Vikan


Vikan - 01.03.1984, Page 6

Vikan - 01.03.1984, Page 6
LITLIR LISTflM; OG ALLIH REGF Það er gott aö geta haft liti og krítar á sínum stað í litla púltinu sem auk þess hefur að geyma kr'rtar- töflu. Undir kritartöflunni er svo pláss fyrir teikningar eða annaö sem þarf að geymast á „góðum" stað. Málaramussan, sem litla listakonan er í, er úr plasti og kemur sér vel þegar fariö er af staö með kritar og liti. Hægt er að kaupa plast og sauma mussurnar eða svunturnar sjálfur en einnig er hægt að kaupa þær i verslunum sem selja þroskaleikföng. Verslunin Völuskrín á Klapparstignum hefur verið meö slíkar mussur á boðstólum. Stundum nægir ekki teikniblokkarblaðið af stærðinni A4 þegar koma þarf mörgum hugmyndum að á einu og sama listaverkinu. Hvernig væri aö útbúa „risateikniblokk og hengja upp á vegg. Hór þarf auðvitað að athuga vel hæðina til að meistarinn nái nú út i alla kanta blaðsins. Var einhver aö tala um að þaö væri meira gaman að búa úti á hafi en í skóginum hjá Tarsan? í þessum farkosti ætti að vera hægtað sigla hvert semer en hérætla ungir sjómenn að kasta akkerum við klettótta og skógi vaxna strönd. Tarsanleikur i barnaherberginu. Bambusrúmið með flugnanetinu er auövitað ekki úr ,,ekta" bambus heldur hefur pensillinn fariö mjög fagmannlega um rúmið. Skógurinn, sem umlykur kojurúmið, er þéttur og hefur einhver duglegur málari verið á ferðinni en munið að í skóginum hans Tarsans koma alls kyns blóm til greina, ekki aðeins þessi finu og reglulegu. Takið eftir grænu blöðunum sem eru fest i loftið. Þau „bærast i vindinum" þegar dyrnar inn í herbergið eru opnaðar. 6 Víkan 9. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.