Vikan


Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 41

Vikan - 18.08.1983, Qupperneq 41
EINFALDUR ASNI en ekkert viljað gera umfram það sem honum var lagalega skylt í því máli sem hafði komið hon- um úr vel launaðri vinnu. Konan hans sagðist hafa ætlað að bíða og sjá hverju fram yndi og vona að þetta erfiða tímabil gengi yfir og hann fengi lífsvilj- ann á nýjan leik, eins og hún orðaði það. Vinir þeirra hjóna og bróðir hins látna staðfestu sögu konunnarí megindráttum. Flest virtist benda til að maðurinn hefði svipt sig lífl. Eitrið sem hann notaði fannst bara í glasinu, ekki flösku, þann- ig að lögreglan útilokaði þann möguleika að Kendruff hefði fengið „eitraðasendingu”. Hins vegar var ekki hægt að útiloka þann möguleika að eiginkonan hefði orðið manni sínum að bana. Þá tilgátu studdu hins veg- ar fáir. Málið virtist ætla að ganga ein- faldan gang þegar líkskoðarinn kom með niðurstöður sem flest- um komu á óvart. Eiturskammturinn sem fannst í líkama læknisins var svo lítill að útilokað var að hann hefði látist af þeim sökum. Hins vegar fannst önnur eiturtegund í lfk- ama hins látna og af henni ban- vænn skammtur. Það var eitur sem brennir út frá sér og það undarlega var að háls og efstu hlutar meltingarfæranna voru al- veg óskaddaðir en neðarlega í meltingarfærum voru merki um mikla eyðileggingu. Nú var hægt að útiloka eitrið sem var í glasinu en þá þurfti að taka til við málið frá nýju sjónar- horni. Það kom í ljós við nánari skoðun að eitrið hafði verið sett í allstóran belg sem leystist ekki upp fyrr en eftir nokkra klukku- tíma frá inntöku. Spurningin sem Pleyton lög- regluforingi stóð frammi fyrir var hvernig það hafði viljað til að Kendruff gleypti þennan belg og hvaðan eitrið kom. Eitrið í glasinu var af tegund sem líklegt var að Kendruff hefði getað nálgast í starfi sínu en eng- an veginn það sem varð honum að bana. Þetta var ráðgáta númer eitt. Næsta ráðgáta var: Hver, Kendruff ekki undanskilinn, hafði látið hann taka inn eitrið? Þeir sem böndin hlutu að ber- ast að voru Kendruffhjónin og fyrrverandi starfsfélagar Ken- druff sem sumir hverjir höfðu meiri möguleika til að nálgast þessa eiturtegund en Kendruff sjálfur. Og svo mátti ekki gleyma fólkinu sem fékk Kendruff dæmdan fyrir vanrækslu í starfi. Það taldi sig eiga harma að hefna þar sem Kendruff hafði vegna vanrækslu verið talinn ábyrgur fyrir dauða tveggja bræðra, nýrnaþega og bróður hans sem ætlaði að gefa nýra. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir, yfirheyrslur og prófanir var ekki hægt að fá neinn botn í málið, ekkert sem gat skýrt hvernig Kendruffhjónin hefðu náð í eitr- ið og ekki heldur hvernig einhver annar sem vitað var að Kendruff hefði samband við ætti að hafa komist í fyrsta lagi yflr eitrið og í öðru lagi komið eitrinu í Ken- druff. Þeir úr samstarfshópi Kendruff sem hugsanlega gátu komist yflr eitrið voru yflrheyrðir aftur og aftur en ekkert benti til að þeir hefðu haft samband við hann þennan umrædda dag. Fátt var vitað um ferðir Ken- druff daginn sem hann dó. Kon- an hans hafði farið að heiman á sínum bíl þá um morguninn og ekki komið heim fyrr en um flmmleytið. Hún hafði ekki spurt mann sinn hvort hann hefði farið eitthvað um daginn og enginn í nágrenninu hafði séð til ferða hans, þó það útilokaði svo sem ekkert. Hverflð sem þau bjuggu í var dæmigert svefn- hverfi og meira að segja hús- mæður og börn voru stopult heima á daginn. Flest benti til að málið yrði flokkað óupplýst eftir að rann- sókn hafði staðið í mánuð. Þá hafði ungur læknir