Vikan


Vikan - 01.03.1984, Side 5

Vikan - 01.03.1984, Side 5
Texti: Sigurður Hreiöar Myndir: Álfheiður Guðlaugsdóttir Einhverra hluta vegna hefur mönnum fallist hendur við það mikla verk en hins vegar fékk kastalinn að grotna niður að mestu óáreittur fram til 1880 að áhugamenn hófust handa um við- gerð á mannvirkinu og er henni haldið áfram enn í dag, því þótt hann sé víðast bærilegur að utan er hann harla illa farinn að innan og jafnvel hættulegur umferðar á köflum. Þeim hlutum sem gestum gæti stafað hætta af að fara um er nú lokað fyrir umferð meðan unn- ið er aö því aö færa aftur til fyrri myndar svo kastalinn haldi sínu og öllum sé óhætt aö koma þar. Þaö var raunar fyrir tilviljun að viö römbuðum á þennan kast- ala. Þannig stóö á að viö vorum komin til Kilgetty, örskammt frá næsta gististað okkar, miklu fyrr en ástæða var til aö fara að taka á sig náðir. Við sáum á kortinu að ekki var ýkja langt til Manorbier- kastala, sem var á skoöunar- áætlun okkar fyrir næsta dag, svo við ákváöum aö gömlum og góðum sið aö vera ekkert að fresta því til morguns sem hægt væri að gera í dag, heldur tókum stefnuna á Manorbier (baðströnd og kastali) um Pembroke. Pembroke var ekki á fyrirhug- aðri leið okkar á þessari orlofs- ferð um Wales. En staðurinn reyndist svo aðlaðandi aö viö gátum ekki á okkur setiö að staldra þar við — og var nokkuð verra aö skoða þennan kastala heldur en þann í Manorbier? Þeirri spurningu er fljótsvarað. Við könnun á málunum kom í ljós að þessi var hinum síðarnefnda miklu fremri. Aftur á móti er hin ágætasta baðströnd í Manorbier, eins og svo víða á suöurströnd Bretlands, en það er önnur saga. 9. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.