Vikan


Vikan - 01.03.1984, Page 15

Vikan - 01.03.1984, Page 15
þennan klúbb „Frakkalafið”. Við vildum endilega tengja þetta Frakklandi og erum að reyna aö lafa í því aö vera svolítið franskir! Síðan á ég mér þann draum, þegar ég er orðinn útbrunninn í blaðamennskunni, að fara aftur til Eyja. Ég hef hugsað mér að fara þá út í kennslu, kaupa mér trillu og stunda hana á sumrin. Þetta er svona það sem ég sé í hillingum. En sem stendur kemst lítið annað aö en bara vinnan. Þetta er starf sem maður tekur með sér heim, maður er alltaf að hugsa eitthvað í tengslum viö það. Ég segi nú eiginlega því miður því ég á mjög erfitt meö að skipta um skap eftir því hvar ég er staddur. Ef ég fer í vont skap í vinnunni þá gjalda þess allir sem eru í kring- um mig, líka þau heima. Þetta er sennilega stærsti gallinn við mann. Ég held að stjórnmálafrétt- irnar bjóði upp á þetta. Það eru ákaflega fá tilefni núna á þessum síðustu og verstu tímum til að vera í raun óskaplega ánægður! ” Uss. Ekki myndum við vilja fá þig á þingl „Nei, ég trúi því. Þá væri ég enn verri! Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn þá dauðvorkenni ég þessum blessuðu þingmönnum! ” Starfsævi blaðamanna er fimm árum lengri en hjá þeim í atvinnufótboltanum! Páll ræðir við kollega sinn, Agnesi Bragadóttur blaðamann. 9- tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.