samband við lögregluna og sagði undarlega sögu sem leiddi málið á óvænta braut. Þetta var læknir í borg ekki fjarri Senswall og hann hafði lent í málaferlum hliðstæðum þeim sem Kendruff hafði lent í en ekki verið talinn ábyrgur eða hafa gerst sekur um vanrækslu í starfl. Hann sagði frá því að hann hefði fengið símhringingu sem hefði valdið honum miklum heilabrotum. Lögfræðingur sækjenda gegn honum hefði hringt og beðið hann að koma til fundar við sig á tilteknu veit- ingahúsi sem var nokkuð úr al- faraleið og beðið hann að koma einsamlan. Hann hafði spurt um ástæð- una og þá hafði lögfræðingurinn sagt að það gæti hann ekki upp- lýst í síma. Hann hafði farið til fundar við manninn á tilteknum stað og stund og átt við hann samtal sem honum þótti vægast sagt ómerkilegt og ruglingslegt. Hann hafði ekki getað varist þeirri hugsun að hann hefði ver- ið kallaður til þessa fundar af einhverjum öðrum orsökum en að eiga tal við lögfræðinginn. Síðan greindi hann frá því að lögfræðingurinn hefði boðið sér mjög sérkennilegt sælgæti, ein- hvers konar röndótta kúlu sem hann átu að sjúga og gleypa síðan heila, hressandi piparmyntur sem hann yrði hress af allan dag- inn, sagði lögfræðingurinn. Þeg- ar læknirinn afþakkaði brást lög- fræðingurinn hinn versti við og sakaði hann um að vilja ekki þiggja friðarvott af manni sem hefði starfs síns vegna lent í and- stöðu við hann. Læknirinn sagði að sér hefði orðið það mikið um að hann ráðlegði lögreglunni að hafa auga með manninum, hann væri til alls vís. Ölíkt því sem ætla hefði mátt tók lögreglumaðurinn, sem tal- aði við þennan lækni, fullt mark á manninum og fylgdi málinu eftir. Þegar í ljós kom að læknir- inn hafði staðið í svipuðum málaferlum og Kendruff hafði áhugi þessa lögreglumanns vaknað. Hann var sonur Pleytons lögregluforingja. Farið var að leita að lögfræðingnum og þá kom í Ijós að hann hafði að því er virtist alveg gufað upp. Vinkona hans virtist ekkert geta sagt um hvað orðið hefði af honum. Það var hins vegar starf hennar sem vakti áhuga lögreglunnar, hún vann í efnaverksmiðju og hafði aðgang að eiturefninu sem varð Kendruff að bana. Við yfirheyrslur bugaðist hún og játaði að hafa útvegað elsk- huga sínum eitrið og fullyrti að hún hefði ekki haft hugmynd um að hann hefði orðið manni að bana með því. Mannsins var nú ákaft leitað og loks hafðist upp á honum hjá systur hans í Detroit. Hann var þegar yfír- heyrður og það tók lögregluna ekki langan tíma að fá hann til að játa á sig morðið á Kendruff og tilraun til að myrða hinn lækninn. Ástæðuna sagði hann vera að hann væri verkfæri í höndum guðs og bæri að refsa þeim lækn- um sem gerðust mannsbanar í starfi. Hann hafði notað svipaðar að- ferðir við Kendruff og hann hafði reynt við hinn lækninn en með meiri árangri. Og litlu munaði að ekkert kæmist upp um hann í það sinnið vegna máttlausrar sjálfsmorðstilraunar læknisins. Tilviljun hafði iíka ráðið því að lögreglumaðurinn, sem tók við símtalinu frá læknin- um sem kom málinu á rekspöl, hafði verið tengdur málinu og afgreiddi því ekki söguna um röndótta sælgætið sem eitthvert óráðshjal. Að vísu var vitað um Kendruffmálið og gang þess og það hafði vakið mikla athygli en það tryggði engan veginn að hver sem var hefði tekið mark á sög- unni. Kaldhæðni leiddi til þess að upp komu kenningar um að í raun og veru hefði einfaldi asn- inn ráðið úrslitum. Það var nefnilega alkóhólið sem talið var líklegast að hefði leyst efnið í hylkinu endanlega upp. 33. tbl. Vikan 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.