Vikan


Vikan - 16.04.1981, Síða 27

Vikan - 16.04.1981, Síða 27
getur greint ekki færri en tíu milljarða vetrarbrauta og hver og ein þeirra er á stærð við vetrarbrautina okkar. En það er fjarri því að þær séu klesstar hver upp við aðra! Meðal- fjarlægð milli vetrarbrauta er á að giska 1.000.000 ljósár. Það stórkostlega við vetrar- brautirnar er að . . . Maríanna kom inn úr eldhúsinu. Talandi um veturinn, greip hún fram í, — finnst ykkur ekki allt hafa hækkað í vetur? Ég var að heyra að mjólkurlítrinn ætti að hækka um 7 aura. Þegar við byrjuðum okkar búskap kostaði hann ekki nema 22 aura og fituprósentan var þá miklu hærri. Maríanna kom viða við á næstu tuttugu mínútum og rakti helstu verðhækkanir sem orðið höfðu frá því í stríðslok. — Og mjólkin, sem maður fær núorðið, er alveg ónothæf í almennilegan franskbrauðs- bakstur og þetta sem maður fær í bakaríum er ekki annað en hvéi’ti og vatn, uppblásið af lofti, klykkti hún út. Meðan hún náði andanum augnablik flýtti ég mér að leggja nýja spurningu fyrir magisterinn. — Andrómeda, sagði ég, — maður les svo ofl um vetrarbrautina Andrómedu. Af hverju hafa vísindamenn einmitl áhuga á henni? — Af því Andrómeda er sú stjörnuþoka sem næst er okkar eigin. í henni eru nærri 100.000.000 stjörnur. Þegar að- stæður hér á jörðinni eru ákjós- anlegastar er hægt að sjá hana berum augum frá jörðinni . . en aðeins þega'r best afstaða er á milli Andrómedu og jarðar- innar, þar sem innra ljósmagn Andrómedu er 100.000. 000.000 sinnum meira en birta sólarinnar og sólin bliknar við hlið hennar! Ef maður tæki allar þekktu pláneturnar, risann Júpíter þar með talinn, og hnoðaði þær saman í einn stóran klump, þá þyrfti 700 klumpa af þeirri stærð til að ná stærð sólarinnar og geislun sólarinnar er svo mikil að . . . — Já, greip Maríanna fram í, — nefndu það ekki! Ég er enn ekki búin að gleyma því hvað ég sólbrann í vetur i Maspalomas á Gran Kanarí. þegar ég sofnaði á ströndinni! Hún rakti í tuttugu mínútur öll þau skipti sem hún hafði sólbrunnið, öll slæmu sumrin þegar hún hafði ckki náð að verða brún, hvaða sólkrem væri best að nota og hvað væri hægt að bera á sig til að verjast sólbruna. Síðan dró hún andann augnablik og ég skaui inn í: — Hvernig byrjaði þetta allt eiginlega? Ég meina . . . er vitað nákvæmlega hvernig sólin, tunglið, stjörnurnar. jörðin og allur geimurinn varð til? Ég hlustaði á svar magislersins og hélt niðri í mér andanum á meðan hann svaraði á athyglisverðan hált: — Jú, það er vitað, merkilegi nokk! Fyrir 10.000.000.000 árum var lítið annað í öllum geimnum en vetni, engai plánetur, engar stjörnur, engin tungl, engar sólir, ekkert annað en vetni. En svo gerðist það stórkostlega að vetnið i geimnum . . . — Geim! greip Maríanna fram í. — Hamingjan sanna. já! Það er nokkuð sem ég veii sitt af hverju um. Það hefur verið svo mikið geim hjá nágrönnunum að ég hel' ofl verið að hugsa um að fá lögregluna í könnun geimsins. þarna hinum megin . . . Hún sagði frá ýmsum samkvæmum i luttugu mínúlur og einnig frá skemmtanalífi fyrri nágranna okkar. Síðan stóð magisterinn upp. Hafi ég ekki dáð hann áður þá gerði ég það þá. Ég gleymi aldrei þeim valdsmannslega þokka sem hann bauð af sér þegar hann bauð Mariönnu góða nótl: — Kærar þakkir fyrir kvöldið, sagði hann. — Þéi hafið sannarlega sagt mér margt og mikið scm ég ekki vissi áður! m 16. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.