Vikan - 28.10.1982, Qupperneq 21
Frarrthaidssaga
hættan var liöin hjá. Boronov
vann meö annarri hendinni við
lásinn. Meö hinni hélt hann
hlustunarpípunni á sínum staö.
Hvenær sem hann var ekki viss í
sinni sök hætti hann. Hann hélt
áfram að hlusta þegar lásinn
small opinn. Þau fáu hljóð sem
hann heyrði virtust koma úr
eldhúsinu. Hann gaf Kunavin
merki og sneri snerlinum. Kuna-
vin dró upp byssuna sína, hélt
henni viö hlið sér. Boronov fann
fyrirstöðuna af stólnum. Hann
rétti úr sér, sýndi merki um upp-
gjöf og gaf Kunavin merki um að
fara aftur aö stiganum. Með
óumræðilegri þolinmæði opnaði
Boronov töskuna aftur.
Hann skrúfaði hurðarhúninn af,
fjarlægöi hann gætilega og stakk
honum í vasa sinn. Enn hlustaði
hann meö hlustunarpípunni. Hann
ýtti mjúklega á stöngina sem var
föst í hinn hurðarhúninn. Þegar
hann gat sér til að húnninn væri að
því kominn að detta hlustaði hann
aftur. Svo ýtti hann húninum alla
leið.
Tammy var búin að láta renna í
bað og hafði á síðustu stundu hætt
við að fara í það. Það var eitthvað
svo hræðilega vamarlaust að vera
nakin í baði. Þetta var órökrétt og
það vissi hún. Þegar baðið var til-
búið tók hún tappann úr og vatnið
byrjaöi að renna burt. Hún fór inn
í eldhús, hitaði kaffi og fór að taka
til. Eldhúsið var að vísu tandur-
hreint en eitthvað varö hún að
gera meðan kaffiö kólnaði. Hún
gat ekki hugsað sér morgunverð.
Það var ekki fyrr en núna, þegar
Duncan var farinn, að hún fann til
fulls hve taugar hennar voru illa
leiknar. Hún hrökk við við hvert
hljóð.
Þegar hurðarhúnninn féll
heyrðist lítiö í honum vegna gólf-
teppisins og vatnsniðarins úr
baðinu. Engu að síður stirðnaði
Tammy upp við vaskinn með
ræstiduftið í annarri hendi, tusku í
hinni. Hún tók ekki af sér gúmmí-
hanskana heldur laumaðist fram í
anddyri, hrædd við hvað hún
myndi sjá. Hún vildi koma að öllu
eins og það haföi verið og skoðunin
var yfirborðskennd. Það haföi
ekkert færst úr stað. Gluggamir
voru enn lokaðir. Ekkert hafði
dottið úr gluggakistunum eða af
borðum. Stóllinn stóð enn á sínum
staðvið hurðina.
Fyrst létti henni. Svona vildi
hún að það væri. Ekkert athuga-
vert. Ekkert úr lagi. Hjarta
hennar barðist allt of hratt en
þegar það kyrröist endurheimti
hún kjarkinn og leit aftur í
kringum sig. Þegar hún kom auga
á hurðarhúninn á gólfinu undir
stólnum niðaði blóðiö fyrir eyrum
hennar. Hún var sem gróin föst,
einblíndi á hurðarhúninn eins og
hann væri að því kominn að
springa í loft upp. Skelfing hennar
óx þegar stóllinn tók sjálfur að
rétta viö. Hann var að verða
uppréttur. Hún var svo hrædd að
hún gat ekki litiö af stólnum. Hún
sá dyrnar ekki opnast en vein í
huga hennar fræddi hana um að
svo væri; að það væri hurðin sem
ýtti á stólinn.
Þetta var versta stund sem hún
hafði lifað. Ein og óttaslegin
reyndi hún að hreyfa sig en gat
það ekki. Það voru ekki aöeins
fætur hennar sem voru stjarfir
heldur líkaminn allur. Enginn
líkamshluti hennar var hreyfan-
legur. Hún reyndi að veina en
ekkert gerðist. Munnur hennar
var þurr, hálsinn herptur.
