Vikan


Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 16

Vikan - 16.04.1981, Blaðsíða 16
Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahúsin Landsins besti vínlisti Nærri öllu hefur farið fram í Blómasal. Mest átak hefur verið gert í vínlistanum, sem býður nú upp á allt hið besta, er fæst í Ríkinu, og þar að auki öll þau vin, sem best hafa hlutfall verðs og gæða. Semsagt upp á tíu. Hér má fá af rauðvinum Talbot, Chateauneuf du Pape, Chianti Antinori, Saint Laurent og Trakia. Og af hvil- vinum Gewúrztraminer, Bernkasteler Schlossberg, Wormser Liebfrauenstift Riesling og Edelfráulein, allt góð vín. Þjónustan var komin i hinn áreynslu- lausa, skjótvirka og fagmannslega farveg, sem einkennir hin bestu veitinga- hús. Og það er ekki þjónunum að kenna, að Blómasalur notast enn við vatnsglös á fæti í stað réttra vinglasa. Matreiðslan virðist hafa losnað við ójöfnur og er auk þess orðin hugmynda- ríkari en áður. Alls kyns þjóðarrétta- kvöld, sælkerakvöld, sildarkvöld og annars konar húllum hæ hefur haft jákvæð áhrif og komið fjöri í hlutina. Seðill fjögurra sjávarrétta Athyglisverðasta nýjungin er góður og tiltölulega ódýr sjávarréttaseðill með fjögurra rétta röð og vali milli smálúðu og skötusels. Það yljar óneitanlega um hjartarætur að sjá sífellt fleiri nota landsins bestu hráefni. Forréttur þessa seðils var djúpsteiktur hörpuskelfiskur á makkarónum í bragð- sterkri rjómasósu. Fiskurinn var sérstak- lega meyr og góður, í hæfilega litlum steikarhjúp. Makkarónurnar voru hins vegar ekki mikils virði. Belgiska fiskisúpan, sem fylgdi í kjölfarið, var raunar koniaksblandaða humarsúpan á fastaseðlinum, blönduð rækjum til viðbótar. Hún var vel rjómuð Kominn í jafnstóru eldhúsi og á Hótel Loft- leiðum er að sjálfsögðu mikið og harðsnúið lið. Hór eru nemarnir Gunnar Alfonsson og Karl Davíðs- son ásamt Birni Ólafssyni matreiðslumanni. og góð á bragðið, en of mild. Eiginlegt fiskisúpubragð vantaði. Smálúöa og skötuselur Eplabökuð smálúðuflök með sveppa- sósu voru annar aðalrétturinn á fiski- seðlinum. Þau voru góð, en borin fram undir óhóflega miklum osthjúp og með of mikilli kartöflustöppu. Soðna brokkálið hefði mátt missa sig, en sósan var góð. Hinn aðalrétturinn, sem velja mátti um, var innbakaður skötuselur með karríhrísgrjónum. Hann var nokkru þurrari en þurft hefði að vera og hrís- grjónin voru í bragðsterkasta lagi. Eigi að síður var þetta hinn ágætasti matur. Steiktur banani i kaffilíkjör, borinn fram með þeyttum rjóma, var fjórði og síðasti réttur þessa seðils. Þetta var skemmtilegur réttur. Bananinn var bakaður i hýðinu, ekki fallegur að sjá, en þeim mun betri á bragðið. Fallega reykt smálúða Enginn matseðill dagsins var að þessu sinni i Blómasal, enda var i fullum gangi sérstök sildarvika með fjölbreyttu hlaðborði. Af þvi var aðeins prófuð fallega reykt smálúða, ánægjuleg nýjung. sem reyndist sérlega vel. Bakaðir sjávarréttir var nafn á forréttaskránni á rækjum, innbökuðum i deigi. Þetta var frambærilegur réttur, enda deigið I lagi, sem sést þvi miður of sjaldan hér á landi. En hvers vegna spilla góðum rækjum meðdeigi? á toppinn Eg býð Blómasal Hótels Loftleiða velkominn í hóp landsins bestu veitinga- húsa. Staðnum hefur farið svo fram á einu ári, að hann er kominn á bekk með Sögu og Holti. rétt á eftir hinu endur- reista og ágæta Nausti. I siðustu prófun Vikunnar reyndist Blómasalurinn meira að segja ivið betri en Grillið og Holt, þótt munurinn sé raunar ekki marktækur. Þetta er vel af sér vikið af stað, sem sumpart er færi- bandastöð erlendra strandaglópa. 16 Vikanl6.tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.