Vikan - 28.10.1982, Blaðsíða 30
Likamsæfingar Jane Fonda
I sumar sem leiö var
nokkuö sérstæð bók á list-
anum yfir metsölubækur.
Sömuleiðis skaut plata ein
upp kollinum á vinsælda-
listanum yfir hljómplötur
og naut allnokkurrar sér-
stöðu innan um allt poppið.
Þarna var um að ræða verk
leikkonunnar Jane Fonda,
Jane Fonda’s Workout
Book og Jane Fonda’s
Workout Record. Jane
Fonda er mikil líkams-
ræktarkona og hefur komið
á fót iíkamsræktarstöðinni
Jane Fonda’s Workout
Centre. I Bandaríkjunum
hefur verið ríkjandi sann-
kallað líkamsræktaræði hin
seinni ár og því féllu hug-
myndir Jane Fonda í góðan
jarðveg.
Hugmyndin að líkams-
ræktarstöðinni kviknaði
fyrir nokkrum árum. Jane
Fonda var umhugað um að
verja fjármunum sínum í
eitthvað sem gæti komið
fólki að gagni. Sjálf hafði
hún stundað dans og
líkamsæfingar í tuttugu ár
og jafnan átt í vandræðum
meö að finna heppileg nám-
skeið. Því var það að hún
ákvað að hafa forgöngu um
stofnun líkamsræktarað-
stöðu fyrir konur og hafði
þá einkum skrifstofustúlk-
ur í huga. Hún segist alls
ekki stefna að því „yngja
konurnar upp”. Markmiðið
sé að láta þær kynnast
líkama sínum og stæla
hann svo að þeim líði betur.
Hún hefur verið gagnrýnd
fyrir þetta tiltæki sitt og
sumum þykir sem hún
hefði getað látið eitthvað
betra af sér leiða en kenna
kvenfólki að spenna
vöðvana. Einnig þykja tím-
arnir nokkuð dýrir hjá
henni fyrir Los Angelesbúa
með meðallaun (um 80 kr.
tíminn).
Nýjasta verkið frá Jane
Fonda er Jane Fonda’s
Workout Book For Pregn-
ancy And Recovery, bók
um líkamsrækt á með-
göngutíma og eftir barns-
burð. Meðal þeirra sem
tóku þátt í æfingapró-
gramminu og „sátu fyrir”
á ljósmyndum sem prýða
bókina er Jane Seymour
leikkona (AustanEden).
Æfingarnar eru samdar
af sérlegum ráðgjafa Jane
Fonda í þessum efnum.
Æfingarnar miðast að því
að gera líkamann sterkari
og jafnframt sveigjanlegri
og búa hann sem best undir
átökin. Einnig eru kaflar
um öndun, slökun,
fæðingartækni, brjóstagjöf
og leikfimiæfingar eftir
fæðingu, um lyfjaneyslu á
meðgöngu og við fæðingu,
keisaraskurð og ýmis góð
ráð til mæðra og feðra. 11
30 Vikan 43. tbl.