Vikan


Vikan - 01.03.1984, Page 21

Vikan - 01.03.1984, Page 21
galli. Hún sagði að sonur sinn liti út fyrir að eiga eftir að veröa alvarlegur bókaormur einn dag; að minnsta kosti vonaði hún þaö. Þegar hún spurði hann sagði hann henni að hann talaði fjögur tungu- mál og læsi sex. Hún sagðist hafa lært spænsku í gagnfræöaskóla en væri ekki mjög góð í henni. Greifinn haföi keypt Napoleon í eftirmat en þegar hún leit á úrið sitt sagðist hún vilja vera heima þegar faöir barnanna kæmi með þau heim. Hann fylgdi henni að bílnum þar sem hún kyssti hann létt áður en hún fór. Greifinn var himinlifandi. I íbúöinni sinni bjó hann sér til te, kveikti í pípu og settist niður til að lesa ritgerðina hennar elsku Sheilu um Tocqueville. Ritgerðin byrjaði á þessa leið: — „Alexis de Tocqueville fæddist árið 1805 og dó áriö 1859. Hann var fæddur aðalsmaður, nafnbót hans var greifi. Tocqueville-fjölskyldunni, eins og svo mörgum öðrum hefðarmannaættum, vegnaði ekki vel í frönsku byltingunni áriö 1789.” Hann gat ekki fengið sig til að lesa lengra. Hvernig gat honum þótt svona vænt um kvenmann sem skrifaöi slíkar setningar! Og þó var það raunin, ekki satt? Hann lét blöðin aftur í umslagið. Hann gat ekki afborið að lesa það — nei, ekki í kvöld. Sunnudagar urðu þeirrar dagar saman. Þau fóru í gönguferðir. Einstaka sinnum fóru þau í bæinn. Hún hafði gaman af kvikmyndum. Hann fór einu sinni með hana á listasafnið og sýndi henni fimm eöa sex málverk sem hann hafði mætur á. Minni árangur bar að fara á tónleika, hann tók eftir því aðhúnsofnaði. Hún hafði engan áhuga á alvar- legri tónlist. Stjórnhiál voru henni heldur ekkert áhugamál — ekki einu sinni sjálfstæöi kvenna. Það lengsta sem hún hafði farið frá Chicago var í ferð til Hawaii, þangaö hafði hún farið á tann- læknaráðstefnu með eiginmanni sínum. Flesta sunnudaga sá hann um matinn; þegar hún gerði það var máltíðin einföld — steik og fransk- ar kartöflur, steiktur kjúklingur og hrísgrjón. Þegar þau fóru út tók greifinn eftir því að aðrir menn störðu á hana. Það gerði hann hreykinn en óöruggan. Suma sunnudaga elsk- uðust þau en ekki á hverjum sunnudegi. I kennslustundum létust þau vart þekkja hvort annað, þó greifinn stæði sjálfan sig stundum að því að halda fyrir- lestra ætlaða henni einni, eins og spánskur herramaöur sem flytur ástarljóð undir svölum ástmeyjar sinnar. Greifinn var taugaóstyrkur þegar hún bauð honum að koma og hitta foreldra sína og börn. Hún kom að sækja hann klukkan fjögur einn sunnudaginn. Hann var klæddur jakkafötum og vesti; eitt- hvað sagði honum að taka göngu- stafinn sinn ekki með sér. Þaö var möguleiki að foreldrar Sheilu væru aðeins nokkrum árum eldri en hann, gætu reyndar verið jafn- aldrar hans. Þetta var eitt af mörgu sem greifinn hikaði við og ákvað síðan aö spyrja hana ekki um meðan þau óku heim til for- eldra hennar. „Peter Kinski,” sagði Sheila, þegar þau voru komin inn í húsið, „ég vil kynna þig fyrir foreldrum mínum, herra og frú Sidney Fein- berg.” „Það er gaman að kynnast þér,” sagði frú Feinberg. Greifinn hélt að hún gæti verið fjórum eöa fimm árum eldri en hann sjálfur, svolítið þybbin, með rauðleitt hár. Pólskur málsháttur segir að í andliti móðurinnar sé framtíð dótturinnar skrifuð. Það sem í vændum virtist vera gerði greif- ann alls ekki óhamingjusaman. „Prófessor,” sagði herra Fein- berg og hristi hönd greifans ákaft. „Mín er ánægjan, það er ég viss um.” Hann var einnig fjórum eða fimm árum eldri en greifinn. Hann virtist ekki hafa misst neitt af hárinu, það var þykkt og ennþá að mestu svart. Hann var í buxum með fellingum og golfskyrtu; upp- handleggsvöðvar hans bunguðu út. Hann var með stórt, svart úr á handleggnum. Sjálfur bar greifinn lítið franskt vasaúr. „Sheila mín,” sagöi frú Fein- berg, „kannski prófessorinn vildi fara inn í fjölskylduherbergið með pabba meðan við ljúkum við kvöldverðinn.” „Hefur þú áhuga á kylfubolta, prófessor?” spurði herra Fein- berg. Þeir voru inni í stofu þar sem veggirnir voru þaktir kvist- óttri furu. Við annan endann var bar, við hinn stór sjónvarps- skermur. Bókahilla við einn vegg- inn var fyllt af fjölfræðibókum, Sögu gyðinga eftir Abraham Sach- er og nokkrum verðlaunabikurum fyrir golf. „Nei,” sagði greifinn, „ég er hræddur um að íþróttir séu önnur eyða í fróöleik mínum um Ameríku.” „Auðvitað,” sagöi