Vikan


Vikan - 12.04.1984, Qupperneq 8

Vikan - 12.04.1984, Qupperneq 8
NÆTURLfF I AMSTERDAM sumum kránum þó þær beri það ekki með sér utan frá. Við Rosen- gracht stendur svo eitt af diskó- tekum borgarinnar, Maddsó, og nálægt horninu á Singelgracht og Leidsestraat er Odeon, diskótek og big-band staður. Leidseplein Eigi alls fyrir löngu var bannað að fara inn í miðborg Amsterdam á bílum eða vögnum svo að kaupmenn og ferðalangar, sem erindi áttu inn í borgina, neyddust til að skilja farartæki sín eftir á stóru torgi í útjaðri borgarinnar. Þessi torg voru næstum öll við borgarhliö Amsterdam næst þjóðvegum til nærliggjandi borga, Utrecht, Muiden og Leiden. Við upphaf þjóövegarins til Leiden var Leidseplein, eins og öll önnur hliðstæð torg umkringt byggingum sem notaðar voru sem vöruhús, geymslur fyrir bíla og vagna, jámsmíða- og trésmíða- verkstæði að ógleymdum krám og matsöluhúsum, áningarstöðum fyrir þreyttan feröalanginn áður en haldið yrði inn í borgina. Með breyttum tímum hefur þetta torg, sem áður fyrr stóð í út- jaðri borgarinnar, orðið að miðju félagslífs Amsterdam. Þarna er borgarleikhúsið Stadsschowburg, Belluwe leikhúsiö, sex kvik- myndahús eru á næsta leiti með þrefalt fleiri sýningarsölum. Þarna er Paradísó, tónleikasalur fyrir ungu kynslóðina, og Melk- weg, eins konar Fellahellir Am- sterdamborgar, með tónleika, diskó, leikrit- og uppákomur af ýmsu tagi, kvikmyndasýningar, matsölustað og kaffihom og geta þeir sem vilja dvalið þama hálfan sólarhringinn án þess að borga sig nema einu sinni inn og séð það sem þá lystir af því sem fram fer innandyra. Barir, matsöluhús og kaffihús eru hér bak viö hverjar dyr og í næsta nágrenni við Leidseplein og næturklúbbar, prívatklúbbar, hommaklúbbar og spilavíti laða að sér þá sem geta borgaö vel. Hinir verða að láta sér nægja að láta sig dreyma um dýrðina innandyra. Við stoppum um stund og horfum á íshokkíkeppni á til- búna skautasvellinu á miðju Leidseplein, hendum nokkrum aurum til svarta flautuleikarans sem leikur hér á hominu á hverju kvöldi og virðum fyrir okkur húsin í kringum torgiö, öll skreytt ljósum svo þau minna einna helst á piparkökuhús eða hús nom- arinnar úr ævintýrinu um Hans og Grétu. Það er orðið áliðiö kvölds og við skjótumst inn á Reijnders og fáum okkur einn bjór fyrir háttinn. 8 Vikan l*. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.