Vikan


Vikan - 18.08.1983, Page 45

Vikan - 18.08.1983, Page 45
FRAMHALDSSAGA „Þaö er ekki nóg fyrir mig,” sagði ég viðhana. Hún byrjaði að þusa. „Ég elda fyrir þig, ég held heimilinu flekk- lausu, ég strauja lökin þín, ég baka brauð. Og bý til kálböggla. annað...” Jólin voru næstum ónýt. Við eyddum tveim vikum af jóla- leyfinu á býlinu en það var ekki sérlega skemmtilegt. Við vorum bæði að hugsa um að þetta yrðu kannski síðustu jólin okkar þar. Stjúþan Veistu hvað það tekur langan tíma að búa til kálböggla? Ég bý þér gott heimili. 0, Charlie, við skulum eignast eitt barn í viðbót. Mig langar svo mikið í barn! ” Það var það eina sem hún vildi, húsið sitt og börnin sín. Hún vildi mig í rauninni ekki, hún hafði aldrei kært sig um mig, fremur um fyrirvinnu, fyrirmyndar eigin- mann og föður. Henni stóð á sama þótt við svæfum aldrei aftur saman, nema ég geröi henni annað barn. Og viö sváfum ekki ýkja mikið saman eftir það... ” Rödd Charlies dó út. Hann hætti að tala. Við sátum þegjandi um hríð. Mér leiö hræðilega. „Og núna,” sagði hann, „hef ég ekki trú á að hún ráði viö þetta. Þaö var svo mikils virði fyrir hana að vera gift, yfirborðskenndi, opinberi hlutinn af lífinu. Henni stóð á sama hvernig hjónaband okkar var í rauninni meöan hún var gift. Við vorum með hreinasta eldhúsgólfið í bænum. Núna, þegar hún er skilin, er engu líkara en hún sé að reyna að byggja sér hús til að fela sig í, hús gert úr reiði, hatri og örvæntingu, því sem eftir lifir af sambandi okkar, í stað þess að stíga strax út í nýjan heim. Ég vildi óska þess að ég gæti hjálpað henni en það get ég ekki. Þetta er hræðilegt fyrir hana og hlýtur að vera hræöilegt fyrir telpurnar. Góöur guð, ég vona að hún hitti einhvern geöugan mann og gifti sig. Þá yröi hún aftur hamingjusöm.” Og hvenær skyldum við verða aftur hamingjusöm? langaði mig að spyrja. Allt frá þessum októberdegi, þegar fyrsta bréfið kom frá Adelaide, höfðum við lifað eins og tvær manneskjur viö dauðaganginn. Það höfðu fariö svo mörg hástemmd bréf og símtöl milli lögfræðinganna og Charlies. Á hverju kvöldi, þegar við settumst að borðum eða fórum í háttinn til að elskast, beiö hluti af okkur eftir því að síminn hringdi, að lög- fræðingur segði: „Afsakaðu að ég ónáða þig, Charlie, en það er eitt Og núna, þegar réttarhöldunum var lokið og býlið var óhult, virtist okkur sem við gætum ekki enn haldiö upp á það og verið hamingjusöm. Mér fannst reið vofa Adelaide búa með okkur eins og refsinorn, varna okkur að vera glöð. Allt virtist mengað. Ég gat fyrirgefið Caroline og Cathy að gefa skýrslu um okkur, að skrá allar eigur okkar, en ég gæti ekki gleymt því aö þær hefðu gert það. Það var búið að koma á venju: Árum saman yrði það sem við gæfum þeim ekki einfaldar gjafir. Ef við gæfum þeim mikið værum við að reyna að kaupa þær. Við værum rík og eyddum peningum í vitleysu, peningum sem þær (Adelaide) ættu að fá. Ef við gæfum þeim lítið værum við nísk og aðhaldssöm, viö elskuðum telpurnar ekki. Ef við vildum að þær kæmu í heimsókn værum við að reyna að svipta Adelaide lífs- gleðinni. Ef við vildum ekki aö telpurnar kæmu, nú, auðvitað elskuðum við þær ekki. Árum saman yrði ekkert skýrt, gott og frjálst. Og að minnsta kosti einu sinni á ári kæmu símtöl, bréf frá lögfræðingum, ógnanir. Lengi vel bakaði ég ekki brauð eða hélt eldhúsgólfinu mínu gljáandi. Ég kærði mig ekki um aö gera neitt sem Adelaide hafði gert. Ég vildi ekki líkjast henni á neinn hátt. „Ef þú skilur við mig,” hafði hún sagt við Charlie, „skaltu frá að borgafyrir það.” Hún notaði frasa en hún stóð við hótanir sínar. Þetta virtist ekki sérlega heilbrigöur lífsmáti fyrir konu en þaö leit út fyrir að hann veitti henni beiska gleði. Að því er virtist var þetta um tíma eina ánægja hennar. Við Charlie læröum að lifa með því. Við vorum ánægð í starfi, hamingjusöm í ást okkar. Við þroskuöum þurra kímnigáfu í sambandi viö það allt, en þetta var eins og að hafa draug á bak við dyrnar. Ef maður kaupir fallegt draugahús og ann því nægi- lega heitt heldur maður því og Citroen BX16TRS 90 hestöf1,11,5 sek. í 100 km hraða og sigurvegari í sparaksturskeppni BIKR: Meðaleyosla 6,14 I á hundraðið. Citroén BX 16 TRS er í einu orði sagt stórkostlegur bíll. Þú verður helst að koma og kynnast honum af eigin raun. Við tökum uppí vel með farna, nýlega Citroén bíla. Við lánum 25% af kaupverði til 8 mánaða. Verð kr. 414.100.- Innifalið: Hlífðarpanna undir vél, skráning og ryðvörn. ' I G/obus" SÍMI £11555 CITROÉN * VANDAO MÁNADARRIT SEM ER Í SÉRFLOKKIÁ ÍSLANDI 33. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.