Feinberg, „þaðget ég skilið.” Hann tók upp lítinn kassa sem kveikti á sjónvarpstækinu. Á skerminum birtust menn í nátt- fatalegum búningum og leikur þeirra var greifanum algerlega óskiljanlegur. „Ég ólst upp við þennan leik og ég hef ennþá gaman af því að horfa á hann. Sheila segir mér að þú kennir stjórnmálafræði.” „Já,” sagði greifinn og var utan við sig vegna fljótandi litanna á stórum skerminum. „Sheila segir mér að þú sért fædduríPóllandi.” „Þaðer rétt.” „Okkar fjölskylda er frá Pól- landi líka. Lífið var aldrei gott fyrir gyðingana í Póllandi. Ýmsir segja jafnvel að undir stjórn Hitl- ers hafi Pólverjarnir verið verri en nasistarnir.” „Það var mjög erfitt,” sagöi greifinn. „Þegar ég brýt heilann um raunasögu þjóðar minnar finnst mér hún hafa verið svo kvalin — eiga kvalir sínar svo vel skilið — vegna meðferðar hennar á gyöingunum. Það er skammar- legur kafli í sögu lands okkar, herra Feinberg.” „Leyfðu mér að slökkva á þessu bölvaða sjónvarpi.” Feinberg þrýsti á hnapp og litirnir á skerm- inum fölnuðu burt. „Mér þætti vænt um ef þú kallaðir mig Sid.” „Aðeins ef þú samþykkir að kalla mig Peter.” „Jæja, segðu mér, Peter, hvernig er þaö með þig og dóttur mína?” „Hvernig er hvað?” spurði greifinn. „Þú veist, hvert liggur leiðin?” „Leiðin?” spurði greifinn. „Ég veit þaö ekki. En ég veit aö mér þykir mjög vænt um dóttur þína.” „Fyrirgefðu mér að yfirheyra þig svona. Ég hef engan rétt á því. En ég vil ekki sjá hana særða aftur. Sagði hún þér að það var ég sem uppgötvaði að eiginmaöur hennar hélt framhjá henni? Ég skal hlífa þér við smáatriðum. Hefur þú verið kvæntur áður? „Nei,” sagði greifinn, „það hef ég ekki verið.” Dyr opnuðust. „Súpan er komin á borðið,” sagði frú Feinberg. Máltíðin samanstóð af hakkaðri lifur, kjúklingasúpu, nautalund- um, broccoli, salati, kaffi og rjómaís. Umræðurnar snerust aö mestu um barnabörn Feinberg- hjónanna. Drengurinn, Ronnie, hafði áhuga fyrir knattleik og það gladdi Sidney Feinberg. Stúlkan, Melissa, var sögð vera mjög feim- in og þurfti bráðum, að sögn föður síns, að fá spengur á tennurnar. Frú Feinberg bað greifann að kalla sig Sylviu.” Klukkan átta kom faðir barn- anna með þau heim. Greifinn sá hann standa í anddyrinu. Hann var hávaxinn, sólbrúnn, ríkmannlega klæddur, hár hans skolleitt, greitt yfir eyrun. Greifinn var vand- ræðalegur þar sem hann horfði á hann úr stólnum. Nei, ákvað hann, hann var ekki vandræðalegur; hann var afbrýðisamur. Hann vildi að þessi maður hefði aldrei verið til. „Ronnie, Melissa,” sagði Sheila. „Ég vil að þiö hittiö mjög góðan vin. Þetta er prófessor Kinski.” Drengurinn hristi hönd hans karlmannlega; litla stúlkan leit feimin undan. Greifinn var glaöur að sjá að þau líktust bæði móður sinni. Honum þótti stúlkan indæl; hann vildi hafa börn feimin eins og hann haföi verið þegar hann var barn. Síðan sagði Sheila aö hún ætti líklega að aka prófessor Kinski heim. Á heimleiðinni sagði greifinn Sheilu frá samtali sínu og föður hennar. „Hann vildi vita hvernig þaö væri með okkur. Hvernig er það með okkur, stúlka mín?” „Ég veit ekki, Peter,” sagði hún. „Hvaðviltþú?” „Ég mun þarfnast dálítils tíma tilaðhugleiðaþaö.” „Þaö liggur ekkert á,” sagði hún. Barney Ginsberg sagði: „Láttu mig fá þetta á hreint.” Hann var klæddur eins og kúreki þennan dag. „Láttu mig nú fá þetta á hreint. Þú ert búinn að sofa hjá þessari skvísu nokkrum sinnum og nú ert þú að hugsa um að gifta Þig” Greifinn kinkaði kolli. „I alvöru talað, Pete. Þú ert á fimmtugsaldri, beibí, og þú hefur eiginlega ekki mikinn tíma til að spila með. Ein stór mistök núna og þú ert kominn á kaldan klaka.” „Þú skilur ekki, Barney. Ég er hamingjusamur þegar ég er með þessari konu. Líf mitt virðist vera betra þegar hún er nálæg.” „Ég skil, vinur, ég skil. En segðu mér, á hverju ætlar þú að lifa? Árlegar fatabirgðir hennar jafnast áreiðanlega á viö launin þín. Ég þekki þessar gyðinga- < prinsessur. Þú ert vel menntaður maður, Pete. Horfumst í augu við þaö. Hvað ætliö þið að tala um? < Sérhannaðar gallabuxur? Pældu í <; því, vinur; pælduí því.” Greifinn hafði engar efasemdir ^ um alvöru sína. Honum fannst aö sér hefði aldrei verið meiri alvara í öllu sínu lífi. Þangað til hann hitti Sheilu hafði hann gert ráð fyrir því að 9. tbl. Vikan ZI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.