldi Englendinga á bak aftur. Á þessum hveitibrauðsdögum fyrirtækisins hafði Guinness aðeins bruggað „ale” og „borðbjór”. 1 dagbók Guinness frá þessum árum má lesa: „1 dag, 1. aprrl 1799, var bruggaður siðasti „ale" bjórinn.” Þessari ákvörðun. að brugga aðeins „porter”, er þökkuð óslitin velgengni Guinness. (Það sem áður kallaðist „porter” heitir nú „stout”.) Frá Guinness föflur til Guinness sonar Arthur Guinness og Olavia Whitmore kona hanseignuðust 21 barn, lOkomust á legg. Þeirra elst var sonur og nafni frumherjans. Arthur Guinness (II) tók viðafföðursinum 1803. Þessi Arthur lét sér ekki nægja að stjórna vaxandi bjórgerð. Aukavinna hans var að vera bankastjóri Irlands- banka. Flestum hefði verið það fullt starf. Sömuleiðis studdi Arthur (11) baráttu frelsishetjunnar Daniels O’Connell, baráttu fyrir réttindum kaþólskra. Þetta er athyglisvert vegna þess að Guinness-fjölskyldan hefur alltaf verið mótmælendatrúar og fylgjendur sambands við Breta á jteim timum. Þrátt fyrir erfiðleika um miðja nitjándu öldina tókst Guinness að halda velli og vel það, vaxa talsvert. Hungrið mikla 1845-1849 felldi um milljón íra og landflótti var gífurlegur en upp úr miðri öldinni rétti þjóðin að nokkru úr kútnum. Járnbrautir voru byggðar um landið og þorp sprutlu upp, hvort tveggja hafði mikla þýðingu fyrir Guinness. Arthur Guinness (II) lést 1855 og við tók Benjamin Guinness. Fyrirtækið var nú orðið allsráðandi í Dublin og hafði sömuleiðis náð sterkum tökum i i.iverpool, Bristol og London. Hafinn var stórfelldur útflutningur á bjór frá trlandi. Benjamin lét sér annt um fleira en bjórgerðina eins og fyrirrennari hans. Hann var um skeið borgarstjóri I Dublin og seinna þingmaður, vellauðugur, enda bjórinn farinn að gefa drjúgt af sér. En Benjamin sat ekki á peningunum. Allt frá upphafi hafði Guinness-fjölskyldan verið tengd St. Patrick's-kirkjunni í Dublin. Um miðja nitjándu öldina var 600 ára saga hennar farin að setja mark sitt á þetta tignarlega guðshús. Benjamin réð sér arkitekt til að gera lillögur um endurbyggingu sem hann var síðan sárlega óánægður mcð. Hann settist því niður og gerði sjálfur áætlun. Kirkjan var síðan lagfærð samkvæmt henni, undir stjórn hans og fyrir fé hans. Þjálfun i húsateikningu hafði Benjamin auðvitað aldrei fengið. Verkið kostaði lítil 150 þúsund pund! Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og Benjamin malaði gull með framleiðslu sinni var annar af Guinness- ættinni. Henry Grattan Guinness, á þönum um götur Dublinar að predika lýðnum skaðsemi alkóhóls og drykkju. Þetta hafði þó harla lítil áhrif og Henry fluttist til Afríku í guðsorðasáningu. Í þeirri krossferð munaði minnstu að hann yrði notaður í „írska kjötkássu’’ — ■ stað kindakjöts! Lord Iveagh l-lll — Leiga í 9000 ár Sir Arthur Edward Guinness og Edward Cecil Guinness tóku í sameiningu við af föður sínum. Edward lfe. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.