Vikan


Vikan - 18.08.1983, Page 25

Vikan - 18.08.1983, Page 25
 VÍSINDANNA VEKJA NÝJAR VON/R texti. þórey I tegundar í Bandaríkjunum og athyglin gæti haft skaðleg áhrif á barnið. Samkvæmt hefðbundnum lögum í Kaliforníu eru sæðisgjafar réttlausir sem feöur og réttur ein- stæðrar móður til barns sem hún fæðir nánast einskorðaður. Annað mál kom upp í Banda- ríkjunum þess efnis aö hjálpar- móöir fæddi vanskapað barn og vildu hinir væntanlegu foreldrar þá ekkert af því vita. Móðirin vildi barnið ekki heldur og það kom í hlut yfirvalda að útvega barninu hæli á stofnun. Könnun sem gerö var á fimmtíu veröandi „hjálparmæðrum” í Detroit leiddi í ljós aö um þriðj- ungur kvennanna hafði orðið fyrir því að missa fóstur eða böm, hafði fengið fóstureyðingu eöa gefið frá sér börn. Þeim sem höfðu misst börn fannst það lítið mál að gefa frá sér nýbura miðað við þá sorg sem þær höfðu gengið í gegn- um. Sumar kvennanna, sem höfðu látið eyða fóstri eða gefið börn, sögðust nota þetta eins og til að bæta fyrir. En algengasta ástæðan sem nefnd var var ánægja. Stór hluti kvennanna hafði átt börn áöur og blómstrað á meðgöngutímanum og langaöi til að ganga í gegnum það aftur. Siðferðis/eg vandamá/ Allar þessar nýjungar við ófrjó- semi hafa vakið spurningar sem erfitt getur verið aö svara, svo sem hvenær lífið hefjist og hverjir séu foreldrar barns og getur það vakið neikvæðar tilfinningar aö ganga barni sem makinn er líf- fræðilegt foreldri að í fööur- eða móöurstað. Á að segja börnum frá því hvernig þau voru getin og hvaða áhrif getur það haft á þau? Sums staöar hafa kirkjudeildir mótmælt sæðisinngjöfum, glasa- frjóvgun og frystingu fósturvísa sem ónáttúrlegu og syndsamlegu athæfi. Þá eru enn aðrir sem finnst siðferðislega rangt að eyða svo miklum kröftum og fjármunum til þess að hjálpa ófrjóu fólki í veröld þar sem of mikil fólksfjölgun er eitt stærsta vandamálið. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Tólf vikna gamalt fóstur er um 5 cm langt. barnlaus hjón á íslandi eða hvar sem er á Vesturlöndum þrá jafn- heitt að eignast barn þótt milljónir barna svelti í hel hinum megin á hnettinum og eru fús til þess að greiða of fjár fyrir alla hjálp sem þau geta fengið til aö eignast þaö. Þá heyrast einnig þær raddir að réttara væri að hjálpa bamlausum hjónum til þess að sætta sig viö barnleysið en að eyða dýrmætum tíma og spilla tilfinningalífi sínu með erfiðum og oft vonlausum tilraunum til aö eignast börn. Barnlaus hjón bindast gjarnan traustari böndum og lifa ham- ingjusamara lífi en margar barnafjölskyldurnar. En hvaða skoðun sem mern kunna aö hafa á þessum málum er ljóst aö tilraun- ir til að bæta úr ófrjósemi munu halda áfram og aðferðirnar batna. Fjöldi barnlausra hjóna sem áður hefðu verið vonlaus um aö eignast börn mun eiga þess kost í fram- tíðinni. Sem betur fer er það ekki lengur álitiö refsing guös aö eign- ast ekki börn og sú hugmynd aö ófrjósemi karla eða kvenna geri þá eða þær að einhverju leyti að minni karlmennum eða konum er á undanhaldi. Löngunin til að eignast börn er í flestum tilfellum að einhverju leyti eðlislæg tilfinn- ing til að halda stofninum gang- andi, en mest til aö auðga líf sitt með því að elska, annast um og koma ósjálfbjarga mannveru til manns.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.