Vikan


Vikan - 01.03.1984, Side 17

Vikan - 01.03.1984, Side 17
Vísindi fyrir almenning Harry Bökstedt Einkaréttur á íslandi: Vikan Sá rétti f ékk nóbelsverðlaunin Oftar en einu sinni hafa öldur risið hátt út af nóbelsverðlaunum. Á þaö ekki aðeins við hin tvíbentari þeirra, eins og friöar- og bók- menntaverðlaunin. Stórhneyksli hefur þó aldrei hlotist af en nærri lá 1923 þegar verð- launuð var uppgötvun insúlíns. Frederick Banting lét sér fyrst til hugar koma að afþakka verðlaunin vegna þess að hann átti að deila þeim með lífeðlisfræðipró- fessomum John Macleod. Gagnrýnin á nóbels- nefnd Karólínsku stofnunarinnar vegna þess- arar verðlaunaveitingar hefur verið lífseig. Til dæmis hefur Rolf Luft prófessor, einn nefndarmanna á seinni árum, lýst þessari veitingu sem einhverjum verstu afglöpum í allri sögu verðlaunanna. Nú loks hafa verðlaunaveitendur frá því herrans ári 1923 fengið uppreisn æru, það er í nýútkominni bók eftir kanadíska sagn- fræðinginn Michael Bliss, The Discovery of Insulin (Uppgötvun insúlíns), sem tímaritið Science getur um í september í fyrra. Eftir að hafa grúskað í skjalasafni Nóbelsstofnun- arinnar og annars staðar er Bliss sannfærður um að Macleod gegndi ekki svo lítilvægu hlut- verki sem Banting vildi ávallt halda fram — að Macleod hafi í rauninni veriö mjög vel að verölaununum kominn. Það var mikið veöur gert út af uppgötv- uninni og nóbelsverðlaununum á þeim tíma. I byrjun þriðja áratugarins vissu menn að sykursýki var eitthvað tengd skjaldkirtlinum. Fjarlægðu menn hann úr tilraunadýrum gátu þau ekki nýtt sér kolvetnin í fæðunni til næringar, sykurmagnið í blóðinu jókst og fljótlega bar á alvarlegum sykursýkieinkenn- um. Snilldarhugmynd Banting, sem var ungur sveitalæknir, taldi að starfaði kirtillinn eðlilega sendi hann frá sér efnakljúf sem nauðsynlegur væri við efna- skiptin, og fékk eftirfarandi snilldarhug- mynd: Ef maður lokaði öllum leiðum frá kirtlinum ætti þetta óþekkta efni að aukast nægilega mikið í kirtilvessanum til að unnt væri að skilja það frá. Hann sneri sér með þessa hugmynd til Macleod við háskólann í Toronto. Þessi framúrskarandi sérfræðingur, meðal annars í sykursýki, var vantrúaður en lét hinum þó í té nokkra tilraunahunda, rannsóknarstofu og aðstoðarmann að nafni Charles Best. Tilraunirnar hófust um miðjan maí 1921. I júní fór Macleod heim til Skotlands í sumarfrí og sneri ekki aftur fyrr en í september. Þá höfðu gerst merkilegir hlutir í Toronto. Banting og Best höfðu náð úr skjaldkirtlinum efni sem vann kraftaverk þegar því var sprautaö í hunda er höfðu fengiö alvarlega sykursýki eftir að skjaldkirtill þeirra hafði verið fjarlægður. Þetta var insúlínið. Um haustið fengu þeir fleiri tilraunadýr, stærri sali og aðstoð við aö kalla þetta nýja efni hreint fram. I janúar 1922 var því í fyrsta sinn sprautað í manneskju, sykursjúkan dreng. Það gaf góð- an árangur. Samtímis því sem fréttin um þennan nýja lífseleksír fyrir sykursjúklinga flaug um heiminn jókst ágreiningur meö vísindamönn- unum í Toronto. Deilan snerist um upp- finningarréttinn að uppgötvuninni. Gekk svo langt að þessir þrír aðilar voru beðnir um að gera skriflega grein fyrir viðhorfum þeirra í málinu. Þar kemur fram að Banting vildi ekki veita Macleod hina minnstu viðurkenningu fyrir hans hlutdeild. Sá síðarnefndi hélt fast fram sínum hlut en viðurkenndi þó um leið alveg hiklaust að allur heiðurinn af. uppgötvuninni væri þeirra Bantings og Best. Þetta var í september 1922. Nokkrum mánuðum síöar fékk Macleod nýja þanka sem hann kom á framfæri við útsendara nóbelsnefndarinnar, danska lífeðlis- fræðinginn August Krogh en hann hafði fengið verðlaunin 1920 fyrir læknisfræöi og líf- eðlisfræði. Hvað sem því leið skýröi Krogh svo frá, eftir aö hafa heimsótt Macleod, aö Banting væri stórgáfaður ungur maður og að upphaflega hugmyndin hefði verið hans en að hann hefði aldrei getað komið tilraununum í kring án stuðnings Macleods eða leiðsagnar. Áfangastarf Það var þetta mat sem réð úrslitum þegar Karólínska stofnunin og prófessorar hennar Frederick Banting (t.v.) og Charles Best með hundinn sem fékk fyrstu insúlínsprautuna. ákváðu í október 1923 að skipta verðlaununum á milli þeirra Bantings og Macleods. Banting varð æfur. Það varð ekki fyrr en eftir miklar fortölur aö hann fékkst til að veita verðlaun- unum viðtöku. I hans huga var sanni nær aö hann deildi þeim með Best. Bliss vill nú verja viöurkenninguna sem Macleod hlaut með því að sýna fram á hvaða hlutverki prófessorinn gegndi við vinnsluna á insúlíninu uns þaö varð að nothæfu læknislyfi. Þetta hafði verið hópvinna, tekin í á- föngum, þar sem meðal annars mætti nefna að lífefnafræöingurinn Collip heföi unnið til viðurkenningar. Ef skipta átti verðlaununum í tvennt var naumast önnur lausn tiltæk fyrir nóbels- nefndina, eftir því sem Bliss segir, en að veita þau Banting og Macleod. 9. tbl. Vikan 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.