Vikan


Vikan - 18.08.1983, Page 17

Vikan - 18.08.1983, Page 17
í MINNINGU CALC0S ÍTALSKAR FLUGVÉLAR YFIR REYKJAVÍK EINS OG FYRIR 50 ARUM Ej xm < 2 Z < O Q K Z .. DC DC< |s S H ðalfrétt ársins 1933 á íslandi: ,,í gær lagði af stað frá Rómaborg stór, ítalskur flugleiðangur, og er förinni heitið til Chicago í Bandaríkjunum. í leiðangri þessum taka þátt 24 flugvélar. Leiðangurs- stjóri er Balbo hershöfðingi, flugmálaráð- herra ítala. Leiðangur þessi mun koma við í Reykja- vík á leið sinni vestur um haf. Hafa allmarg- ir ítalir dvalið hér á landi að undanförnu til að undirbúa lendingu flugvélanna og dvöl leiðangursmanna í Reykjavík. ’ ’ Síðan segir frá komu flugflotans hingað: ,,6/7. Flugleiðangurinn ítalski kom til Reykjavíkur í gær eftir sex stunda flug frá Londonderry. Lentu flugvélarnar í Vatna- görðum kl. nálega 5 síðdegis. Veður var ekki gott, sunnan dimmviðri og storm- ur. . . Inn í Vatnagarða var stöðugur straumur fólks og söfnuðust þar saman þús- undir manna. Fólk hópaðist einnig upp á húsaþök í bænum þar sem því var við komið og nokkur von var að sjá til flugvélanna. . . Kl. að ganga sjö kom Balbo loks að bryggj- unni. Bátur sá, er sótti hann út í flugskipið, var fánum skreyttur. Balbo gekk hvatlega á land og skundaði til móts við þá er komnir voru til að heilsa honum. Heilsaði honum fyrstur Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra, ásamt frú sinni, en lítil stúlka rétti Balbo blómvönd og kyssti Balbo á kinn hennar í þakklætisskyni. . . Síðan ók Balbo til bæjar- ins í för með forsætisráðherrahjónunum. Mannfjöldinn fagnaði honum og félögum hans er þeir óku til bæjarins. ’ ’ Ein af aðalfréttum ársins í ár er koma geimskipsins Enterprise. Stemmningin var svipuð: þúsundir manna uppi á hæðum og úti á þökum, allir mænandi á fyrirbærið. En það voru líka margir að horfa á þegar ítölsk flugsveit kom til landsins í 50 ára minningu ferðar Balbos. Flugsveitin fór sömu leið og hann og á sama tíma. En nú voru ekki not- aðar sjóflugvélar, þær eru löngu horfnar af sjónarsviðinu. Þær eru líka horfnar af sjónarsviðinu, gömlu flughetjurnar sem heilluðu fólk með afrekum sínum fyrir hálfri öld, hetjur eins og Balbo, Lindbergh og Grierson. Síðan þá hafa flugmenn aldrei orðið eins frægir, nú em það geimfararnir sem heilla. Við birtum hér nokkrar myndir af ítölsku flugsveitinni sem teknar voru á meðan hún flaug yfir Reykjavík og sýndi listir sínar. Við sýnum líka áhorfendurna og getum reynt að ímynda okkur hvernig stemmningin hefur verið fyrir 50 árum þegar ítalskir flugmenn ruddu fluginu braut yfir Atlantshafið og til íslands. Nútíminn var á leiðinni. 33. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.