Boronov smaug inn í herbergið.
Maðurinn sem Duncan kallaöi
mongólann. Maðurinn sem hræddi
hana einu sinni og stakk í hana
hnífi. Tammy fann að hnén voru
farin að linast.
Annar maður birtist. Sá sem sló
Jimbo. Hugsanimar ruddu sér
braut í gegnum ótta hennar. En
það var verra í annað skiptið;
taugar hennar voru þegar þandar.
Þeir voru báðir með byssur og
dyrnar lokuðust á eftir þeim.
Boronov var meö lausu höndina
framrétta eins og hann byggist við
ópi og hann reyndi að róa hana.
„Viðgerum þérekkimein,”sagði
hann með hræöilegum hreim. En
það var lygi. Hún vissi að það var
lygi því hún var enn með plástur
yfir skuröunum tveimur.
Þeir kræktu fyrir stólinn, komu
nær henni. Hún vissi að það yrði
verra í þetta sinn, vissi þó ekki af
hverju. „Ekki æpa. Við meiðum
þig ekki.”
„Nei.” Hún hörfaöi, vöðvarnir
slöknuðu. „Nei. Ekkigeraþað.”
Hún tók annað skref og skildi
HVÍLD - MEGRUN
LÍKAMSRÆKT -
ÚTIVERA
Þarftu ad missa
nokkur aukakíló ?
Þarfnastu hvíldar?
Viltu losna frá amstri hversdagsins?
VIÐ HÖFUM LAUSIMINA
Vertu velkominn
«0
Sérhœft starfsfólk svo sem lœknir, íþrótta-
kennarar, sjúkraþjálfi, leiðsögumenn og
lipurt hótelstarfsfólk mun sjá til þess að
þér líði
sem
best. x Dagskrá:
ARDEGI:
' Kl. 08.00 Vakið gegnum hátalarakerfi hússins með\
léttri tónlist og líkamsteygjum.
Kl. 08.15 Borið á herbergi heitt sítrónuvatn,
drukkið meðan klæðst er (íþróttagalli).
Kl. 08.30 Morgunleikfimi í sal,-mál og vog.
Kl. 09.30 Morgunverður
Kl. 10.30 Sund-gufa-haiturpottur.
Kl. 11.00 Frjálstími.
Kl. 12.00 Hádegisverður
Hótel
Húsavik
Sími 96-41220
,í;
SIÐDEGI:
Kl. 13.00 Hvíld.
Kl. 14.00 Gönguferðmeðfararstjóra.
Kl. 15.00 Létt miðdagskaffi.
Kl. 15.30 Nudd
Kl. 17.00 Frjáls tími.
Kl. 19.00 Kvöldverður
KVÖLD:
Kl. 20.30 Kvöldvaka.
Stutt ganga fyrir svefn.
Verð pr. mann á viku
kr. 4.950,- í2M m/baði.
kr. 5.450,- í 1M m/baði.
Innifalið í þessu verði er:
Gisting, allar máltíöir, lœknisskoðun,
sund, gufa, heitur pottur, leikfimi,
nudd, gönguferðir með fararstjórn,
frœðileg erindi, flug og transfer flug-
völlur — hótel — flugvöllur.
ATH. Hámarksfjöldi í hópi er 20 manns.
Áskilinn er réttur til breytinga á ofan greindu verði.
0)
>
>
<0
(A
'3
X
e E
C cg
- -í
,2. vika: 17/10-24/10 '82
3. vika: 24/10-31/10 '82
4. vika: 7/11-14/11 '82
5. vika: 21/11-28/11 '82
6. vika: 6/2 -13/2 '83
7. vika: 13/2 -20/2 '83
8. vika: 6/3 -13/3 '83
9. vika 27/3-3/4'83
''IO. vika 3/4-10/4'83
11. vika 10/4-17/4'83
SÖLUADILAR: Hótel Húsavik
Ferðaskrifstofa rikisins
Ferðaskrifstofan Úrval
Ferðaskrifstofan Útsýn
og ferðaskrifstofur viða um land.
43. tbl. Vikan XI