Vikan


Vikan - 18.08.1983, Page 39

Vikan - 18.08.1983, Page 39
Þýðandi: Anna og horfði rannsakandi augum upp eftir Simonsen og niður eftir aftur. — Ertu nýr hérna? spurði rekstrarstjórinn hörkulega. — Nei, ég átti 25 ára starfsaf- mæli í fyrra. Ég fékk öskubakka með áletrun forstjórans af því til- efni. Og vínglas. Ég sé um frá- gangsvélina í vélasal númer 4. — Notar þú alltaf þetta áhald þarna? hélt rekstrarstjórinn áfram. Simonsen leit niður á tærnar á sér. Svo kinkaði hann varlega kolli. — Konan mín gaf mér þetta í jólagjöf. Rekstrarstjórinn gekk um gólf nokkrum sinnum þungt hugsi, brýnnar voru hnyklaðar og hausinn niður í bringu. Svo stakk hann sígarettukveikjaran- um í vasann og yfirgaf skrifstof- una. Hálftíma seinna var Simonsen kallaður upp til forstjórans sjálfs. Hann var ekkert sérlega stoltur af því þegar verkstjórinn kom og sótti hann. Fyrir framan stóru voldugu mahónídyrnar fór hann úr tréklossunum sínum, barði síðan varlega að dyrum og fór of- urvarlega inn. Forstjórinn leit upp úr plögg- um sínum. — Komdu nær, sagði hann stuttur í spuna, og Simonsen gekk nokkur skref nær, mjög skelkaður. — Þú hefur verið við þetta fyrirtæki í 25 ár, Simonsen, byrj- aði forstjórinn, og ég hef ástæðu til að ætla að öll þau ár hafi ekki verið ástæða til að kvarta undan störfum þínum. Þess vegna er það enn sárara að Rassmussen verkstjóri skuli hafa komið að þér í dag með þetta áhald þarna. Forstjórinn benti með holdug- um fingrinum á kveikjarann hans Simonsens. — Segðu mér eitt, Simonsen, í hve mörg ár hefur þetta gengið svona? — Konan mín gaf mér þetta einu sinni. . . í jólagjöf. — Oghvaðerlangtsíðan? — Svona tíu til fimmtán ár. — Og flnnst þér hentugt að vera með svona lagað? — Já. . .á, ég verð að viður- kenna það, sagði Simonsen. Forstjórinn sat nokkrar sek- úndur hljóður og það leit helst út fyrir að hann myndi springa af reiði, en svo stillti hann sig, beygði sig aðeins fram á stóra palesanderskrifborðið sitt og sagði eins rólega og hann gat: — Mig tekur það sárt, Simon- sen, en þú ert rekinn! Það var ekki um annað að ræða fyrir hann. Það var ekki mögulegt í fyrirtæki eins og hann rak að vera með mann í vinnu sem notaði kveikjara. Hann var nefnilega forstjóri fyrir eldspýtnaverksmiðju. Framkvæmum MÓTOR * HJÓLA ¥ LJÓSA rr Ef þú lætur stilla bílin reglulega (á 10.000 km. fresti) eyðir hann minna en ella. \BÍLASKODUN % &STILLING S13 ÍOO HÁTÚN 2a 33. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.